anda inn – anda út

Mikið óskaplega er ég fegin að þurfa ekki að setja mig inn í málin fyrir þessar kosningar. Mjög þægilegt að fylgjast bara með á hliðarlínunni. Hvað sem hægt er að segja um Besta flokkinn, er ljóst að hann kryddar heldur betur kosningabaráttuna, aðrir frambjóðendur komast ekki jafn auðveldlega upp með að bera fram sinn vanalega vélræna vaðal. Sem hlýtur að þýða að þau hafa náð takmarki sínu, að afhjúpa merkingarleysið.

Merking smerking. Ég ætla að henda mér út í ritgerðarsmíðar í dag. Finna merkinguna í því sem hefur verið að bullsjóða í kolli mínum undanfarnar vikur og reyna að koma henni á blað. Er samt einhvern veginn öll stíf og stressuð gagnvart því, hvílíkur verkkvíði í gangi. Vona að mér takist að hjóla hann af mér og að andinn komi yfir mig á safninu þar sem hurðin baular.

Lifið í friði.

9 Responses to “anda inn – anda út”


 1. 1 hildigunnur 25 Maí, 2010 kl. 8:24 f.h.

  æjá, maður er svo sem ekkert að setja sig inn í þetta of mikið, er ótrúlega óspennt fyrir þessum kosningum.

 2. 2 Gnesa 25 Maí, 2010 kl. 9:19 f.h.

  Varðandi kosningarnar, ég er svolítið að spá í þetta með Besta flokkinn og kemst ekki hjá því að tengja hann m.a. Smekkleysu og fleiri úr grasrótalistalífinu (sem eru á framboðslista). Þau hafa látið hluti gerast án þess að hafa aðgang að peningum. Dettur t.d. í hug þegar Sykurmolarnir gerðu póstkort af Gorba og RR í tilefni fundarins í Höfða til að fjármagna Ammæli-smáskífuna.

  Veit ekki, hugsa að ég myndi kjósa flokkinn ef ég hefði kosningarétt.

 3. 3 Eyja 25 Maí, 2010 kl. 11:55 f.h.

  Besta ráðið við verkkvíða finnst mér vera að pína mig samt í verkið. Hugsa um það í smáum skömmtum, ef það er of stórt til að hægt sé að ljúka því í einum rykk gerir það bara ógagn að vera að velta sér upp úr öllu sem á eftir að gera. Þannig kemst ég oft í ágætis vinnustuð þótt ég sé í bölvuðu óstuði þegar ég byrja. Stundum segi ég við sjálfa mig „Ég ætla að prófa að vinna í þessu í smástund“ og enda svo með að sitja við lengi.

 4. 4 baun 25 Maí, 2010 kl. 8:40 e.h.

  Það er gott að hjóla í Copavogure..og ég ætla að fara að ráðum Eyju, þarf einmitt að skipuleggja yfirþyrmandi starf á næstunni.

 5. 5 parisardaman 25 Maí, 2010 kl. 9:01 e.h.

  Það var nú ekki beint „gott“ að hjóla í hitanum í dag. En ég kom þvöl og rjóð á safnið og náði að skrifa rúmlega tvær blaðsíður ásamt því að lesa slatta sem verður svo analýserað á morgun. Allt í góðum gír. Ennþá. En ég held ég sé að mikla þetta verkefni allrosalega og það pirrar mig dálítið.

 6. 6 Eva 26 Maí, 2010 kl. 8:24 e.h.

  Þeir sem tala um ábyrgðarleysi þess að kjósa yfir sig fíflagangsflokk eru líklega búnir að steingleyma fíflagangnum sem viðgekkst í Reykjavík 2007 og 2008, hjá flokkum sem tóku sig fullkomlega alvarlega og gera enn.

  Gangi þér vel að takast á við verkkvíðann. Ég yrði nú hissa ef þú létir hann aftra þér um lengri tíma 🙂

 7. 7 parisardaman 26 Maí, 2010 kl. 9:34 e.h.

  Já, ég held ég tækli þessa ritgerð. Á endanum:)
  Og já, það er ótrúlegt hvernig fólk lætur eins og allt hafi verið voðalega eðlilegt og gott í Reykjavík lengi, meðan þetta hefur verið eitt allsherjar karnival, án skemmtilegheitanna sem eiga að fylgja alminnilegu karnivali. Skrílslæti er líklega orðið. Nenni ekki að finna það nákvæmlega rétta, enda er það kannski bara hreinlega ekki til. Verst að maður veit of vel að Reykjavík er víst til…

 8. 8 Sigurbjörn 27 Maí, 2010 kl. 7:27 f.h.

  Anda inn – anda út. Er það ekki svona Lamaze?

 9. 9 Parísardaman 27 Maí, 2010 kl. 10:36 f.h.

  Jújú, ég er einmitt mjög mikið Lamaze, enda með síóléttusyndrómið.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: