blóm

Það veit ekki á gott að vakna allt of snemma daginn sem maður er búinn að lofa sjálfum sér að sofa út eftir langan dag og kvöld. Ég hef ekki afkastað nema broti af því sem ég ætlaði mér og hef eiginlega eytt þessum fagra degi í vitleysu. Fyrir utan símtölin við vinkonurnar kannski.
Reyndar ég er líka búin að hlusta tvisvar á Álfur út úr hól sem Björk söng 12 ára gömul og það er ekki tímasóun.
Nú ætla ég að hafa mig til og ganga út í sólina og ganga eins langt og ég næ áður en ég sting mér ofan í neðanjarðarlest og fer og sæki börnin mín sem eru að koma heim eftir vikudvöl í suðrænni sveit með ömmu sinni og fleiri góðum konum. Ahhh, hvað ég hlakka til að fá þau í fangið. Ég get ekki sett á mig maskara því ég veit að ég á eftir að gráta dálítið, ég er eitthvað svo meyr þessa dagana. Í morgun grét ég til dæmis töluvert yfir viðtali við blindan mann í Kastljósi í gær. Hann var svo æðrulaus og fallegur að það var ekkert annað hægt.

Og til að kóróna meyrnina, ætla ég að setja inn mynd af uppáhaldsblómunum mínum. Þau minna mig alltaf á ömmu Helgu, en hún var alltaf með yndislega fallegt valmúabeð í Kjósinni.

DSC02189

Lifið í friði.

3 Responses to “blóm”


  1. 1 Skítlegt eðli 25 Apr, 2010 kl. 11:27 e.h.

    Eyfellingar hafa bæði ástæðu til að gráta og vera með maskara.

  2. 2 parisardaman 26 Apr, 2010 kl. 7:31 f.h.

    Jú, jú, maður sér svarta taumana niður eftir andlitum þeirra í sjónvarpsfréttum hérna alla daga. Afar dramatískt.

  3. 3 Frú Sigurbjörg 6 Maí, 2010 kl. 8:48 f.h.

    Þessi plata með Björk er gersemi, ég hlusta reglulega á hana. Uppáhaldið mitt er enn Arabadrengurinn, það breytist ekkert með árunum.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: