hugs og blaðr

Þegar móðir manns er farin að kalla eftir bloggi, verður að rífa sig upp úr bloggdoðanum. Allt fyrir mömmu. Málið er ekki að ég væri komin með „leið á blogginu“, „leið á internetinu almennt“ eða nokkuð slíkt. Reyndar er ég orðin mjög leið á að sjá svoleiðis frasa. Hvað þá klisjuna um að bloggið sé bara pólitískt bull. Halló! Ég er hérna!

Ég hef bara svo mikið verið að hugsa undanfarið að ég hef ekki getað blaðrað um leið, nema náttúrulega á facebook, en þar þvaðrar maður í einni setningu svo það er ekki að marka. Og hvað hef ég verið að hugsa? Haha, það er eiginlega leyndarmál ennþá en undirritaðri hefur boðist að taka þátt í tilraun sem er mjög spennandi þó hún sé um leið dálítið ógnvekjandi. Nei, ég á ekki að taka inn töflur sem eingöngu hafa verið prófaðar á rottum eða neitt slíkt. Ég á bara að taka að mér hlutverk sem ég hef alltaf haft hálfillan bifur á og aldrei talið henta mér, sumsé sölumennsku.
Ég hef til dæmis alltaf átt dálítið bágt með þann hluta af Parísardömunni, að tala vel um sjálfa mig og París og hljóma eins og einhver [helv…] almannatengill. Verða fjölmiðlahóra, taka verkefni mér sjálfri til auglýsingar o.s.frv. hefur alltaf verið skuggahliðin á þessu brölti mínu sem ég vil helst líta á sem einhvers konar amatör götu“leikhús“ (úff, hvað maður þarf alltaf að passa sig á að styggja ekki prófessjónal fólkið, ég er ekki leiðsögumaður og ég er ekki leikari, ég bara kona sem gengur um götur og blaðrar).
Málið með þessa sölumennsku sem ég ætla (líklega) að taka að mér, er að það sem ég mun bjóða er alvörustöff sem ég hef sjálf reynslu af og sem ég trúi að eigi erindi á markað hér.

Annars er maður bara að hamast við að vera til og halda jákvæðninni þrátt fyrir hörmungarnar á Haítí og óendanlegan pirring yfir að sumir nái að sjá í þeim hörmungum einhvers konar almannatengslatækifæri fyrir Íslendinga. Sveiattan.

Femíniska greinin sem ég var að þýða fyrr í vetur er nú allt í einu að verða til í alvörunni á íslensku. Og svo var ég að gera samning upp á 25 evru laun í dag. Það gerir meira en evru á dag fyrir það sem liðið er af janúar. Þýðingin verður unnin um leið og ég stekk 44 froskastökk með armbeygjum og hala. Vá hvað lífið brosir nú við manni, þrátt fyrir allt og allt.

Lifið í friði.

8 Responses to “hugs og blaðr”


 1. 1 ella 15 Jan, 2010 kl. 12:32 e.h.

  Með öll þessi ritlaun skil ég nú ekki að þú þurfir fleiri vinnur. 🙂
  Er stöffið íslenskt?
  Skilaðu þakklætiskveðju til mömmu þinnar, þetta var að verða ekki nógu gott.

 2. 2 parisardaman 15 Jan, 2010 kl. 1:28 e.h.

  Já já íslenskt stöff. Þáttur í prógramminu mínu: EVRURNAR HEIM!

 3. 3 Eyja 15 Jan, 2010 kl. 1:29 e.h.

  Það á alltaf að hlusta á mömmu sína.

  Mikið finn ég til með þér vegna sölumennskunnar. Sjálf er ég versti sölumaður sem sögur fara af.

 4. 4 parisardaman 15 Jan, 2010 kl. 1:32 e.h.

  Ég held að ég sé ekki góð heldur. En fólk virðist þó hafa óbilandi trú á mér. Úff.

 5. 5 Frú Sigurbjörg 15 Jan, 2010 kl. 6:24 e.h.

  Efast ekki í hálfa sek. að ef þú á annað borð ákveður að „selja stöff“ (hvað svo sem það er), þá muntu gera það með glæsibrag!
  Svo verð ég að taka undir með þér að ég er líka þreytt á þessari pólitísku-blogg klisju, maður les og enda bara það sem maður vill.

 6. 6 Árný 16 Jan, 2010 kl. 10:40 f.h.

  Mikið er ég fegin að þú gegnir mömmu þinni, ég var að verða úrkula vonar að heyra frá þér 🙂 Gangi þér vel í sölumennskunni, ég hef trú á að þér takist allt sem þú tekur þér fyrir hendur.

 7. 7 Svanfríður 16 Jan, 2010 kl. 1:57 e.h.

  Ég er glöð að sjá orð hér inni og þau sviku ekki frekar heldur en fyrri daginn. Ég var heillengi að lesa rétta meiningu út úr fyrirsögn síðasta pistils en ég las alltaf -roð runn te- og skildi bara ekki meir. Roðrunnate meikar sens;)
  Gangi þér vel í stökkvunum og sölumennskunni..

 8. 8 hildigunnur 16 Jan, 2010 kl. 11:22 e.h.

  ég er arfavondur sölumaður líka – sama með manninn og dæturnar, sonurinn hringir hins vegar glaðhlakkalegur í ömmur og afa og vini og kunningja og segist vera að selja kerti og kaffi…

  Gott að sjá færslu, við gamla góða bloggliðið megum ekki gefast upp fyrir tuðinu!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: