Garðurinn við lyklaafhendingu

Tekin af terrössunni
Þessi mynd er tekin af terrössunni við kofadyrnar. Bláhornið vinstra megin er endamörk garðsins míns. Runnarnir fyrir ofan girðinguna eru sólberjarunnar, þar eru sólber sem bráðum má fara að tína.

freyjubrá

Hér sést hvað freyjubráin er orðin hávaxin. Inn á milli eru svo svakalegar gaddavírsplöntur, og óteljandi rótarskot sem trén allt í kring hafa sent yfir okkur í vor. Rótarskotin eru erfiðust að taka upp, ótrúlegt hvað rótin nær langt niður á þessum títlum. Frá þeim koma blöðrurnar á höndunum.

Kofinn

Tunnurnar eru til regnvatnssöfnunar. Garðyrkjufræðingurinn bað um plast, en arkitektinn sagði nei. Það þurfti að borga manni stórfé fyrir að mála allar tunnurnar svartar. Þær eru vel ryðgaðar og vatnið alveg brúnt. Við vitum ekki hvort í lagi sé að nota það, fæstir leggja í það. Hurðin er svo annar kapítuli út af fyrir sig. Svaka stálhurð með læsingu sem er greypt inn í hurðina með logsuðu. Sumsé heilmikið mál að skipta skránni á þeim hurðum sem búið var að sparka upp þegar við fengum loksins lyklana afhenta. En það er svo stórt bil á milli veggja og þaks að fólk kemst auðveldlega inn ef það vill komast inn. Tveir kofar hafa verið teknir af flóttamönnum, þar voru dýnur og fleira smálegt þegar garðyrkjufólkið kom að. Enginn vill koma og henda þeim út, hvorki bæjaryfirvöld né lögregla. Fólkið sem á þá garða þurfti að ganga í það mál sjálft, mér skilst að það hafi gengið upp, en er náttúrulega ferlega óþægilegt. Smáborgarahnútsflöturinn á þessu stússi öllu saman fær kannski sérfærslu síðar.

Lifið í friði.

8 Responses to “Garðurinn við lyklaafhendingu”


 1. 1 ella 17 Jún, 2010 kl. 7:13 f.h.

  Afar merkilegur arkitektúr! Einstöku sinnum hvarfla að manni efasemdir um heilbrigða skynsemi einstakra fagaðila. (Ég veit, arfavond íslenska, fagaðili er gott dæmi um óþarfa pjattorð eins og flest orð sem enda á aðili)

 2. 2 Sigurbjörn 17 Jún, 2010 kl. 7:36 f.h.

  Þykir mér þú heldur nísk á myndir, væna. Þær eru svo litlar að maður þarf stækkunargler til að greina það sem er á þeim.

 3. 3 parisardaman 17 Jún, 2010 kl. 7:41 f.h.

  Ah, Sigurbjörn, ég var einmitt að spá í þetta með stærðina. Ef ég geri þær stærri, fara þær held ég út á tenglana til hliðar og það er svo ljótt. Ætla samt að prófa.

 4. 5 HarpaJ 17 Jún, 2010 kl. 9:11 f.h.

  Gaman að fá loksins myndir af garðinum!

 5. 6 Eva 17 Jún, 2010 kl. 12:16 e.h.

  Til hamingju. Þetta virðist heljarstórt og hægt að rækta helling af allskonar 🙂

 6. 7 Guðrún C. Emilsdóttir 17 Jún, 2010 kl. 3:29 e.h.

  Til hamingju með garðinn! Kofi með stórum garði er náttúrlega meiri lúxus en pappakassi í húsasundi…;-) Hvað komast annars margar dýnur í einum svona kofa? Hafa heilu fjölskyldurnar aðhafst í þeim? Vona að þú eigir ekki eftir að lenda í svona aðstæður – erfitt að þurfa að reka fólkið burt…

 7. 8 parisardaman 17 Jún, 2010 kl. 3:43 e.h.

  Já, þetta er risasvæði, ég mun ekki ná að nýta nema um helminginn núna.
  Og Guðrún, ég vona innilega að ég fái ekki fólk í kofann minn, ég held ég hefði ekki brjóst í mér að henda þeim út. Nógu erfitt að ganga framhjá þessu fólki hér úti á götu. Það er ekki hægt að liggja útréttur inni í kofunum, þeir eru líka 1,5mx1,5m að stærð, kannski eitthvað meira, en mér sýnist ég samt ekki geta legið bein inni í mínum og ég er ekki 1,6m á hæð.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: