áskorun

Ég tók áskorun á dögunum. Ég er nefnilega, eins og oft hefur komið hér fram, mjög áhrifagjörn og opin fyrir alls konar tískusveiflum þvert á óskir mínar og langanir um að vera jaðartýpa. Á hverjum morgni geri ég æfingar sem heita „burpees“ á ensku, fengu nafnið „þræfingar“ milli mín og Önnu á feisbúkk en hafa nú fengið viðurnefnið „froskastökk með armbeygju og hala“ m.a. vegna þess að svona ruglæfingar eiga mörg orð skilin. Ég ætlaði að setja slóð á myndband, en það gengur ekki upp. Þið getið séð þetta hjá Önnu, hér. Ég stefni sem sagt á að vera komin upp í 100 í einu eftir 93 daga, sem mér reiknast til að sé 12. mars. Ef ég verð ekki dauð þá, þetta er nú þegar orðið mjög erfitt, ég á að gera 7 núna á eftir.

Jólakortin skrifast hægt og rólega. Ég skelli þeim í póstkassa jafnóðum og vona að ég nái að koma öllum af stað í tæka tíð. Hver er annars tækutíðardagsetningin í ár? Ég hef ekki séð neinar auglýsingar frá póstinum um það.
Skjalaþýðingarpróf núna á eftir sem í ljós kom í gær að er klukkustund lengra en ég taldi og ég má hafa með mér orðabækur og orðalista. Það veit ekki á gott, verður líklega erfiðara en ég bjóst við. En ég mæti galvösk og tek þetta eins og hverja aðra froskastökkseríu. Vont meðan á því stendur, búið þegar það er búið.

Lifið í friði.

13 Responses to “áskorun”


 1. 1 einar jónsson 10 Des, 2009 kl. 7:50 f.h.

  Hvernig ganga ukulele-æfingarnar?

 2. 2 GlG 10 Des, 2009 kl. 8:00 f.h.

  Árla morguns upp þá rís
  (við) Önnu á Feisbúkk þræfir
  byrjar óðar „bör- á pís“
  beygjur arma æfir

 3. 3 parisardaman 10 Des, 2009 kl. 8:02 f.h.

  Fyndið að ég hugsaði einmitt um það þegar ég skrifaði þetta. Ég gríp af og til í það, líkt og prjónana. Engin framför, bara dútl. En ég ætla að ná einu jólalagi þegar prófin eru búin.
  Ég gæti m.a.s. mætt á æfingar með öðru dellufólki, en það er á óhentugum tíma, á laugardagseftirmiðdögum. Þetta nám mitt er náttúrulega bara rugl og truflar algerlega allt aukalíf. Svona æfingaprógramm fittar betur inn en ukulele, því miður. Ukulele er þúsund sinnum skemmtilegra.

 4. 4 Gísli Ásgeirsson 10 Des, 2009 kl. 8:40 f.h.

  Þetta er til fyrirmyndar. Þræfingar eru hér með komnar á dagskrá við Sædýrasafnið.

 5. 5 ella 10 Des, 2009 kl. 9:00 f.h.

  Hér vill pósturinn fá kort til Evrópu eigi síðar en þann 16.

 6. 6 anna 10 Des, 2009 kl. 4:23 e.h.

  Áfram nú Kristín! Froskahopp með armbeygju og hala! vúhú!

 7. 7 parisardaman 10 Des, 2009 kl. 6:10 e.h.

  Ég tók þetta í morgun, Anna. Og fegin að heyra með póstinn, hlýtur að gilda í báðar áttir. Ég hélt að þetta væri frekar svona í kringum 12. Gísli, velkominn í hópinn. Þetta tekur alveg í, ég fann ágætlega fyrir lærunum í dag (hljóp reyndar og gerði smá aukaæfingar í lóðum í gær). Djö, ég held ég sé að breytast í systur mína eða eitthvað…

 8. 9 Hnakkus 10 Des, 2009 kl. 8:34 e.h.

  Burpees rúla! Gott hjá þér.

  Ég geri burpees flesta daga vikunnar og mæli með þeim. Muna að gera djúpar armbeygjur með líkamann beinan og sprengja hátt upp í hoppinu!

 9. 11 ella 10 Des, 2009 kl. 9:44 e.h.

  Úbbs, skelfilegt að breytast í systur sína eða eitthvað.

 10. 12 parisardaman 11 Des, 2009 kl. 6:29 f.h.

  Já, það er skelfilegt, því hún er íþróttafrík (fyrir mér er það eiginlega dónaorð, hehe). Já, ég held ég sé eitthvað veik. Hnakkus, ég geri nú reyndar armbeygjurnar á hnjánum, reyndi hitt, en meika það ekki. En ég reyni að vanda mig og vera sperrt og hoppa eins hátt og ég get.

 11. 13 anna 11 Des, 2009 kl. 2:40 e.h.

  Sammála Hnakkus, burpees rúla!

  Ég gerði armbeygjurnar líka á hnjánum fyrst, en núna geri ég þær allar á tánum. Er að koma sjálfri mér nokkuð á óvart með það 🙂


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: