glit(t)

Það glittir í vorið, hér rétt handan við hornið. Ég er búin að ákveða að það snarhlýni áður en fjölskyldan mín kemur í heimsókn frá Íslandi, í byrjun febrúar (reyndar inni í miðju verkfalli flugstjóra, en ég forðast að hugsa um það). Mjög vorlegt að horfa út um gluggann en ískalt þegar ég opna hann.

Það glittir hins vegar ekki í skilning á efninu sem ég er að lesa. Þannig er mál með vexti lömbin mín að ég lenti í smá tölvusamskiptum við ítölsku beljuna sem kenndi mér merkingarfræði og á einhvern undraverðan hátt tókst henni að sannfæra mig um að reyna við ritgerðina núna í vikunni. Svo ég sit sveitt við að endurlesa ritgerðir fræðimannanna, allar útstrikaðar með grænum áherslupenna, en það dugar skammt til að lýsa upp í skilningshorni heilans.

Svo ég haldi áfram með svona framhaldssögufréttir þá glittir stundum í nágrannakonuna sem veiktist svona hastarlega í sumar eins og ég sagði ykkur frá. Hún komst heim til sín í desember, eftir rúmlega fjögurra mánaða sjúkrahúslegu. Hún er mjög undarlega afskræmd í framan eftir mikla steralyfjatöku, en ótrúlega sterk og ákveðin. Fer út í göngutúr á hverjum degi, hvernig sem viðrar. Læknarnir segja að hún sé einmitt kraftaverk og hafi eingöngu lifað þetta af út af þessum undarlega viljastyrk sínum. Það var átakanlegt að heyra sögur af því þegar hún sá eldri strákinn sinn í fyrsta skiptið aftur, eftir mánaðardá. Hún hafði verið góð daginn áður og átt orðaskipti við manninn sinn svo ákveðið var að láta strákinn koma samkvæmt læknisráði, sem töldu það geta hjálpað henni áfram. En þann dag var hún alveg lömuð. Þegar hann kom gangandi að rúminu og sá mömmu sína brosti hann þó hún væri með túpu tengda við hálsinn og snúrur og tæki allt í kringum sig. Hún opnaði þá augun og hann uppástendur að hún hafi blikkað hann. Enginn annar sá það, en henni tókst það víst.
Hún lýsir því líka að henni þótti ekkert spennandi tilhugsun að sjá yngri drenginn, þannig lagað séð. Bar engar tilfinningar til hans. En þær kviknuðu um leið og hún fékk hann í fangið, henni leið eins og hún hefði verið að fæða hann þá, ég held að hann hafi verið um tveggja mánaða. Hún er hugrökk, jákvæð og ákveðin í að ná sér að fullu. Ég vona innilega að það takist, það er erfitt að horfa framan í hana því hún lítur svo illa út, en þegar maður einbeitir sér að augunum batnar það strax. Sagan hennar er bara enn ein sagan af hvunndagshetjum sem sigrast á hinu ómögulega. Mér finnst það magnað, þetta fólk.

Lifið í friði.

10 Responses to “glit(t)”


 1. 1 baun 25 Jan, 2010 kl. 4:45 e.h.

  Gaman að fjölskyldan skuli vera væntanleg, samgleðst:)

  Við skulum vona að verkfallið setji ekki ferðalag fjölskyldunnar í uppnám. Aldeilis munur að vera í stétt þar sem verkfall getur raskað plönum óviðkomandi fólks í þúsundatali, ekki tilheyri ég þvílíkri valdaklíku.

 2. 2 parisardaman 25 Jan, 2010 kl. 6:33 e.h.

  Já, meira að segja nýja litla nafna mín kemur:) Þau skulu komast!

 3. 3 SVanfríður 25 Jan, 2010 kl. 9:44 e.h.

  Ég krossa fingur og vona einnig að fólkið þitt komist.

  Mögnuð saga af konunni….varð hún svona veik þá eftir að hún fæddi yngra barnið?

 4. 4 parisardaman 25 Jan, 2010 kl. 10:22 e.h.

  Já, hún fékk svínaflensuna. Skrifaði um þetta í fyrsta póstinum hér á Eyjunni, minnir mig. Hef svo alltaf gleymt að öppdeita, fannst það eiginlega skylda…

 5. 5 ella 25 Jan, 2010 kl. 10:30 e.h.

  Hér er vor í da(l)g, 16 stiga hiti í Vopnafirði!

 6. 6 parisardaman 26 Jan, 2010 kl. 8:19 f.h.

  Ég þarf að fá þessar 16 gráður fyrir 5. febrúar, takk:)

 7. 7 Eyja 26 Jan, 2010 kl. 11:24 f.h.

  Af hverju skiptu börn konunnar um kyn?

 8. 8 Kristín í París 26 Jan, 2010 kl. 1:58 e.h.

  Vá, það er furðulegt! Nú sit ég hér á bókasafninu og er alveg hlessa. Þetta eru strákar, ég veit ekki af hverju ég skrifaði um stelpur í ágúst, kannski bara short circuit af stressi yfir fyrstu færslunni á Eyjunni?

 9. 9 Árný 27 Jan, 2010 kl. 7:53 f.h.

  Gott að konan sé að jafna sig – fólk er ótrúlega þrautseigt!

  Ég á líka von á fjölskyldu í miðju verkfalli – veit ekki hvernig ég útskýri það fyrir þriggja ára ef þau komast ekki! ARGH! En þetta verður auðvitað allt í lagi og ég vil fá vor þá, nú er 11 stiga frost!

 10. 10 Kristín í París 27 Jan, 2010 kl. 9:13 f.h.

  Voru þeir með útsölu á miðum, vitandi að þá yrði verkfall?


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: