van gogh

Sonur minn tilkynnti mér á leið heim úr skólanum í gær að hann hefði lært um Van Gogh. Að hann hefði verið listmálari og hefði málað herbergið sitt og stjörnur á himnum. Og að hann hefði lifað á undan Kandinsky og [einhver annar sem ég man ekki hver var].
Ég minnti hann á gönguferðina þar sem við heimsóttum m.a. leiði Van Gogh og sýndi honum myndina þegar við komum heim. Við reiknuðum út af ártölunum að Van Gogh var 37 ára þegar hann dó. Og einhvern veginn fór það svo að ég sagði krökkunum að hann hefði skotið sig. Þau voru voðalega hugsi yfir þessu og spurðu mig spjörunum úr. Af hverju vildi hann ekki lifa? Eru margir sem skjóta sig? Ég hafði málað mig glæsilega út í horn og vissi ekkert hvernig ég átti að taka á þessu. Mér tókst að eyða umræðuefninu frekar auðveldlega en ég veit að þau muna þetta vel. Á að ræða svona hluti við 6 og 8 ára gömul börn? Við höfum rætt dauðann fram og til baka, mér finnst það ekkert mál, dauðinn er eðlilegur hluti af lífinu. Þetta er miklu flóknara dæmi, af hverju vilja sumir ekki lifa? Það er ekkert eðlilegt við það að fullt af fólki skuli þjást svo mikið að það missi lífsviljann. Hvað finnst ykkur? Á að ræða svona og hvernig þá?

Annars er ég á síðustu bensíndropunum á alla vegu. Bíllinn minn er að verða bensínlaus, enda keypti ég síðast bensín á hann einhvern tímann rétt eftir afmælið mitt, ef ég man rétt. Notaði hann nefnilega ógurlega mikið í kringum það og þurfti að fylla tvisvar með stuttu millibili. Síðan hef ég bara varla snert hann nema í þetta vanalega snatt tvisvar, þrisvar í viku þegar ég þarf að skutla krökkunum í tónlistarskólann út af tímahraki. Ég gæti ekki hugsað mér að eiga ekki bíl, svona eftir að hafa átt bíl í sex ár, en mér finnst ótrúlega gott að þurfa ekki að nota hann neitt að ráði. Almenningssamgöngurnar eru náttúrulega einn af langstærstu kostunum við París, svona fyrir utan fegurð borgarinnar og hið margfræga góða skap hins almenna Frakka.

Og ég er einmitt að komast í gott skap núna, þó ég sé eiginlega örmagna. Eitt próf búið, get ekki sagt um það hvernig gekk, textinn kom mér á óvart, ég hafði búist við fjármálatengdum texta en fékk reglugerð um erfðabreytt lífefni. Það er svo margt sem er dæmigert „dagsins í dag“. Auðvitað eru erfðabreytt lífefni heitt umræðuefni, sem og femínismi og jafnrétti, lífræn ræktun (sem ég vil reyndar kalla lífvæna ræktun en þar sem enginn hlustar á mig neyðist ég til að lúffa) og svo auðvitað blessaður fjármálaheimurinn og enduruppbyggingin (sem mun vonandi felast í niðurrifi og höftum). Ég skil ekkert í mér að hafa búist við fjármálatengdu plaggi. Ég er líklega allt of lélegur mannþekkjari.
Nú er bara eitt próf eftir, og ein lítil ritgerð. Stóru ritgerðina hef ég sett á salt þar til í janúar, með þeim fyrirvara að kennarinn minn samþykki þessa einhliða ákvörðun mína.

Lifið í friði.

11 Responses to “van gogh”


 1. 1 Lissy 11 Des, 2009 kl. 9:13 f.h.

  Two women I know, their brothers committed suicide, and 30 years later, it still upsets them tremendously. I tend to feel a lot of sympathy for the family of the person, and not so much sympathy with the person themselves. It is, I think, a terribly selfish thing to do.

 2. 2 Guðlaug Hestnes 11 Des, 2009 kl. 9:31 f.h.

  Jú Parísardama, ég nota ekki orðið lífrænt! Gangi þér vel með kærri kveðju.

 3. 3 parisardaman 11 Des, 2009 kl. 9:35 f.h.

  Æ, Lissý, þetta er mjög flókið…
  Guðlaug, gaman að heyra! Á ég sem sagt að halda áfram að þrjóskast við?

 4. 4 hkr 11 Des, 2009 kl. 3:14 e.h.

  Eftir að hafa lesið bloggið þitt er ég fullkomlega áhyggjulaus og treysti þér að útskýra lífsleiða van Gogh. Gaman að lesa skrif lífsglaðs og hamingjusams „innflytjenda“ í París sem getur verið okkur ekki frönskumælandi svo framandi þrátt fyrir ítrekaðar heimsóknir.

  Takk fyrir mig og regnvotar kveðjur frá Reykjavík.

  Herta Kristjánsdóttir

 5. 5 baun 11 Des, 2009 kl. 3:54 e.h.

  Tek undir með Hertu.
  Treystu sjálfri þér, það er enginn meiri sérfræðingur í þessum börnum en þú og pabbi þeirra.

 6. 6 Kristín í París 11 Des, 2009 kl. 4:38 e.h.

  Kær kveðja í rigninguna úr ískaldri vetrarsól (reyndar er komið myrkur núna, enda klukkan að verða sex). Ég bíð þar til börnin brydda aftur upp á umræðuefninu og sé til…

 7. 7 GlG 11 Des, 2009 kl. 5:55 e.h.

  M.a.s. fyrir 45 árum spurði 3ja ára barn sem frétti lát ömmu sinnar: „Hver skaut hana?“
  Annan dauðdaga þekkja ung börn varla.

 8. 8 ella 11 Des, 2009 kl. 8:48 e.h.

  Tek ekki kveðjuna til mín því að hér er ekkert rigning. 🙂 Athuga ber að sjálfsvígshugmyndir koma fyrir á öllum aldri. Og þá meina ég ÖLLUM aldri. Þessvegna getur verið þörf á svörum hvenær sem er. Efast ekkert um að þú ert fullfær um að finna góð svör.

 9. 9 Kristín í París 12 Des, 2009 kl. 8:12 f.h.

  úff, nú fæ ég áhyggjur, Ella. Já GIG, svo segja menn…

 10. 10 Svanfríður 15 Des, 2009 kl. 6:47 e.h.

  takk fyrir pistilinn og ég held að það fari einmitt eftir börnunum hvað þau eru tilbúin í að hlusta á og eins og Baun segir þá þekkið þið þau best.
  Hafðu það gott og til hamingju með að vera búin í bili með þitt.

 11. 11 Balzac 23 Des, 2009 kl. 9:18 f.h.

  Það er erfitt að bera svona mikið talent.

  Stundum verður það óbærilegt.

  Látið mig þekkja það.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: