jólastr… hvað?

Ég er ekki vön að stressa mig neitt rosalega út af jólunum. Ég er mikið jólabarn, ég skrifa allt of mörg jólakort af því mér finnst eins og ég geti galdrað gleði og frið út um allt með því, ég lendi stundum í smá baksi með að finna jólagjafir þar sem ég þarf að passa að þær kosti ekki of mikið en sætti mig samt ekki við að gefa bara mandarínur og epli. Að öðru leyti er ég bara kúl, held ég, svona jólalega séð.
En, ég er ekki kúl að eðlisfari, burtséð frá árstíðum og hátíðum. Ég held jafnvel að ég gæti verið með snert af einhvers konar ofvirkni (sem ég tel að eigi þó ekkert skylt við sjúkdóminn ofvirkni sem greinist í börnum), við skulum kalla það misvirkni til aðgreiningar. Mín mismvirkni brýst fram í einhvers konar bráðræðikasti, ég ræðst í einhverja framkvæmd sem hefur mallað í höfði mínu um tíma, þegar ég ætti allra helst að einbeita mér að því að hvíla mig og njóta lífsins. En ég held að ég njóti mín best þegar ég hef aðeins of mikið að gera svo kannski er það bara algerlega rökrétt að nú skuli íbúðin mín vera á hvolfi, allt dótið úr stóra buffetinu sem við fengum í arf frá ömmu Pauline er dreift um stofuna, efri hluti buffetsins, glerskápurinn, er kominn niður í geymslu (þar til ég má setja hann út á götu í næstu viku, þá má setja stórt rusl út) og neðri hlutinn er að hluta til berstrípaður af skrautlistum sem voru hálfbrotnir og stóðu út úr honum hvarvetna. Undan listunum kom slæmt sár, sums staðar, sem ég spaslaði upp í, í gær. Í dag ætla ég að byrja daginn á því að grunna skápinn og reyna svo að fara og kaupa túrkísbláan lit sem ég get vonandi klesst á í lok dags, eða í fyrramálið.
Ég ætla líka að kaupa jólatré í dag, bora upp lesljós fyrir krakkana, festa upp nokkrar myndir og gera fleira smálegt. Svo ætlaði ég líka að hvíla mig, en ég get gert það þegar ég drepst.

Við finnum nú þegar fyrir því hvað stofan stækkar við þessar breytingar, þó að dótið sé út um allt. Og ég tróð fullt af dóti ofan í kassa sem ég ætla að fara með í Rauða krossinn eða til Hjálpræðishersins við tækifæri.

Prófin eru yfirstaðin, ein ritgerð verður skrifuð í næstu viku og önnur í janúar, þó að kennarinn viti ekki enn að hún gaf mér frest.

Lifið í friði.

7 Responses to “jólastr… hvað?”


 1. 1 ella 17 Des, 2009 kl. 1:21 e.h.

  Galin greinilega. Gemmér eitthvað af þessari orku. Nenni engu nema köngulóarkapli.

 2. 2 parisardaman 17 Des, 2009 kl. 1:43 e.h.

  Oh, ég vildi óska þess að ég gæti sent hana yfir hafið:)

 3. 3 Harpa J 17 Des, 2009 kl. 5:14 e.h.

  Vó! En þetta verður pottþétt flott, það er ekki spurning.

 4. 4 parisardaman 17 Des, 2009 kl. 5:58 e.h.

  Já, eins og er, er ég skeptísk. Keypti karabíuhafslit í dag, sem verður skellt á í fyrramálið og kannski verð ég vonbetri eftir það.

 5. 5 Elísabet 17 Des, 2009 kl. 7:18 e.h.

  Ertu þá bráðráð? Eða e.t.v. haldin bráðræðisröskun?
  Ég þjáist af fljótfærniröskun, það hlýtur að vera næsti bær við.

 6. 6 parisardaman 17 Des, 2009 kl. 11:50 e.h.

  Hvatvísiröskun, já. Mörg eru orðin yfir vandamálið, fá eru úrræðin.

 7. 7 Frú Sigurbjörg 18 Des, 2009 kl. 11:27 e.h.

  En hvað sem jólastress-skorti líður, þá koma jólin með öllum sínum röskunum.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: