villibráð í Copavogure

Á þriðjudag kom ég heim og gekk inn í eldhúsið. Þar lá fiðraður fugl dauður á eldhúsborðinu. Hjartað missti úr slag, fyrst hélt ég að þetta væri kannski E.T. kominn í heimsókn. (Það er ekki enn komið loftljós í eldhúsið, það var mjög dimmt, ég var edrú).
Í ljós kom að tengdafaðir minn hafði komið með fyglið í vinnuna til mannsins míns, en honum hafði borist það frá fyrrverandi einkabílstjóranum, sem fylgdi stöðu hans í frönsku góðæri á 8. eða 9. áratugnum.
Ég tilkynnti manninum mínum að ég myndi ekki sjá um að reita hann eða matbúa og eftir vangaveltur var ákveðið að sjá hvort slátrarinn væri ekki til í að hjálpa okkur gegn gjaldi. Slátrarinn gerði að fuglinum ókeypis, gegn því að selja okkur fyllingu í hann.
Í fyrrakvöld var maðurinn minn svo í eldhúsinu til ellefu, ilmurinn lofaði góðu. Í gærkvöld var hann borinn á borð og jú, þetta er ljúffengt fuglakjöt, þó ekki eins bragðsterkt og ég bjóst við miðað við lyktina.
Á frönsku er til kvenkyns mynd af orðinu fasani, fyrir kvenfuglinn. Un faisan, une faisanne. Hvernig yrði það á íslensku? Fasana/fasína/fasinna?

Í kvöld er hið árlega kvennakvöld okkar íslensku kvennanna í Frakklandi og þó víðar væri leitað. Að þessu sinni eru fáar utan af landi, eða frá nágrannalöndum, því miður, en við erum 44 skráðar til leiks. Mér segir svo hugur um að íbúarnir í Gleðigötu eigi eftir að finna eitthvað fyrir okkur í kvöld. Hvort það verður sæt hefnd eftir rústun ákveðins landsliðs í ákveðinni hundleiðinlegri boltaíþrótt eður ei, er ekki vitað þegar þetta er ritað.

Lifið í friði.

9 Responses to “villibráð í Copavogure”


 1. 1 Qwerty 30 Jan, 2010 kl. 9:20 f.h.

  Það er ekkert mikið mál að birkja svona fogla. Þarf bara rétt handtök til. Þú ættir að læra þau því maður er gríðarmikil hetja og fær í flest eftir að hafa umbreytt fiðruðum loftfara í föngulegt lík til steikingar. Já, sveimér manni líður frumlega.

  Handbolti er leiðinlegur.

 2. 2 baun 30 Jan, 2010 kl. 10:02 f.h.

  Ég sá nú partnerinn minn gera þetta nýlega, á nótæm, þ.e. taka önd (sem hann hafði skotið) og breyta henni í girnilegan mat. Hviss bæng! Ég var afar impóneruð.

  Engar skipulagðar íþróttir heilla mig, en ég gleðst yfir því að Íslandi gangi vel, þeir hafa unnið fyrir velgengninni þessir handboltamenn. Ólíkt sumum öðrum „sonum Íslands“ sem fóru út og…

 3. 3 Færakall. 30 Jan, 2010 kl. 5:58 e.h.

  Gott dæmi um hin dæmalausu menningu kvenna!!!
  (auðvitað er menningin afar góð fyrir þær í kokkabækur)

  En þegar ÍSLENSK KONA GEWTUR E K K I REITT FUGL ER ILLA KOMIÐ FYRIR HENNI OG þjóðinni.

  Sá ekki fyrir löngu matreislu mestara hér í sjóv. ísl..
  sem í raun gat varla flakað ýsu eða laxinn.
  Í sívxandi mæli á ALLT AÐ KOMA ÚR KJÖRBÚÐ MEÐ S T Y L E . SVO VILJA ÞESSAR KONUR SEGJA OKKUR FYRIR VERKUM SEM FRAMLEIÐUM EÐA VEIÐUM FENGINN- ???????? HHHHHAAAAAA. Svona er nú komið fyrir okkur!

 4. 4 Vala G 30 Jan, 2010 kl. 6:09 e.h.

  Fasanar skiptast auðvitað í fashana og fashænur 🙂

 5. 5 ella 31 Jan, 2010 kl. 10:56 f.h.

  Þarf að reyta og svíða eða er nóg að hamfletta?

 6. 6 Harpa J 31 Jan, 2010 kl. 11:16 f.h.

  Ég hef aldrei plokkað bíbí, en mér finnst alger snilld að fá slátrarann til að gera það fyrst hann er á annað borð til staðar. En alveg væri ég til í að smakka svona góðgæti, ég hef séð fasana á fæti, en það er ekki alveg það sama…

 7. 7 Kristín í París 31 Jan, 2010 kl. 11:29 f.h.

  Ja, þú segir nokkuð, Ella, kannski var hann hreinlega hamflettur. Ég játa mig gersamlega sigraða í þessu máli og tek ekki inn á mig ásakanir Færakalls um menningarsneyð… Harpa, þetta er mjög gott kjöt og ég reyni að hugsa sem minnst um hvað fasanar (eða fashanar?) eru fallegir á flugi, ég er svoddan hræsnari.

 8. 8 SVanfríður 1 Feb, 2010 kl. 4:58 e.h.

  Ég hef reytt hænu og leið frekar illa á meðan. Fannst eitthvað óhuggulegt við að vera reyta fiðurinn af…fannst frekar ég vera hárreyta manneskju og fékk svipaða tilfinningu og þegar ég heyri einhvern snýta sér-langaði pínu að gubba.

 9. 9 Sigurbjörn 2 Feb, 2010 kl. 1:04 e.h.

  Ég hefði haldið að væri ekki mykið mál að hamfletta fasana eins og rjúpu. Það tekur eina mínútu ef maður sé vanur.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: