dráttarvextir

Konan sem ég talaði við í morgun var ofurkurteis og ég var það líka. Enda svo sem engin ástæða til annars. En þegar hún sagði voða kæruleysislega að „þá rúllar þetta bara á dráttarvöxtum“ fraus blóðið í æðum mér í örskamma stund. Ég sagði ekkert við hana. Bara takk og bless en þessar spurningar brenna nú á mér: Er það þá bara ekkert mál? Og fæ ég dráttarvextina niðurfellda ef ég fæ endurgreiðsluna niðurfellda? En ef ég fæ endurgreiðsluna EKKI niðurfellda, en svarið berst ekki fyrr en eftir að þetta er búið að „rúlla á dráttarvöxtum“ í einhvern tíma? Borga þau það þá? Það er nefnilega ekkert sjálfgefið að ég fái niðurfellingu þó ég sé í fullu námi og hafi unnið mér inn rétt um milljón á síðasta ári. Ég gæti t.d. fengið neitun út frá því að ég get ekki skilað inn fullgildum pappírum fyrr en í ágúst, kerfið er þannig hér í Frakklandi. Á hverju einasta ári fær pabbi minn alla vega rukkun upp á risasummu „í vanskilum“ því ég næ aldrei að senda staðfesta skattskýrsluna fyrr en „of seint“.
Ég HATA dráttarvexti og reyni alltaf að forðast að borga svoleiðis. Reyndar hef ég ekki græna glóru hvernig ég ætti að borga þessa blessuðu námslánaskuld akkúrat núna, valið stendur líklega milli dráttarvaxta eða yfirdráttarvaxta og ekki býst ég við að stórmunur sé þar á. En vá hvað það fer í taugarnar á mér þegar fólk talar um dráttarvexti eins og einhvern sjálfsagðan hlut. Sérstaklega þegar það er fólkið í sjálfri innheimtunni. HFF.

Lifið í friði.

3 Responses to “dráttarvextir”


  1. 2 baun 29 Mar, 2010 kl. 4:35 e.h.

    Fuss! Handónýtt að eiga ekki pening, eða eins og HKL orðaði það (allra manna best): Það er dýrt að vera fátækur.

  2. 3 HarpaJ 30 Mar, 2010 kl. 10:41 f.h.

    Þú getur sem sagt valið á milli pestar og kóleru. Peningamálin eru alltaf jafn dásamleg, ekki satt?


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: