útblástur

Þá er ég búin í prófinu sem ég var hræddust við. Ég hef ekki hugmynd um það hvernig mér gekk, ég bara krotaði og krassaði og leið dálítið eins og ég væði í villu og svíma og kannski gerði ég það stundum. Af tveimur svörum sem ég tékkaði á, var annað rétt, hitt fáránlega klaufalega rangt. Líklega er allt prófið svona. Ég þoli ekki svona páfagauka-formúlu-lærdóm og ég er gersamlega tóm að innan. Búin á því.

Á morgun fer ég svo í óvissuferð. Ég þarf að vera tilbúin með fyrirlestur sem ég held fyrir hundrað manns (eða meira, eða minna) á bókasafninu í Périgueux annað kvöld. Og svo í tveimur smærri bæjum fyrir færra fólk á fimmtudag og föstudag. Ég kynni Arnald Indriðason, og tala um Mýrina og þýðinguna á frönsku. Ég er komin með punkta sem eru víðsvegar hjá mér. Í stílabókum, á lausum blöðum og eitthvað smá í tölvunni. Ég er komin með innganginn, en ekki niðurstöðuna, sem er líklega aðalmálið. Ég veit ekki hvort ég næ að koma þessu á skikkanlegt form í kvöld, en geri það þá bara í lestinni á morgun.
Ég veit það það er tekið á móti mér og að ég verð á hóteli og að ég á að vera í fullu fæði. Ég veit ekkert hvort það er á hótelinu eða hvort ég verð að þiggja heimboð umsjónarmanna eða hvernig það gengur fyrir sig. Ég veit ekki hvort þeir ætlist til að ég verði eitthvað með þeim á daginn eða hvort ég geti legið í ritgerðarskrifum og kannski jafnvel litið aftur á þýðinguna á femínísku greininni með ögrandi orðalaginu, en hún hefur nú legið á ís allt of lengi. Mig langar að klára hana. Og mig langar helst að klára aðra af ritgerðunum líka.
Ég veit ekkert hvort ég verð á fínu hóteli með minibar, eða litlu skuggalegu hóteli við lestarstöðina.
Ég veit ekki hvað þetta fólk er gamalt sem ég hef verið í sambandi við, hvort það verður eitthvað félagslíf eða hvort ég verð bara fyrir þarna. Það er alla vega ekki hægt að segja annað en að spennandi er þetta. Fínt að prófa að fara í óvissuferð svona einu sinni á ævinni. Það var ekki komið neitt svona þegar ég vann á Símanum. Hvorki óvissuferðir, leynivinadagar né nokkuð annað svona mannauðseflandi dæmi. Við vorum bara látin vinna myrkranna á milli og fengum lús í laun.
Ég veit ekki heldur hvort ég geti verið nettengd í óvissuferðinni.

Þetta var ágætis útblástur. Nú þyrfti ég að fá eitt stykki innblástur fyrir niðurlagið. Mér datt náttúrulega í hug einn möguleiki á lokalínu um daginn: glæpasögur voru kannski lengi að hljóta viðurkenningu sem „alvöru bókmenntir“ á Íslandi. En þess má að gamni geta að sú sem einna helst hefur lagst í rannsóknir á íslenskum glæpasögum er nú hvorki meira né minna en… menntamálaráðherra landsins.

Lifið í friði.

19 Responses to “útblástur”


 1. 1 Guðrún 30 Nóv, 2009 kl. 7:52 e.h.

  Hvaða heilvita maður nennir að tjá sig svona í smáatriðum um einkalíf sitt – algerlega óáhugavert fyrir þá sem lesa bloggið hér. Þetta er hreinn og beinn plebbaskapur.

 2. 2 Jónsi 30 Nóv, 2009 kl. 7:53 e.h.

  Ef þú ert í námi skaltu bara stunda það, þetta er lágkúra.

 3. 3 Gummi 30 Nóv, 2009 kl. 7:54 e.h.

  Ekki furða ég mig nú á því að menn beri enga virðingu fyrir menntun lengur – lélegt.

 4. 4 beggi dot com 30 Nóv, 2009 kl. 8:47 e.h.

  Hvenær vannstu hjá telfóníinu og hvar?

 5. 5 ella 30 Nóv, 2009 kl. 9:05 e.h.

  Guðrún, Jónsi og Gummi eru augljóslega sama fígúran sem dælir inn spekinni í einni lotu. Þetta finnst mér gallinn á þessu bloggsvæði. Mér sýnist þetta algengara hér en á öðrum svæðum sem ég skoða. Verst að nú er ég auðvitað að gera þeim til geðs með því að leiða aulaháttinn ekki hjá mér. Sorrý.
  Mér virðast þetta annars verulega spennandi dagar sem þú átt í vændum, svolítið svona „íslenskt“, ekki allt of mikið gefið upp fyrirfram. Gangi þér vel. Já og ég er hrifin af þessari hugsanlegu lokalínu.

 6. 6 parisardaman 30 Nóv, 2009 kl. 9:18 e.h.

  Beggi, ég var á Skrifstofu símaskrár frá „fæðingu“ (djók), allan menntó á sumrin (85-89) og svo fastráðin frá des 95 – jún 97, minnir mig. Ertu símakall?
  Ella, já þér er fyrirgefið, þetta skemmtilega fólk er allt með sama netfang uppgefið, og sömu ip-tölu. Ég fyrirgef þessari manneskju og vona bara að hún villist ekki hingað inn til mín aftur, henni sjálfri til armæðu.

 7. 7 einar jónsson 30 Nóv, 2009 kl. 9:24 e.h.

  Aumingja Guðrún Jónsi Gummi.

 8. 9 Harpa 30 Nóv, 2009 kl. 9:56 e.h.

  hahaha þessi Guðrún/Jónsi/Gummi á augljóslega frekar erfitt að nenna að henda inn lágkúrulegum kommentum um ekki neitt á annars ágæta bloggfærslu.
  Gangi þér vel áfram Kristín Parísardama 🙂

 9. 10 beggi dot com 30 Nóv, 2009 kl. 9:58 e.h.

  Ég get víst ekki þrætt fyrir að vera símakall, er búinn að vinna þar síðan ’80 nema rétt meðan ég skrapp til Danmerkur að verða verkfræðingur.

 10. 11 Sigurbjörn 30 Nóv, 2009 kl. 9:59 e.h.

  Ó, mér sem finnst einmitt svo gaman að velta mér upp úr einkalífi annarra! Nú opna ég hvítvínsflöskuna!

 11. 12 parisardaman 30 Nóv, 2009 kl. 10:02 e.h.

  Ókei, þekkir örugglega nokkra sem ég þekki Beggi. Og kannski ég bara þekki þig. Tékkum betur á þessu!
  Takk báðar, Þórdís og Harpa. Hver veit nema ég hristi af mér hræðsluna við norrænu tunguna og þræli mér í gegnum gáfulega danska grein? Gerir áreiðanlega ekkert illt.

 12. 13 hildigunnur 30 Nóv, 2009 kl. 10:26 e.h.

  GuðJónGumm – Eyjan vissi fullvel hvers konar blogg Parísardaman var með þegar henni var boðið að færa sig hingað. Blanda einkalífs og pólitíkur og tuðs og þannig eins og hjá langflestum okkar „gömlu“ bloggara sem vorum til fyrir Moggablogg og Eyjur og fleiri slík vinsældasvæði. Ef þykkur þykir þetta svona leiðinlegt hvernig væri þá bara að sleppa því að koma inn á síðuna?

 13. 14 parisardaman 30 Nóv, 2009 kl. 10:30 e.h.

  Sigurbjörn, ég þurfti nú aðeins sterkara, hreinn spíri, bleikur glimmeraugnskuggi og barbara streisand náðu mér niður. Takk, Hildigunnur, en ég held að ekki þýði að ræða við svona týpu. Hún hefur þegar fengið svo mikla athygli hérna að mér er skapi næst að eyða allri færslunni. Ef ég bara væri viss um að mamma og pabbi væru búin að lesa, þau hafa svo gaman af svona lágkúru.

 14. 15 Harpa J 30 Nóv, 2009 kl. 10:40 e.h.

  Norrænar tungur bíta hreint ekki. Allavega ekki mjög fast.

 15. 16 Thrainn Kristinsson 30 Nóv, 2009 kl. 11:18 e.h.

  Allar ferðir ættu að vera óvissuferðir …. eitthvað í þessari færslu sem minnti mig á voice over í The Third Man…Holly Martins rithöfundur sem skrifar pulp vestra kemur til Vínar eftir stríð að hitta gamlan vin og fréttir að vinurinn hafi dáið í bílslysi og en þiggur boð um að halda fyrirlestur í bókaklúbbnum á staðnum…og þannig byrja frábær kvikmynd..

 16. 17 parisardaman 1 Des, 2009 kl. 6:40 f.h.

  Aha, Þráinn, mundi ekki eftir þessu, fyndið að ég hugsaði fyrir örfáum dögum um The Third Man og ákvað að reyna að sjá hana aftur. Kannski hefur undirmeðvitundin betra minni en ég sjálf?

 17. 18 Árný 1 Des, 2009 kl. 7:56 f.h.

  Ji hvað þetta hljómar spennandi Parísardama – ég hlakka ekkert smá til að lesa ferðasöguna þegar hún kemur – og lokaorðin finnst mér soldið kúl 🙂

 18. 19 hildigunnur 1 Des, 2009 kl. 9:12 f.h.

  jamm ég veit, don’t feed the trolls 😉


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: