fyrirboðar

Í gærkvöldi klæjaði mig svo í 14 ára gamla örið á fætinum að ég klóraði mig til blóðs. Ég var gersamlega viðþolslaus. Í morgun vakna ég með þriðju bóluna sprungna út á hökunni og svo er ég með frunsu.

Ég horfði á Silfur Egils í fyrsta skipti í vetur í heilu lagi í gær (horfi stundum á brot hjá Láru Hönnu).

Samhengi?
Ekki hugmynd. En ég lýsi hér með fullum stuðningi við ríkisstjórn Jóhönnu. Ég er ekki sátt. En það eru engar aðstæður til að vera sáttur. Ég væri hins vegar á barmi örvæntingar ef stjórnarandstæðan [læt þessa innsláttarvillu standa, of góð] væri tekin við stýrinu.

Lifið í friði.

9 Responses to “fyrirboðar”


 1. 1 baun 8 Mar, 2010 kl. 7:44 f.h.

  Ríkisstjórnin vinnur skítadjobb við erfiðar aðstæður, hef trú á að þau séu að gera sitt besta.

 2. 2 parisardaman 8 Mar, 2010 kl. 7:58 f.h.

  Maður neyðist til að trúa því. En ég held samt að því miður séu þau að viðhalda hrúðri á einhverjum graftarkýlum sem þyrfti að hreinsa úr líka. Hef samt alla trú á því að graftarkýlin sem andstæðingarnir á hægri vængnum vilja hlúa að séu enn dýpri…

 3. 3 Eyja 8 Mar, 2010 kl. 8:45 f.h.

  Ég held að þessi greining á málinu sé alveg hárrétt.

 4. 4 Skítlegt eðli 8 Mar, 2010 kl. 9:41 f.h.

  Vanhæfir kjósendur

 5. 5 GlG 8 Mar, 2010 kl. 9:49 f.h.

  Þjóðar er nú fölnað fjör
  farinn þokkinn
  klæjar i 19 ára ör
  eftir FLokkinn

 6. 6 Friðfinnur 8 Mar, 2010 kl. 10:51 f.h.

  Það er rétt, að Sjálfstæði og Framsókn fóru hér með allt til fjandans.
  Samfylking og VG hafa hins vegar ekki skipt um kúrs og hafa auk þess sýnt af sér þvílíkt fádæma kunnáttu- og getuleysi að meira að segja endurbættur Framsóknarflokkur er farinn að verða kostur í stöðunni.

 7. 7 Jón 8 Mar, 2010 kl. 1:08 e.h.

  Þetta þykir mér ofmælt Friðfinnur, lýðskrum formanns Framsóknarflokksins er þvílíkt að hann er enginn kostur.

 8. 8 hildigunnur 8 Mar, 2010 kl. 1:28 e.h.

  Friðfinnur, vona að þú sért að grínast – Framsókn er verri en ever.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: