molar en ekki konfekt

Þvottavélaviðgerðarmaðurinn á að koma í dag og mun ekki fá hlýjar móttökur. Ég er búin að viðra þetta vandamál í kringum mig og hef heyrt af viðgerðarmönnum sem segja: „Ah, hitaelementið, þá er betra að kaupa nýja vél.“ Við greiddum 200 evrur fyrir hitaelement í okkar fínu 6 ára gömlu vél, viðgerðin entist í hvað, mánuð eða svo? Álíka vél kostar um 5 -600 evrur ný hjá þessu fyrirtæki. Ég ætla að bjóða honum að endurgreiða viðgerðina gegn því að við kaupum nýja vél hjá þeim, þó ég hafi ekki baun efni á því að kaupa nýja þvottavél akkúrat núna. Ég stórefast um að því tilboði verði tekið, við sitjum eflaust uppi með eitthvað tap á þessu. En er það eðlilegt að 6 ára þvottavél frá framleiðanda sem á að teljast góður, sé ónýt? Við erum fjögur í heimili og ég er eins ströng og ég get á því að fötin séu notuð þar til þau eru almennilega skítug. Við skiptum ekki á rúmum á tveggja vikna fresti og erum ekki að þvo gólfmottur eða þykkar velúrgardínur því ekkert slíkt er á heimilinu. Ég hef notað kalklosandi efni með þvottaefninu frekar reglulega.
Óþolandi hvernig allt er búið til með styttri endingu í huga. Gersamlega óþolandi fjandi.

Annars hef ég verið dugleg við át og drykkju um jólin, farið úr boði í boð. Var loksins heima hjá mér í gærkvöldi og þegar í ljós kom að myndin sem við ætluðum að horfa á var biluð (diskur tekinn að láni á bókasafninu – annað sem ekki er gert til að endast, geisladiskarnir) skreið ég upp í rúm með bók og var sofnuð fyrir klukkan tíu. Svaf til hálfníu. Mér liði því dásamlega vel ef ekki væri fyrir merkingarlausar merkingarfræðigreinar annars vegar og þvottavélaviðgerðarmann hins vegar.

Ég hef líka staðið mig eins og hetja í áskorun um að gera þessi undarlegu stökk á hverjum degi. Gerði heil 27 slík í gær og mun gera 28 í dag. Kannski ég ætti að fara í spandexgalla og gera þau þegar þvottavélaviðgerðarmaðurinn mætir? Það gæti slegið vopnin úr höndunum á honum (já, ég er að búa mig undir stríð og já, ég ákvað að reyna að skrifa orðið þvottavélaviðgerðarmaður eins oft og ég gæti í þennan pistil). Verst að ég á ekki spandexgalla.

Ég hugsa stöðugt heim til Íslands og veit að nú er allt hvítt og fallegt. Það er ljúfsárt. Litla frænkan mín dafnar vel og ég fæ að öllum líkindum að hitta hana í febrúar. Vinkona mín átti barn í Brussel fyrir tveimur eða þremur dögum síðan og ég var næstum farin þangað í gær, þurfti þúsund villta hesta til að stöðva mig. Ungabörn eru náttúrulega með því allra besta í heiminum, svo gott að sniffa þau. Líklega ekki jafngott að sniffa þvottavélaviðgerðarmann en ég verð víst að láta það duga í dag.

Lifið í friði.

12 Responses to “molar en ekki konfekt”


 1. 1 Balzac 30 Des, 2009 kl. 10:10 f.h.

  Hvað kosta þvottabrettin í Frankaríki?

  Endast og endast.

 2. 2 parisardaman 30 Des, 2009 kl. 10:12 f.h.

  Hah, þau eru ekki dýr. En vinnuhjúið sem þarf með kostar sitt og þarf sérherbergi sem ég á ekki.

 3. 3 Lissy 30 Des, 2009 kl. 10:21 f.h.

  Vá! Ég var svo fegin þegar ég lest þvottavélaviðgerðarmann á siðasta setning. Ég var alveg víst það á að vera þar.

 4. 4 baun 30 Des, 2009 kl. 10:31 f.h.

  Andstyggðartruntur sem nútímatæki geta verið, það er óþolandi að hlutir séu beinlínis gerðir til að endast korter yfir ábyrgð. Samhúð og vork!

 5. 5 Harpa J 30 Des, 2009 kl. 11:23 f.h.

  Þetta er óþolandi andskoti! Prófaðu að stökkva smá í kring um viðgerðarmanninn, það getur varla skaðað.

 6. 6 Líba 30 Des, 2009 kl. 11:41 f.h.

  Kæri froskastökkvari – NEI – það er ekki eðlilegt að vélin endist svona stuttan tíma og ekki heldur að viðgerðin endist svona stutt. Þvottavélaviðgerðarmaðurinn (eða fyrirtækið sem hann vinnur fyrir) hefur um tvennt að velja. A. að gera við vélina aftur þér að kostnaðarlausu. B. að selja þér nýja vél með góðum afslætti (t.d. 200 evru afslætti). Ég veit ekki hvernig neytendamálum er háttað í landinu franska en eitthvert bakkupp hlýturðu að geta fengið. Baráttukveðjur!

 7. 7 gua 30 Des, 2009 kl. 12:20 e.h.

  Ég var að láta son minn hafa 25 ára gamla þvottavél sem mamma átti, og hún slær ekki feilpúst 🙂

 8. 8 hildigunnur 30 Des, 2009 kl. 1:02 e.h.

  neibb, okkar er 15 ára og er í fínu lagi þó ég þvoi alveg slatta (nei ég skipti heldur ekki um sængurföt á tveggja vikna fresti). Einu sinni fór í henni þéttihringur, annars bara gengur hún eins og sé borgað fyrir það.

 9. 9 parisardaman 30 Des, 2009 kl. 1:55 e.h.

  Og hann var enn að hringja sig seinan. Búin að bíða síðan kl. 10 í morgun, klukkan að verða þrjú. Hefði getað farið í bæinn og komið heim aftur, en nú verður líklega of seint að fara að hitta fólkið sem við ætluðum að heilsa upp á. Heill dagur ónýtur í þokkabót.

 10. 10 Sigurbjörn 31 Des, 2009 kl. 7:38 f.h.

  Taka á honum hreðjatak og hóta honum því að hlekkja hann nakinn við ofninn í stofunni ef hann gerir ekki eins og þú vilt.

 11. 11 parisardaman 31 Des, 2009 kl. 9:53 f.h.

  Hann reif vélina í sundur, elementið var í fínu lagi og hann gerði alls konar próf, tók eitthvað stykki og hreinsaði úr því en fann aldrei neitt að. Hann tjáði mér að ef móðurborðið væri að gefa sig, myndi það kosta aðrar 230 evrur. En við ákváðum að ég myndi ekki samþykkja það, heldur prófa vélina, sem virtist í fínu lagi. Ég borgaði honum 64 evrur og 2 í þjórfé og vélin hefur virkað fínt. Líklega hefði ég aldrei þurft að láta hann koma, líklega var þetta bara einstakt tilfelli og tilviljun. Kannski var of lítið í vélinni eða eitthvað… Þetta var helvítis fokking fokk saga en nú er henni vonandi lokið.

 12. 12 Frú Sigurbjörg 1 Jan, 2010 kl. 9:36 e.h.

  Af hverju breyttist þvottavélaviðgerðarmaðurinn allt í einu bara í hann?


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: