Ísland í franskri sveit

Það var ótrúlega skemmtilegt að sjá hvernig fólkið hafði undirbúið þessi litlu íslensku bókmenntakvöld í Dordogne. Stærsta safnið hafði reyndar ekki haft mikið fyrir þessu, bara keypt nokkrar laxa- og síldarsnittur. Þangað mættu rúmlega 100 eldri konur, uppstrílaðar og fínar, örfáir karlar sáust á strjáli. Salurinn var svona alvöru fyrirlestrasalur með sviði og allt. Mér gekk langverst þarna, nýkomin og feimin, skalf og titraði og talaði líklega ekki mjög skýrt. Ég komst að því eftir á að fólkið vildi heyra meira um íslenska tungu og siði og venjur en minna um bókina sjálfa. Leikararnir sem lásu upp úr bókinni voru fín, þau lögðu sig fram um að bera íslensku nöfnin rétt fram, og gekk það upp og niður.

Hinir staðirnir tveir voru mun hlýlegri og vinalegri og fólkið hafði greinilega haft mikið fyrir því að gera kvöldið sem íslenskast, án þess að þekkja nokkuð til landsins. Í Bergerac hafði einn bókavörðurinn m.a.s. bakað kleinur. Þær litu ekki út eins og kleinur, en bragðið var hárrétt. Borðið var skreytt íslenska fánanum og íslensk nöfn réttanna skrifuð hjá.

Síðasta kvöldið var svo í örsmáu sveitaþorpi og þegar við gengum inn í húsið ómaði söngur Bjarkar með tríói Guðmundar Ingólfssonar úr geislaspilara, myndir frá Íslandi runnu í slidesmyndasýningu á veggnum, borðin voru dúklögð með íslenskum fánum búnum til úr kreppappír og úr eldhúsinu barst ljúfur kjötsúpuilmur. Ég held að nánast allir þorpsbúar hafi verið mættir og langflestir búnir að lesa bókina. Frábær stemning og ég held ég hafi staðið mig ágætlega í að sannfæra fólk um að skella sér nú fljótlega til Íslands, burtséð frá því hvernig mér gekk að blaðra um Arnald og glæpasögur.

Og nú er það bara að skella fram tveimur ritgerðum og mæta í tvö próf, skrifa 100 jólakort í framhjáhlaupi og svo geta bara jólin hreinlega komið. Það held ég nú.

Lifið í friði.

7 Responses to “Ísland í franskri sveit”


 1. 2 parisardaman 7 Des, 2009 kl. 9:21 f.h.

  Já, þetta var mjög gaman. Mig langar svo að flytja í sveit þegar ég hitti svona ánægt og skemmtilegt sveitafólk. Heilbrigt andrúmsloft, ekkert snobb, ekkert svona verið að passa hvað sagt er, bara hlýlegt og skemmtilegt, salurinn laus við allt prjál… mamma hefur líklega rétt fyrir sér þegar hún segir að ég sé sveitakelling í eðli mínu.

 2. 3 Harpa J 7 Des, 2009 kl. 11:35 f.h.

  Þetta hljómar vel.
  En jólakortinjá. Ég var eiginlega búin að gleyma þeim.

 3. 4 baun 7 Des, 2009 kl. 11:55 f.h.

  Gaman að heyra hvað gekk vel:)
  Ótrúlegt hjá konunni að leggja á sig að steikja kleinur af þessu tilefni!

 4. 5 Árný 7 Des, 2009 kl. 7:36 e.h.

  Frábært að þetta gekk svona vel. Verð með jólasveinakynningu í skóla dætranna á morgun hér, á þýsku :/

 5. 6 Kristín í París 7 Des, 2009 kl. 8:17 e.h.

  Takk takk. Vá, Árný, ég hef aldrei nennt þessu, enda löt og finnst ekkert gaman að tala, hehe.

 6. 7 Svanfríður 7 Des, 2009 kl. 9:21 e.h.

  Gaman að lesa þetta og gaman að lesa um hvernig þér gekk. Ég hefði viljað vera á síðasta staðnum og fá -ekki kleinur-:)


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: