póníferð og mataróskakönnun

Rútan virkaði svakalega stór, miðað við farþegana. 50 sex ára krakkar á leið á smáhestabúgarð með kennslukonunum og aðstoðarfólki, frá mánudegi til föstudags. Enginn fór að gráta, hvorki börn, né foreldrar (alla vega ekki fyrir framan hina foreldrana). En litli strákurinn minn var nú samt hnípinn yfir morgunverðinum og sagðist vera furðulegur innan í sér. Hann var líklega með nokkur fiðrildi í maganum yfir þessu.

Ég er orðin þrælvön að kveðja börnin mín, þau ferðast ansi mikið án okkar foreldranna. En þetta var í fyrsta skipti sem Kári fer svona aleinn án nokkurs úr fjölskyldunni. Þetta verður skemmtilegt. Og ekki verður tómlegt hjá okkur hér á meðan. Svona ef ekki verður öskuröskun á plönunum. 9 manns í mat á miðvikudagskvöldið. Hvað á ég að elda gott og franskt handa þeim? Hvað myndi þig langa til að ég eldaði fyrir þig?

Lifið í friði.

16 Responses to “póníferð og mataróskakönnun”


 1. 1 Agnes 17 Maí, 2010 kl. 8:27 f.h.

  sùkkuladiköku og jardaber!

 2. 2 parisardaman 17 Maí, 2010 kl. 8:34 f.h.

  Thíhí, góð hugmynd að eftirrétti! Akkúrat jarðarberjatímabilið og ekki veitir af súkkulaði í öskuröskunarstressinu.

 3. 3 Hkr 17 Maí, 2010 kl. 9:11 f.h.

  dásamlegar andabringur….

 4. 4 Hkr 17 Maí, 2010 kl. 9:13 f.h.

  gleymdi aspargusinum…hvítan léttsoðinn með smá hráskinku og hollandaise sósu..namm namm

 5. 5 parisardaman 17 Maí, 2010 kl. 9:24 f.h.

  Jamm, mjög gott, en kannski dálítið dýrt ofan í svo marga…

 6. 6 Harpa J 17 Maí, 2010 kl. 10:04 f.h.

  Jarðarberja eitthvað og svo bara eitthvað skemmtilegt grænmeti í aðalrétt. Kannski með með smá kjöti eða skinku eða einhverju svoleiðis.

 7. 7 Linda Björk Jóhannsdóttir 17 Maí, 2010 kl. 11:48 f.h.

  Artichaux. Gaman að bjóða Íslendingum upp á mat sem þeir fá ekki alla jafna.

 8. 8 baun 17 Maí, 2010 kl. 2:56 e.h.

  Allur matur með frönsku nafni er flottur:) Annars sammála síðasta ræðumanni, ég fékk þistilhjörtu einu sinni í Frakklandi og gleymi því aldrei. En það er kannski of mikið vesen eða of dýrt, hef ekki vit á því…

  Svo eru pottréttir alltaf þægilegir fyrir svona marga, eru ekki til alls kyns franskar kássur?

 9. 9 HT 17 Maí, 2010 kl. 3:02 e.h.

  Humar með mæjonesi!

  😉

 10. 10 Líba 17 Maí, 2010 kl. 4:25 e.h.

  coq o vin … á undan súkkulaðikökunni

 11. 11 parisardaman 17 Maí, 2010 kl. 5:26 e.h.

  Mhm, coq au vin var einmitt einn af möguleikunum… kannski einmitt sá ágætasti… þistilhjörtun gætu gengið, oftast ódýr, en er ekki viss hvort tími þeirra sé kannski bara liðinn, þetta árið…
  Ég er eiginlega búin að ákveða að ákveða mig á markaðnum á morgun, fara eftir tilboðum og girnilegheitum hráefnisins. Er það ekki bara hið besta plan?
  humar namminamm, ég hef aldrei efni á svoleiðis gúmmelaði;)

 12. 12 hildigunnur 18 Maí, 2010 kl. 10:45 e.h.

  Ætlaði einmitt að stinga upp á coq au vin. Eða porc aux pruneaux, ekki dýrt og lítið mál, Poulet au Riesling líka (já ég er að fletta upp í fínu frönsku bókinni minni…)

  Kári mun spjara sig í útlegðinni, hef enga trú á öðru, duglegur strákurinn!

 13. 13 ella 19 Maí, 2010 kl. 2:08 f.h.

  Þar sem ég myndi ekki þekkja franskan mat þó ég rækist á hann á götu yrði ég bara að setja allt mitt traust á þig.

 14. 14 Sigurbjörn 19 Maí, 2010 kl. 5:49 f.h.

  Mæli með pónípottrétt og dúkkhublöndu.

 15. 15 Eva 19 Maí, 2010 kl. 7:08 f.h.

  Það besta við matarboð er samveran. Þessvegna vel ég pofnrétti, pottrétti eða matarmiklar súpur ef ég fæ fleiri í mat en svo að þeir geti með góðu móti setið í eldhúsinu og spjallað við mig á meðan ég elda. Þannig getur maður verið tilbúinn með næstum allt fyrirfram, bara eftir að kveikja á ofninum eða hita pottréttinn upp og notið þess að vera með gestunum sínum.

 16. 16 parisardaman 22 Maí, 2010 kl. 9:28 e.h.

  Eva, ég er algerlega sammála. Hjá mér er erfitt að leyfa gestum að sitja í eldhúsinu, vegna plássleysis. Því reyni ég alltaf að vera með dæmi sem ég get snarað fram og út með því að bregða mér í eldhúsið, helst aldrei meira en fjórar, fimm mínútur í hvert skipti. Getur verið flókið þegar maður er með margréttað, en virkar oft. Bara spurning um að skipuleggja sig. Oftast þýðir það þá að undirbúningurinn tekur allan daginn, eða þar um bil. Sem er nú bara gaman.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: