Gleðilegt sumar!

Gamalt japanskt kirsuberjatré í Jardin des Plantes

Gamalt japanskt kirsuberjatré í Jardin des Plantes

Megi bættur hugsunarháttur jafnt hjá yfirvöldum sem og í þjóðarhjartanu einkenna sumarið 2010.

Eitt af því sem mig hefur alltaf dreymt um að gera, er að setjast undir kirsuberjatré þegar fyrstu blómaknúpparnir fara að koma og sjá þá springa út. Þetta gera víst Japanir. Segir sagan. Ég þekki næstum engan Japana persónulega, en vinur minn er í miklum samskiptum við Japan og segir okkur stundum sögur af því. Honum gengur vel að eiga við þá, enda er hann aðlögunarhæfur og hefur starfað töluvert í fjarlægum löndum. Hann segir þá ekki líkjast neinu öðru fólki sem hann hefur kynnst. Ekki held ég að fólk myndi almennt tala um Japani sem letingja (við vitum jú öll að Portúgalir, Spánverjar og Arabar eru letingjar (þetta er hádramatísk ádeila á rangan hugsunarhátt)), en samt finnst þeim verðugt verkefni að setjast undir kirsuberjatré og fylgjast með blómunum springa út. Það ætti kannski að geta verið okkur vinnudýrunum á Íslandi ágætis lexía.

Gleðilegt sumar. Njótið. Lifið. Elskist. Verið til.

Annað tré í sama garði

Annað tré í sama garði

Lifið í friði.

13 Responses to “Gleðilegt sumar!”


 1. 1 Sigurbjörn 22 Apr, 2010 kl. 7:32 f.h.

  Gleðilegt sumar! Og já, nú hefst loksins fengitíðin!

 2. 2 ErlaHlyns 22 Apr, 2010 kl. 7:43 f.h.

  Kirsuberjatré rokka.
  Gleðilegt sumar.

 3. 3 Frú Sigurbjörg 22 Apr, 2010 kl. 8:33 f.h.

  Hljómar alveg ofsalega vel, mun betur en sunnudagsopnun í Zöru. Gleðilegt sumar ljúfa.

 4. 4 Eva 22 Apr, 2010 kl. 9:46 f.h.

  Það slútir kirsuberjatré yfir garðinn minn. Það er ekki farið að blómstra enn svo ef þú drífur þig að panta flugfar geturðu kannski komist til mín áður en það fellir blómin.

 5. 5 parisardaman 22 Apr, 2010 kl. 3:10 e.h.

  Eva, ég væri til í það, en ég efast um það samt, því miður… Kirsuberjatré rokka feitt. Fengitíðin líka.

 6. 6 ella 22 Apr, 2010 kl. 7:46 e.h.

  Alveg væri ég til með að sitja með þér og bíða og sjá.

 7. 7 baun 22 Apr, 2010 kl. 8:50 e.h.

  Mig langar langar LANGAR svo að sitja undir kirsuberjatré!

  Gleðilegt sumar fagra Parísardramadama:)

 8. 8 parisardaman 22 Apr, 2010 kl. 11:37 e.h.

  Það eru kirsuberjatré á Akureyri og, að mér skilst, í Norðurmýri. En Baun, þú situr einhvern tímann með mér undir kirsuberjatré. Kannski maulum við kókosbollu, kannski ekki;)

 9. 9 baun 23 Apr, 2010 kl. 10:34 e.h.

  Játs. Pottþétt:) En þangað til verð ég að láta mér duga að híma undir rabbarbara og hvönn.

 10. 10 hildigunnur 24 Apr, 2010 kl. 12:31 f.h.

  Jardin des plantes er uppáhalds staðurinn minn í allri París. Og mikið vildi ég gefa til að sitja undir kirsuberjatré með parísardömu, Baun og fleirum og borða kókosbollu! Látum þetta rætast…

 11. 11 ella 24 Apr, 2010 kl. 12:19 e.h.

  Ætli ég verði ekki að láta mér duga Norðurhlíðarskóg í bili.

 12. 12 Linda Björk Jóhannsdóttir 26 Apr, 2010 kl. 11:26 f.h.

  Best ég fari og planti mér undir litla kirsuberjatréð í garðinum mínum. Mér hefur bara aldrei dottið þetta í hug 🙂 Verst að það er inni í miðju beði með nokkrum birkikvistum svo ég gæti þurft að halda kvistunum frá því á meðan, samkeppnin er hörð!

 13. 13 Líba 26 Apr, 2010 kl. 11:56 f.h.

  Gleðilegt sumar kæra Kristín,

  í garðinum mínum eru tvö kirsuberjatré en engin blóm sjást enn þó móti fyrir knúppum.

  Varðandi Japani þá er mjög gaman að lesa bókina „Undrun og skjálfti“ eftir Amélie Nothomb … mæli með henni. http://www.bjartur.is/?i=9&f=8&o=38


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: