varúð líkamsræktarfærsla

Í gærkvöldi gerði ég 96 froskastökk með armbeygjum og hala. Mér fannst það varla erfitt, eiginlega bara gaman. Ég er farin að nota tæknina 11 í hvert skipti og mjög misstuttar pásur á milli. Stundum bara rétt svo anda ég djúpt nokkrum sinnum, stundum fer ég alveg upp í mínútu. Á föstudaginn geri ég 100, ég hefði alveg getað gert hundrað í gær, en ég verð að fylgja prógramminu.
Það er svo furðulegt með mig að ég tel mig hafa komist næst því að veslast upp og deyja þegar ég vann í eitt og hálft ár á skrifstofu með stimpilklukku, en á sama tíma á ég mjög gott með að hlýða fyrirmælum og fara eftir áætlun. Þannig til dæmis hef ég náð að krafla mig í gegnum þetta nám með því að gera áætlanir og reyna að standa við þær. Ég á það reyndar enn til að ofætla mér dagsverkið, en það er allt í lagi þegar ég veit að ég er hvort eð er með aukatíma í öllu mínu tímaplani. Ég reikna alltaf með hvíldardögum en vinn oftast á þeim líka.

Mér er ferlega illt í hægri upphandlegg, þetta hefur fylgt stökkunum núna í nokkra daga. Mér er ekki illt meðan ég geri stökkin og ég er ákveðin í að klára þetta. Heh, ég á fjögur skipti eftir. Eftir hálftíma á ég þrjú skipti eftir. Ég neyddist samt til að sleppa enn einum deginum um helgina og fer ekki ofan af því að það á að reikna með einum frídegi í viku. Ég ætla að borga þessa daga sem ég hef sleppt úr með því að gera um 80 stökk á dag alla næstu viku.
Svo er ég byrjuð að huga að framhaldsæfingum, það kemur vitanlega ekki til greina að hætta að hreyfa sig, hreyfing er góð krakkar, vissuð þið það?
Ég ætla að einbeita mér að maganum (kviðvöðvar heitir þetta á fínu máli). Ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að kalla æfinguna sem er þannig að ég leggst á magann (kviðinn), lyfti mér upp á olnbogana og held líkamanum stífum, eingöngu tær og olnbogar og hendur á gólfi. Þetta reynir víst svakalega á magann. Ég get núna 40 sekúndur og stefni á að ná upp í 3 mínútur á 40 dögum. Þetta er það eina sem ég ætla að gera á hverjum degi, ásamt „venjulegum“ magaæfingum (kviðæfingum). Svo ætla ég að halda lærum og upphandleggjum við með fram- og afturstigi og armbeygjum, en stefni líka á að komast bráðum út að hlaupa. Ég meika ekki að hlaupa í þessum kulda, það er ísjökulkalt hérna ennþá. Ég gæti byrjað að væla en ég ætla ekki að gera það, meðan ekki snjóar á okkur. Og það er svo margt svo miklu verra sem hægt er að væla yfir, sérstaklega fyrir okkur sem eigum norsk ullarnærföt og íslenskar lopapeysur, trefla og húfur. En það sem er svo miklu verra er ekki heldur hægt að skrifa í blogg.

Lifið í friði.

16 Responses to “varúð líkamsræktarfærsla”


 1. 1 Gísli Ásgeirsson 9 Mar, 2010 kl. 8:00 f.h.

  Þú ert til fyrirmyndar, Kristín. Tek ofan fyrir þér.

 2. 2 Björn Friðgeir 9 Mar, 2010 kl. 8:06 f.h.

  Æfingin er plankinn.
  Spurning um að taka hliðarplanka líka, hægri og vinstri, svona til að reyna á alla kviðvöðva.

 3. 3 parisardaman 9 Mar, 2010 kl. 8:18 f.h.

  Takk, Gísli, þú ert mér fyrirmynd. Og takk fyrir nafnið BjFr, ég gleymdi einmitt að minnast á hliðardæmið, þar get ég sirka tvær sekúndur. Sem þýðir að ég get stefnt á kannski átta (eða átján?) á fjörtíu dögum?

 4. 4 Páll Ásgeir 9 Mar, 2010 kl. 8:25 f.h.

  Ég tek ofan mína lopahúfu fyrir þér

 5. 6 Harpa J 9 Mar, 2010 kl. 10:43 f.h.

  Plankinn já! Ég þarf endilega að læra hann og kenna klappstýrunum mínum! (Þá geri ég hann nefnilega með þeim- gott trikk, ekki satt?)

 6. 7 Árný 9 Mar, 2010 kl. 12:02 e.h.

  Hetja! Tek þig kannski mér til fyrirmyndar – ef ég nenni, en ég er einmitt að drepast úr leti þessa dagana 🙂

 7. 8 Linda Björk Jóhannsdóttir 9 Mar, 2010 kl. 12:04 e.h.

  Dugnaðarforkur 🙂 Hvað ertu búin að gera þetta lengi eða öllu heldur hver var áskorunin?

 8. 9 Eva 9 Mar, 2010 kl. 12:29 e.h.

  Já þú ert hetja, ég fæ gæsahúð á bakið við tilhugsunina um 96 froskastökk.

 9. 10 parisardaman 9 Mar, 2010 kl. 12:41 e.h.

  Linda: 100 á 100 dögum. Byrjaði einhvern tímann um mánaðarmótin nóv/des. Harpa: góð! Þið hinar, nei, ég er ekki hetja, bara þrjóskuhundur. Mest langaði mig til að grennast voða mikið, en það gerðist ekki.

 10. 11 Svanfríður 9 Mar, 2010 kl. 6:16 e.h.

  Mér þykir það góður eiginleiki að vera þrjóskuhundur.

 11. 12 einar jónsson 9 Mar, 2010 kl. 7:32 e.h.

  Eru þetta sams konar froskastökk og maður gerði í leikfimi í gamla daga?

 12. 14 Skítlegt eðli 9 Mar, 2010 kl. 10:39 e.h.

  „Ég meika ekki …“???

 13. 15 ella 9 Mar, 2010 kl. 10:59 e.h.

  Ég hef hugsað um froskastökk og þar við situr. Ennþá. Finn ekki að ég hafi neitt styrkst við þankana. Skrýtið.

 14. 16 parisardaman 9 Mar, 2010 kl. 11:46 e.h.

  Hér má sletta. Annars keypti ég mér meik í dag, kannski var þetta fyrirboði að ég skyldi sletta þessu í morgun? Ella, ótrúlegt hvað það virkar lítið að hugsa spikið af sér, hef líka prófað…


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: