Sarpur fyrir apríl, 2010K er fyrir Kristín

Ég tek þessa mynd af gosinu til mín. Reyndar gæti ég alveg ákveðið að þarna væri K Kapítalismans að loga í hinsta sinn áður en það færi niður í iður jarðar og kæmi aldrei upp aftur. En samt. Nei, K er Kristín.
Myndin er tekin af vef RÚV og þar er sagt að hún komi frá Landhelgisgæslunni. Ég veit ekki hvort ég má setja hana hér inn, en ég prófa. Ég verð varla annað en skömmuð ef ég hef ekki leyfi til þess.

K fyrir Kristín

K fyrir Kristín

Mig langar ógurlega mikið til að komast að sjá og vera og heyra og finna lyktina. Ég sakna Íslands alltaf en hef sjaldan fundið jafnsterka löngun til að bara hoppa upp í næstu vél og heim. Jú, ég gerði nákvæmlega það fyrir skömmu síðan, en ég borgaði ekki og erindið var þúsund sinnum mikilvægara en að horfa á eitt gos. En samt. Mig langar. En ég geri það ekki. Því ég hef ekki efni á því. Vorkenni ég mér? Nei. En finnst mér K-myndin kúl? Já.

Lifið í friði.