tími og orka I (byrjun á engu)

Ein af lífsreglunum mínum er að það borgar sig ekki að eyða of miklum krafti í óþarfa hluti. Ég skil t.d. ekki fólk sem nennir að vera reitt og fúlt og enn síður skil ég fólk sem heldur að það sé einhver ein heilög og sérstök aðferð við að hengja upp þvott. Þvott þarf að hengja þannig upp að hann þorni, en það er auðvelt, hann gerir það alltaf á endanum, jafnvel þó að hann gleymist í kuðli inni í vélinni, ég þekki það af reynslu (og er ekki stolt af því). En líka er gott að ekki sé nauðsynlegt að strauja hann, þetta felur þó ekki í sér að hann þurfi að líta út fyrir að vera stífpressaður, hver vill líka vera stífpressaður? Ekki ég.

Það getur orðið dálítið flókið stundum að finna út hvenær maður er kominn út í óþarflega mikla orkunotkun í verkefni. Ég þarf áreiðanlega að skrifa meira um þetta, til að finna nákvæmlega hvað það er sem veldur þessum þunga hnút í maganum á mér núna. En ég hef ekki tíma, hvernig er það, hefur þessi tími ekkert annað að gera en að líða?

Lifið í friði.

5 Responses to “tími og orka I (byrjun á engu)”


 1. 1 ella 22 Feb, 2010 kl. 10:23 f.h.

  Þungir magahnútar eru ekki gott mál. Skána sennilega ekki einu sinni við að hengja og strauja þá.

 2. 2 Lissy 22 Feb, 2010 kl. 10:24 f.h.

  I completely agree. Worrying about whether or not you are hanging the wash up takes all the joy out of just smelling the wash and feeling the breeze. It is only a waste of time if you are not enjoying it.

 3. 3 hildigunnur 22 Feb, 2010 kl. 12:21 e.h.

  jáen, jáen það Á AÐ HENGJA…

  neiannars. En það er gott að geta hengt upp þvottinn sinn úti. Kannski líka magahnútana.

 4. 4 Árný 22 Feb, 2010 kl. 3:27 e.h.

  Það er vont hvað magahnútar eiga það til að stækka þangað til maður fattar hvað veldur. Vonandi raknar þinn upp sem fyrst. 🙂

 5. 5 parisardaman 23 Feb, 2010 kl. 10:08 f.h.

  Það er aðeins að losna um magahnútana, en ekkert að skýrast í kollinum. Úthengdur þvottur er dásemdin ein, og ég læt alls ekki þvottinn þorna í vélinni viljandi:)


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: