kættist sú gamla

Ég horfði loksins á Útsvar síðasta laugardags, en ætlaði varla að þora það eftir áfallið frá vikunni á undan þegar þessi virðulega spurningakeppni smitaðist skyndilega af hrottalega hvimleiðu Gettu betur-syndrómi með skrílslátum í áhorfendasal. Ég kættist við að sjá að mátulega alvarlegt yfirbragðið var aftur komið á þáttinn, kann miklu betur við það. Fertugar kellingar vilja ekki svona öskur og læti, þær bara fara alveg á taugum yfir slíkum ófögnuði.

Lifið í friði

10 Responses to “kættist sú gamla”


 1. 1 Vala, 39 ára 18 Nóv, 2009 kl. 9:48 e.h.

  Mikið er ég sammála þessu, Kristín. Klapp, stapp, flaut og söngl Gettu betur-áhorfenda virðist versna með hverju árinu. Það er best að koma sér úr landi áður en þessir gólarar verða meira áberandi í þjóðfélaginu 🙂

 2. 2 Sigurbjörn 18 Nóv, 2009 kl. 9:59 e.h.

  Fertugar kerlingar eiga ekki að hanga á netinu alla daga!

 3. 3 hildigunnur 19 Nóv, 2009 kl. 12:30 f.h.

  sammála, það dugar alveg að hafa einn Gettu betur þátt – óþarfi að breyta Útsvari í klón!

 4. 4 parisardaman 19 Nóv, 2009 kl. 7:24 f.h.

  Sigurbjörn, heldurðu að það sé hætta á kynskælingu ef ég hangi of mikið á netinu?

 5. 5 Sigurbjörn 19 Nóv, 2009 kl. 9:41 f.h.

  Að ekki sé minnst á kynskræmingu …

 6. 6 Þorbjörn 19 Nóv, 2009 kl. 10:41 f.h.

  Ósammála. Síðasti þáttur var ömurlegur… Eða þanneiginn.

 7. 7 ella 19 Nóv, 2009 kl. 12:35 e.h.

  Ég skil vel síðustu athugasemd 🙂 en er ekki sammála. Ég er hins vegar afar sammála efni pistilsins.

 8. 8 Gísli Ásgeirsson 19 Nóv, 2009 kl. 3:08 e.h.

  Kannski hefði Kópavogsliðið í fyrra þurft háværa fylgismenn í sal til að peppa sig upp. Maður spyr sig.

 9. 9 Kristín í París 19 Nóv, 2009 kl. 8:35 e.h.

  Já, maður spyr sig sannarlega að því.

 10. 10 Kristín í París 19 Nóv, 2009 kl. 9:27 e.h.

  Þorbjörn, þú ert of kröfuharður á liðið þitt, er það ekki?


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: