tepoki úr morgunþoku sunnudags

Í gær var kaffiboð til heiðurs Sólrúnu og átta ára afmæli hennar 3. feb. Þegar ég spái í að það er jafnlangt í að við höldum upp á 16 árin og síðan hún fæddist, hríslast um mig einhvers konar hrollur. Um leið og það er fín tilfinning að finna börnin stækka og verða sjálfstæðari, fylgir því einhver undarlegur hnútur, ógnvekjandi tilfinning. Eru foreldrar of uppteknir af börnum sínum? Er ég það? Já, það er líklega eitthvað til í því. Hvar sá ég þetta skrifað um daginn, með að líf foreldra snerist æ meira um börnin? Líklega á feisbúkk, en ég er samt ekki viss.
Ég bakaði þessa köku hérna fyrir fullorðna fólkið í afmælinu. Þar sem tímasetningu á bökunarlengd er ábótavant, stóð ég töluvert yfir ofninum, eftir tuttugu mínútur. Ég held að botnarnir hafi verið í um 25 mínútur í ofninum. Þessi kaka er syndsamlega góð.

Það hefur hlýnað aðeins hérna, en í morgunsárið er þokuslæðingur yfir Copavogure. Upp úr ellefu koma vinir okkar og nágrannar til baka, en þau fluttu suður í lítinn fjallabæ nú um jólin. Við verðum vitanlega með brunch til reiðu fyrir þau. Svo stökkvum við í fjölskylduboð og ætlunin er að rjúka úr því og beint upp í sveit með foreldrana og frænkurnar. Kannski förum við þó ekki fyrr en á morgun, það verður ákveðið yfir rjúkandi kaffibolla og hafragraut á eftir. í raun ættu að vera croissantar og súkkulaðibrauð á sunnudagsmorgni, en þar sem þetta er raðboðadagur er grauturinn lógískari lausn.

Í sveitinni er ekki nettenging svo bloggvirkni mín mun ekki lifna við á næstu viku. Ég skrifaði níu færslur í janúar. Það finnst mér ekki mikið. En kannski er það bara alveg feikinóg.

Lifið í friði.

8 Responses to “tepoki úr morgunþoku sunnudags”


 1. 1 Nesa 7 Feb, 2010 kl. 9:04 f.h.

  kanntu ekki að reikna???? Hún GETUR ekki verið 8 ára barnið, það eru í mesta lagi 5-6 ár síðan hún fæddist. Gerðu það segðu mér að þú hafir misskilið fæðingardaginn.

 2. 2 parisardaman 7 Feb, 2010 kl. 12:57 e.h.

  Ég held að dóttir mín afsanni stærðfræðina, eins og hún leggur sig.

 3. 3 ella 7 Feb, 2010 kl. 2:21 e.h.

  Nú til dags eru börnin ekki fullorðin fyrr en 18 ára svo að þar græðir þú tvö ár.
  NEI það er ekkert nóg :(.

 4. 4 Harpa J 7 Feb, 2010 kl. 2:33 e.h.

  Til hamingju aftur! Það er aldrei nógsamlega óskað til hamingju með svona merkilega áfanga í lífinu,

 5. 5 baun 8 Feb, 2010 kl. 1:53 e.h.

  Til hamingju með litlu stóru stelpuna!

 6. 6 ella 12 Feb, 2010 kl. 1:52 e.h.

  Mér finnst þetta löng vika.

 7. 7 Smári Rafn Teitsson 15 Feb, 2010 kl. 10:17 e.h.

  Halló Kristín. Ekki veit ég hvort þú manst eftir mér, en við vorum skólafélagar í HÍ-frönsku undir lok síðasta árþúsunds! Skemmtilegt blogg, og greinilegt að þér gengur vel í Frakklandi. Ég er með nokkrar spurningar varðandi París, ertu með netfang sem ég get sent á? Kær kveðja, Smári.

 8. 8 Parísardaman 16 Feb, 2010 kl. 9:28 f.h.

  Ég hlýt að muna eftir þér, en ég á mjög erfitt með að muna nöfn, eiginlega örorka hjá mér. Ég er með parisardaman hja gmail.com, sendu mér línu!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: