bojkott og gísling

Ég hef lengi argast út í það að á hverjum degi neyðist ég til að eiga viðskipti við fyrirtæki sem ég fyrirlít. Það er einfaldlega langoftast bara hreint ekkert val. Nú er ég alveg steinhissa á því að hafa ekki séð neina almennilega úttekt á eignum og lífsstíl Vilhjálms Bjarnasonar eftir að hafa afþakkað gjafabréf á föstudagskvöld. Hvernig bíl á hann? Hvað heita skórnir hans? Hvaða kaffi drekkur hann? Hvaðan kemur bláa skyrtan?

Veit einhver um einhvern sem getur bojkottað alla ljótu kallana? Sjálf er ég með reikning í Landsbankanum og annan í BNP. Ég kaupi oft jógúrt frá Danone, súkkulaði frá Nestlé, ég gekk í ísraelskum sandölum árum saman, ég er áskrifandi að Canal +, ég á kolefnisspúandi bíl, ég kaupi föt í HogM og bókahillur í Ikea. Ég er viss um að þetta eru allt ljótukallafyrirtæki þó sumum þeirra hafi tekist að leyna því mjög glæsilega (hvernig fara Svíarnir að þessu?).

Ég veit ekki um neinn sem getur lifað fullkomlega eftir prinsippunum sínum. Og mig vantar pening til að geta keypt miða til Íslands í sumar fyrir mig og börnin, áður en helvítis sætin seljast upp. Því mig langar að eyða sumrinu á Íslandi, aðallega vegna barnanna, bæði minna og systur minnar og allra hinna.
Þegar ég verð búin að skrapa saman fyrir þessum miðum, mun ég smella á kaupa-hnappinn hjá þeim seljanda sem þann daginn býður mér lægstu verðin. Í mínum huga eru þetta þrjú skítafyrirtæki.
Ég hefði sennilega ekki talið mig hafa efni á því að afþakka gjafabréf upp á fimmtíuþúsundkall.

En þetta var samt flott stönt hjá Vilhjálmi og ágætt að vekja fólk til umhugsunar að stundum er hægt að bojkotta og að bojkott er góð leið neytandans til að koma málstað sínum á framfæri.
Bojóboj, hvað svipurinn á Þóru er líka óborganlegur. Sem og lokasetningin: Sjáumst kannski næsta vetur. Skyldi það velta á stuðningi Iceland Express?

Lifið í friði.

9 Responses to “bojkott og gísling”


 1. 1 einar jónsson 11 Apr, 2010 kl. 3:21 e.h.

  Það krefst heilmikillar rannsóknarvinnu að bojkotta alla vondu karlana. Vonandi tekst þér að komast yfir hafið í sumar.

 2. 2 Grefill 11 Apr, 2010 kl. 3:45 e.h.

  Mæli með að þú fáir þér Peningaprentara!

 3. 3 MargrétJ 11 Apr, 2010 kl. 3:51 e.h.

  HA HA HA – góð!!!!

 4. 4 beggi dot com 11 Apr, 2010 kl. 4:32 e.h.

  Mér hefur nú sýnst undanfarin ár að Vilhjálmur Bjarnason sé sjálfum sér samkvæmur í mótmælum sínum gegn því sem fram hefur farið í viðakiptalífinu á Íslandi.

  Hins vegar er erfitt stundum að velja hvert maður á að beina viðskiptum sínum, hann hefur t.d. sjálfur bent á að það sé ekki auðvelt að skipta um símafyrirtæki þar sem þau séu öll eyrnamerkt útrásarvíkingum.

 5. 5 parisardaman 11 Apr, 2010 kl. 4:40 e.h.

  Ég var alls ekki að skjóta neitt á Vilhjálm, mér finnst hann ansi flottur. Efast samt um að hann nái að sniðganga alla vondu kallana, því, eins og Einar bendir á, er það ekki alltaf mjög ljóst hvaðan hluturinn sem þú neytir kemur.

 6. 6 baun 11 Apr, 2010 kl. 5:08 e.h.

  Býst ekki við að Vilhjálmur hafi verið að reyna að sniðganga „alla“ sem mögulega stunda vafasöm viðskipti, heldur þennan eina sem hann taldi sig hafa vissu fyrir að gerði það. Þetta var hans lóð á vogarskálina (og ekki það fyrsta eins og Beggi bendir á) og það þarf kjark til að standa svona á sínu.

 7. 7 parisardaman 11 Apr, 2010 kl. 5:24 e.h.

  Já, þetta var mjög flott hjá honum.

 8. 8 Harpa J 12 Apr, 2010 kl. 10:12 f.h.

  Mér fannst þetta flott hjá honum, en mikið er ég sammála þér varðandi ljótukallana.

  Ég hugsa töluvert um þetta og alls ekki sérstaklega í sambandi við hrunið. Mér er til dæmis sérstaklega illa við að kaupa barnaföt sem ég veit ekki hvaðan koma, það er eitthvað sérlega ógeðfellt við að klæða börnin mín í föt sem eru saumuð af öðrum börnum við hræðilegar aðstæður. EN það er virkilega erfitt að forðast þetta, upplýsingar liggja ekki á lausu og framleiðendur segja ekki heldur alltaf satt. Og ekki liggja peningarnir á lausu hjá mér frekar en öðrum.

 9. 9 Parísardaman 13 Apr, 2010 kl. 8:01 f.h.

  Já, Harpa. Ég kaupi svo sjaldan föt á börnin mín að ég þarf lítið að spá í þetta. Ennþá. Geri mér fulla grein fyrir því að það á eftir að breytast þegar þau fara að þurfa það „nýjasta nýja“ og geta ekki gengið í fínu notuðu fötunum frá vinkonunum. Það er hrikalega furðulega ódýrt í HogM, er það níðingsháttur eða ekki? Maður heyrir oftar og oftar að ef þú ert ekki að greiða vöru dýru verði, var svindlað á einhverjum í ferlinu…


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: