Þjónn, það er putti í súpunni minni!

Ég var að breyta fyrstu færslunni minni hérna á Eyjunni. Ég hafði víst talað um stúlkur en ekki drengi í máli nágrannakonu minnar. Engin skýring á þessu, veit bara ekki hvað kom yfir mig.

Annars er ég á fullu að rembast við að skrifa ritgerðina. Reyndar ennþá bara að lesa heimildirnar og krota niður hugmyndir. Ég er komin með einn kafla í hausinn, en annað er enn mjög óljóst, svo ekki sé meira sagt. Og nú velkist ég í vafa með að segja henni að ég sé aftur hætt við. Hversu hallærislegt er það samt? Æh. Bleh. Ég reyni að klambra einhverju saman og skila.

Svo er ég að reyna að setja saman dagskrá næstu annar:
Ég er búin að taka því að verða sölumaður fyrir íslenskar náttúruvörur í París og vinn við þýðingar og yfirlestur á bæklingum og fleiru í kringum það.
Ég er að lesa um Íslendingasögurnar á frönsku, með áherslu á Hallgerði Langbrók, en ég ætla að skrifa ritgerð um hana fyrir rauðklædda femínistann sem er með málstofu um konur á miðöldum.
Ég er að reyna að komast í samband við mann sem er að leita að túlkum á vetrarólympíuleikunum í gegnum síma, tímamismunur hefur valdið því að við höfum farið á mis undanfarið.
Ég er að leita að hóteli með aðgengi fyrir hjólastóla, á von á skólahóp í mars og tveimur gönguferðum í apríl.
Mamma og pabbi koma í heimsókn í byrjun febrúar ásamt systur minni og dætrum hennar tveimur (þær eru stelpur, stelpur, ég sver það), sú yngri einmitt glæný og nafna mín að auki. Og gamlir lesendur vita að þegar mamma er að koma þarf Kristín að gera alls konar hluti heima hjá sér til að vera ekki skömmuð. Undarlegar hrúgur í hornum þurfa að hverfa, ryk ofan á skápum, gluggar þurfa að glansa og barnaherbergið þarf að líta út eins og úr Ikeabæklingi.
Svo er kvennakvöld í París á laugardaginn, ég hef staðið í undirbúningi, en ekkert ógurlega flóknum. Þetta virðist allt ætla að smella saman, með aðstoð góðra kvenna.

En það er nóg að gera. Feikinóg. Þess vegna var líklega alger óþarfi að búa til nýja uppskrift að kjötsúpu og vera nú illt í puttanum. Baugfingri vinstri handar, nánar tiltekið.

Lifið í friði.

5 Responses to “Þjónn, það er putti í súpunni minni!”


 1. 1 ella 27 Jan, 2010 kl. 10:45 f.h.

  Dætrum hennar vænti ég? 🙂
  Notalegt fyrir þig að sjá svona fram á rólega daga.
  Annars í fúlustu alvöru finnst mér allt í lagi að íslenskar vörur seldar á Íslandi séu með upplýsingum á íslensku. Þú ættir kannski að bjóðast til að snara efninu á íslensku í leiðinni. Ég er sem sé að fara eftir ábendingunni þinni, veit ekkert hvort hún ber árangur vegna skorts á samanburðarhóp, ég er allavega ekki verri.

 2. 2 parisardaman 27 Jan, 2010 kl. 11:03 f.h.

  Já, laga það! Er pensímið núna bara á ensku? sammála þér, á auðvitað að vera á íslensku. Hvernig er lýsið? En Purity Herbs (sem ég man ekki hvað hétu á íslensku)?

 3. 3 ella 27 Jan, 2010 kl. 11:50 f.h.

  Ef þú ert að meina tungumálið þá eru upplýsingarnar utan á einu Purity Herbs vörunni minni á íslensku að framan en innihaldslýsing aftan á flöskunni er á ensku og latínu. Þessi flaska er frá fyrstu árum fyrirtækisins þegar við vorum einu sinni hlið við hlið á sýningu. Veit ekki hvernig merkingar eru hjá þeim núna. Lýsið er allt á íslensku og það nota ég alla daga.

 4. 4 baun 27 Jan, 2010 kl. 12:56 e.h.

  Mundu eftir skápunum;)

 5. 5 parisardaman 27 Jan, 2010 kl. 3:47 e.h.

  Ella: já, reyndar er purity herbs ekki mjög íslenskt, en ég fyrirgef það samt. Innihaldslýsingar eiga vitanlega að vera á íslensku, eða mér finnst það. Það er hreinlega bara mun smartara og gæti jafnvel hvatt túrista til að kaupa, mér finnst alla vega alltaf stórmerkilegt að lesa á pakkningar á framandi tungu í framandi löndum.
  Já, Baun, ég held ég ætti bara að taka nokkra skápa og gleyma öllu hinu:)


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: