roðrunnate

Kuldinn hérna er ansi bitur og bítur í kinnar. Ég gat varla talað eftir að ég kom inn eftir göngutúr áðan. Mér finnst eiginlega núna að vetrinum megi bara ljúka, svona veðurfarslega séð. Reyndar gladdist ég við að horfa á snjókornin falla í morgun en að vera úti í þessum raka kulda er ekkert sérlega mikið grín. Fólkið sem er að koma til baka eftir jólafrí á Íslandi er sammála um að hér er mun kaldara og erfiðara að vera úti.

Ég er búin að fá allar einkunnirnar í höfn og náði öllu með sóma. 12 í merkingarfræðiprófinu, 15 fyrir ritgerðina um Todorov og 17 í þýðingarýninni á The Great Gatsby. Ég er að rifna úr monti, var nú bara með þeim hærri í þeim tveimur síðarnefndu og fékk uppörvandi hrós. Og nú er komið frí í skólanum til 8. febrúar. Það er fáránlegt, ég vildi óska að ég gæti byrjað strax og klárað þá fyrr, en næsta vika er upplestrarfrí, svo kemur prófavikan (en enginn kennaranna minna nennti að standa í því, notuðu bara næstsíðasta tímann í prófið) og svo leiðréttingar prófa-vikan. Svo megum við byrja aftur. En ég ætla að nýta tímann vel, byrja að vinna í ritgerð um konur á miðöldum sem ég fékk frest til að gera á seinni önn og hver veit nema ég dútli mér eitthvað við að klára greinina sem ég var að þýða um Polanski og svo þarf að byrja að lesa og svo þyrfti ég að prenta út þúsund myndir og svo mætti mála klósettið og þrífa eldhúsið (sérstaklega ísskápinn en líka aðra skápa) og svo… já, þið vitið… ég veit að þessi blessaði 8. febrúar verður kominn áður en ég veit af.
En nú ætla ég að dressa mig upp og setja rússarauða varalitinn á mig og fara í matarboð til góðs fólks. Þar verður ekki rætt um… þið vitið. Þar verður rætt um bókmenntir og listir og nokkrar djúsí spennandi kjaftasögur rifjaðar upp. Ah, það er svo hollt að vera bara kátur þrátt fyrir allt. Er það ekki?

Titilllinn er bara orð sem ég lærði á feisbúkk í dag eða í gær. Og þar sem þetta er tepokablogg, fannst mér hann tilvalinn á færsluna.
Lifið í friði.

11 Responses to “roðrunnate”


 1. 1 ævar örn 6 Jan, 2010 kl. 8:36 e.h.

  Skrítið orð, roðrunnate. Hef aldrei heyrt þetta kallað annað en rauðrunnate. Nema þetta eigi við um eitthvað annað en rooie-bos-te auðvitað.

 2. 2 hildigunnur 6 Jan, 2010 kl. 9:10 e.h.

  já ég ætlaði að nefna rauðrunnateið – er þetta sama? Og játs! það er hollt að vera glaður og kátur!

 3. 3 hildigunnur 6 Jan, 2010 kl. 9:11 e.h.

  heyrðu já og til hamingju með einkunnirnar, glæsilegt 🙂

 4. 4 GlG 6 Jan, 2010 kl. 9:16 e.h.

  Við námið virtist oss Daman dóla
  en drýgri við bloggupárið
  en sautján fékk ekki´í Svartaskóla
  Sæmundur hér um árið

 5. 5 Frú Sigurbjörg 6 Jan, 2010 kl. 9:23 e.h.

  Til hamingju með frábærann árangur í skólanum!
  Rússarautt hljómar vel, hlýtur að verða gaman hjá ykkur í kvöld.

 6. 6 ella 6 Jan, 2010 kl. 9:23 e.h.

  Fiskúrgangur er fínasti áburður, hefur örugglega verið sett fullt af roði umhverfis rauðrunnana.

 7. 7 Harpa J 7 Jan, 2010 kl. 10:07 f.h.

  Til hamingju með einkunnirnar – ég sagði að þú myndir massa þetta og ég hef alltaf rétt fyrir mér í svona málum 😉

 8. 8 parisardaman 8 Jan, 2010 kl. 7:01 f.h.

  Þetta er skýring þess sem segir roðrunnate: „rauðrunnate er algengara, en mér finnst raddglufan óþarflega sperrt þar, þetta er te sem krefst opnari sérhljóða“.
  Harpa, já, ég þarf að læra að hlusta á þig:) Og það var sko gaman í fyrrakvöld, ójá.

 9. 9 baun 9 Jan, 2010 kl. 12:06 e.h.

  Þetta kvót er óborganlegt, mig langar að vita hver sagði þetta..

 10. 10 Kristín í París 9 Jan, 2010 kl. 6:40 e.h.

  Þetta er hann Hallgrímur vinur okkar, thotustrik.

 11. 11 SVanfríður 18 Jan, 2010 kl. 2:12 e.h.

  Ég skrifaði athugasemd en hún er ekki hér…ég skrifa þá bara aðra og segi góðan daginn:)


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: