hræðsla

Þetta myndband hræðir mig. Ég skildi engan veginn í morgun hvernig fólk gat verið að grínast með öskufall, fyrir mér er orðið beintengt við móðuharðindin og hryllilegar afleiðingar þá. Ég hafði frekar áhyggjur af fólki og dýrum en mig grunaði ekki að ég væri í nokkurri hættu.
Ég trúi því að við séum líklega betur í stakk búin að takast á við öskufall í dag en í lok 18. aldar, en samt. Mér er órótt. Eiginlega er ég alveg jafnhrædd eins og ég verð þegar það verður of hvasst.
Mig langar mest að liggja undir sæng á morgun með bók og alla hlera lokaða og hafa alla fjölskylduna hjá mér. Fjölmiðlar hér tala eingöngu um lamaða flugumferð, ekkert um hvernig bregðast á við ef aska fer að berast hingað. Er ástæðulaust fyrir mig að líða svona undarlega gagnvart þessu?

Lifið í friði.

5 Responses to “hræðsla”


 1. 1 Guðlaug Hestnes 15 Apr, 2010 kl. 9:37 e.h.

  Nei Kristín, þér líður nákvæmlega eins og þér á að líða vegna þess að þér er ekki sama. Ástandið hér er grafalvarlegt og það teygir anga sína út um veröldina. Bændur undir fjöllunum eiga í verulegum vandræðum, svo nú er bara að vona hið besta.

 2. 2 hildigunnur 15 Apr, 2010 kl. 11:23 e.h.

  Jámm en ef öskufall verður í alvöru slæmt er ágætt að fá sér svona smiðagrímur, rétt í 1-2 daga.

  Hér er lýsing á þessu öskufallsdæmi frá breskum jarðfræðingi. Hljómar ekki sérlega illa – svona miðað við hvað það gæti orðið.

 3. 3 Kalli Sveinss 15 Apr, 2010 kl. 11:27 e.h.

  Kristín vor góð !
  Verð hvergi var við mikinn ótta, hérna uppi á landi elds & ísa.
  Þegar náttúran tekur völdin, verðum við mannannabörn ógnar smá.
  Enn – við Íslendingar höfum áður “ séð hann svartan“.
  Já, við komumst í gegnum “ svarta-dauða“ “ móðuharðindi“ fjölda Heklu & Kötlu gosa – að ógleymdu Vestmannaeyja gosinu sem meirihluti núlifandi landa þinna muna.
  Skáldið sagði.: “ Trúðu á Guð en grýlur ei“.
  Og annað skáld orti.: “ Í þúsund ár bjó þjóð við nyrstu voga,
  mót þrautum sínum gekk hún djörf og sterk“.
  Og þannig munum við halda áfram – aldrei uppgjöf !
  Trúðu á Guð – en grýlur ei“.

 4. 4 ella 16 Apr, 2010 kl. 12:11 f.h.

  Ég held ekki að fólk þurfi að hræðast öskufallið út um veröldina. Eins og ég skil það er hættan fólgin í því að örfínt dustið stoppi þotuhreyfla en til dæmis er miklu minni hætta fyrir aðrar flugvélar. Þeir segja líka að mökkurinn sé alls ekki neitt þykkni á svæðunum sem lokuð verða fyrir umferð heldur að einhverjir flekkir gætu verið á þeim svæðum í háloftunum. Ég efast um að þú gætir fangað ösku á disk héðan að heiman. Hér á Íslandi var hægt að fljúga um allar trissur innanlands nema um tíma til Vestmannaeyja. Það getur breyst ef vindátt snýst. Mannfólkið býr ekki við að þurfa að borða mat sinn beint af jörðunni eins og flestar skepnur svo að hættan fyrir mannfólkið er hverfandi. Verum hugraust og taktu hlerana frá . Bestu kveðjur frá besta landi í heimi 🙂

 5. 5 Árni 16 Apr, 2010 kl. 7:11 f.h.

  Kannski var þetta de ja vu framkallað af áhrifum frétta?

  Hljómar kannski hálf fáránlega, en kannski er þetta fjarlægðin við Ísland (mig grunar að ég hafi búið erlendis hartnær í svipaðan árafjölda og þú), en mér fannst líka ég heyra rokhviður á gluggum þegar ég las fréttirnar í gær.

  Það hefði ekki komið á óvart ef vatn hefði farið að frussast inn um einhvern gluggann, rétt eins og í góðu íslensku slagveðri. Það hefði sjálfsagt verið fátt eðlilegra en að sækja handklæði til að þétta lekann, halda svo bjástri dagsins áfram.

  Farið að skyggja úti, en logn og blíða, að sjálfsögðu. Bíll að snúa við í götunni.

  Það er gert mikið úr þessu í fjölmiðlum hérna úti, ekki síst afleiðingunum fyrir flugumferð. Þetta er ný og óþekkt stærð. En mér fannst nú samt hálf kúl að hringja heim í gærkvöldi og heyra hvað fólk tók þessu með stóískri ró. Ekki annað hægt en að brosa út í annað….


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: