lausnin?

Sársauki er óumflýjanlegur. Þjáning er val.

Mér finnst þetta góður frasi og ætla að reyna að muna hann. Vinkona mín kenndi mér hann á ensku í léttri gönguferð um Mýrina, sem innihélt m.a. stopp í hrikalega góðri karmellubúð. Smjattaði á guðdómlega góðri karmellu og velti þessu fyrir mér og hefur liðið vel síðan.
Kannski ég kroti hann upp á blað og festi á spegilinn? Eða ég fari og kaupi kíló af karmellum? Eða búi þær til sjálf, ég hálflofaði vinkonunni að ég kynni upp á hár að búa til góðar karmellur. Hvað er annars að kunna upp á hár?

Lifið í friði.

9 Responses to “lausnin?”


 1. 1 Gunna 20 Nóv, 2009 kl. 2:59 f.h.

  Of mikið rauðvín??? … alla vega della

 2. 2 parisardaman 20 Nóv, 2009 kl. 7:06 f.h.

  Nei, Gunna, aldrei of mikið rauðvín. Heldurðu að það sé hægt?
  Ég veit ekki hvort það tekur sig að svara hinu, en ég skal koma með sýnidæmi á næstu dögum. Ég er alls ekki að gera lítið úr þjáningu t.d. þeirra sem lifa við kúgun og ofbeldi, stríð og hungur. En það er náttúrulega miklu skemmtilegra að ákveða að snúa út úr fyrir fólki og vera með undarlegar dylgjur í leiðinni.

 3. 3 ella 20 Nóv, 2009 kl. 7:46 f.h.

  Hár og karamellur fara alls ekki vel saman.

 4. 4 parisardaman 20 Nóv, 2009 kl. 7:49 f.h.

  Hehe, Ella, talarðu af reynslu?

 5. 5 Harpa J 20 Nóv, 2009 kl. 9:41 f.h.

  Mmmm – karamellur…

 6. 6 Líba 20 Nóv, 2009 kl. 3:14 e.h.

  Að kunna mjög nákvæmlega – hárnákvæmlega?

 7. 7 parisardaman 20 Nóv, 2009 kl. 6:31 e.h.

  Já, líklega er þetta spurning um hársbreiddina. Karmellur eru góðar. Karamellur líka. Ég er ekki alveg ein um að vilja segja karmella, en sælgætisframleiðendur virðast segja karamellur.

 8. 8 ella 20 Nóv, 2009 kl. 7:55 e.h.

  Æi, hver hefur ekki lent í því að ná sætindum úr hári. Barnanna sinna til dæmis.
  Svo líkar mörgum afleitlega að finna hár í því sem verið er að borða. Það á víst ekkert skylt við möndlugjafir eða slíkt.

 9. 9 parisardaman 20 Nóv, 2009 kl. 8:46 e.h.

  Ég á einhverjar eldgamlar og óljósar minningar um tyggjó í hári, það var hér um árið er ég hafði… það.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: