Lína Langsokkur snýr aftur

Þetta er Lína Langsokkur heimilisins, fyrir nokkrum árum síðan:

IMG_0281_1

Nú er dóttir mín farin að lesa Línu alveg sjálf og var að spyrja mig hvort ég ætti ekki kannski einhvern bláan kjól með götum sem hún gæti svo bætt alveg sjálf. Hún sagðist komin með tvenna góða sokka (og ég skildi betur vesenið á henni með gamla nælonsokka í gær) og að hún væri á góðri leið með að koma sér upp Línubúning. Þegar ég sýndi henni myndirnar, var það m.a. til að sýna henni að Lína þyrfti ekkert endilega að vera í bláum kjól til að vera sannfærandi. Ég er ekki viss um að hún sé sannfærð. Það er annað að vera 8 ára en að vera 3ja og vera að klæða sig í búninga. Hér er sama stúlkan á svipuðum tíma, búin að breyta sér í Íþróttaálfinn:

IMG_0260

Lifið í friði.

7 Responses to “Lína Langsokkur snýr aftur”


 1. 1 ErlaHlyns 18 Jún, 2010 kl. 8:37 e.h.

  Hún er dásamleg 😉 Alveg fullkomnir búningar, báðir tveir!

 2. 2 einar 19 Jún, 2010 kl. 12:01 f.h.

  Þarf Kári þá ekki að klæða sig upp sem Emil í Kattholti?

  P.S. Summan af átta og þremur er ellefu.

 3. 3 hildigunnur 19 Jún, 2010 kl. 9:14 f.h.

  Æði!

  Fyndið annars, ég sé myndirnar í fullri stærð í rss lesaranum mínum en svo hverfur alveg góð rönd af þeim hér.

 4. 4 ella 19 Jún, 2010 kl. 8:06 e.h.

  Er hún þá búin að koma sér upp löngum rauðum fléttum?

 5. 5 Elísabet 21 Jún, 2010 kl. 4:02 e.h.

  Hún er massa kúl og krútt í bland:)

 6. 6 parisardaman 21 Jún, 2010 kl. 6:24 e.h.

  Emil hefur ekki náð neinum vinsældum hér ennþá. Hún er með of stutt hár í fléttur, veit ekki hvernig hún ætlar að redda því. Auðvitað eru þetta fullkomnir búningar og þetta barn er og hefur alltaf verið massa kúl.

 7. 7 Guðlaug Hestnes 22 Jún, 2010 kl. 9:56 e.h.

  Þetta er yndisleg lítil Lína.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: