kæfuvarnarhelvítisruglið

Djöfuls rugl er þetta kæfuvarnarsystem hérna á Eyjunni. Hvað þá að kalla þetta „kæfuvörn“. Hvílík endemis vitleysa og hvað netheimur hefur misst af mörgum skemmtilegum og hnyttnum tilsvörum út af þessu kjaftæði.

Lifið í friði.

24 Responses to “kæfuvarnarhelvítisruglið”


 1. 1 gg 23 Jún, 2010 kl. 1:17 e.h.

  Smmála. Kæfa???? Hvaða lúða datt það í hug?

 2. 2 Halldór AS 23 Jún, 2010 kl. 1:44 e.h.

  Þetta er frekar bein þýðing á hugtakinu ‘spam protection’. Spam eru sumsé í þessu samhengi athugasemdir sem forrit setja sjálfkrafa á blogg til að auglýsa eitthvað bölvað drasl. Þetta eru þvílíkar óværur að nánast allir þeir vefir sem bjóða upp á að fólk skrifi eitthvað á þá, og sem ekki eru með svona vörn fyllast fyrr eða síðar af athugasemdum af þessu tagi, sem er auðvitað mun verra en að einhverjar athugasemdir tapist vegna þess að svona vörn er beitt. Sönn saga.

 3. 3 Plúsus 23 Jún, 2010 kl. 2:01 e.h.

  Ég lét 40 ára draum rætast og keypti mér vasatölvu. Bezta mál.

 4. 4 Kristinn Leifsson 23 Jún, 2010 kl. 2:07 e.h.

  Sæl Kristín,

  þetta er helber misskilningur!

  Kæfuvörn er gríðarlega flott orð fyrir ruslpóst og frábær orðsmíði.

  1. „Spam“ er matvara, fitumikið ógeð, hálfgerð kæfa eða í þá áttina.
  http://en.wikipedia.org/wiki/Spam_(food)

  2. Spam var uppistaðan í Spam-sketsinum mikla frá Monty Python, þar sem hópur víkinga söng „spam-spam-spam-spam-spam-spam-spam-spam-spammity-spaaaaaaam wonderful SPAAAAM“.

  Orðið „spam“ fyrir ruslpóst kemur úr nákvæmlega þessu atriði. Sögulegt atriði, vægast sagt, enda gríðarlega lýsandi fyrir endalaust flæði ruslpósts um netið.

  3. Orðið að „kæfa“ (að kæfa) segir allt sem segja þarf um ruslpóst.

  Ertu ekki sáttari við þetta orð núna? 🙂

  Kv. Kristinn

 5. 5 hildigunnur 23 Jún, 2010 kl. 2:14 e.h.

  mér finnst kæfuvörn fyndið orð og það á ekkert að tapast af athugasemdum – ég hef gleymt að fylla út í reitinn og vafrinn minn æpir þá á mig að laga það, athugasemdin fer ekki neitt og maður þarf ekki að skrifa hana aftur.

  Annars er kæfuverjan hjá wordpress.com svo öflug að það sleppur nærri ekkert rusl þar í gegn. Kannski hef ég þar misst af einhverjum athugasemdum, ég veit það satt að segja ekki.

 6. 6 Eysteinn Kristjánsson 23 Jún, 2010 kl. 2:34 e.h.

  „Spam“ er nú meira í ætt við fars eða kjötbúðing en kæfu. En hvað um það, það mætti allavega breyta kerfinu þannig að fólk fengi viðvörun ef það gleymir kæfuvörninni, í stað þess að kommentið þurrkist bara út.

 7. 7 Halldór AS 23 Jún, 2010 kl. 2:37 e.h.

  Sammála Eysteini reyndar. Annað sem er hvimleitt er að ef maður hefur fleiri en einn hlekk í athugasemdinni þarf höfundur bloggsins að samþykkja hana, sem er nokkuð sem ekki allir höfundar virðast vakta vel – þannig vilja athugasemdir týnast. Það mætti hafa þetta hámark eitthvað hærra, eða jafnvel sleppa því.

 8. 8 ella 23 Jún, 2010 kl. 3:13 e.h.

  En Hildigunnur, mínar athugasemdir tapast. Ég hef prófað að bakka en það er allt horfið. Og trúðu mér, stundum er það varanlegt tap.

 9. 9 Siðgæðisvörður 23 Jún, 2010 kl. 3:53 e.h.

  Varanlegt hljómar alvarlegt.

 10. 10 Giuseppe Stardust 23 Jún, 2010 kl. 4:15 e.h.

  Mér detta nú helst í hug hinir frábæru „spam“ sketsar hjá Monthy Python genginu í den. 🙂

 11. 11 Parísardaman 23 Jún, 2010 kl. 4:50 e.h.

  Ég legg það til að við horfum öll á Monty Python. Varanlegt er mjög alvarlegt mál. Athugasemdirnar hverfa út í bláinn (og hver veit hvar þær enda, ha?). Ég hef oft frétt af fólki sem hætti við eftir að þetta gerðist tvisvar, þrisvar og hef sjálf lent í því (já, ég er mjög tæp og á erfitt með að læra að fylla út kæfuvarnarreiti sem ég sé ekki endilega þegar ég er að vera ógeðslega fyndin og skemmtileg í athugasemdum. Til dæmis datt ein út hjá Baun áðan, þaðan kom þessi skemmtilega pirraði „pistill“).

 12. 12 parisardaman 23 Jún, 2010 kl. 4:56 e.h.

  Ég var að samþykkja Kristinn Leifsson rétt í þessu, en hann er svo frakkur að koma með tengla:)
  Ég þekkti alveg hugsunina, en er samt ekki sátt við orðið.
  Ef þetta á að vera „að kæfa“, verður þetta að vera kæfivörn, ekki kæfuvörn.
  Ég er kannski ótrúlega heppin, á gömlu varnarlausu bloggsíðunum mínum, þurfti ég tvisvar eða þrisvar að eyða ruslpósti. Af hverju má vörnin ekki heita ruslsía, fyrst talað er um ruslpóst á íslensku?

 13. 13 Birgir Erlendsson 23 Jún, 2010 kl. 5:07 e.h.

  Takk fyrir ábendingarnar

  Við munum reyna að hressa upp á kæfuvörnina hér á Eyjublogginu og finna lausn á þessum vanköntum.

  Þetta var upphaflega sett upp til að stöðva sjálfvirka kæfudreifara sem tróðu nokkrum þúsundum ummæla inn í sum bloggin.

 14. 14 Halldór AS 23 Jún, 2010 kl. 5:24 e.h.

  Mér finnst núverandi útfærsla í prinsippinu góð, þó það megi slípa til vankanta. Um að gera að notfæra sér íslenskuna í svona löguðu eins og kostur er – enn sem komið er hefur enginn haft fyrir því að skrifa sig í kringum hana. Þeir sem skrifa kæfudreifarana eru nefnilega alltaf í stöðugri baráttu við að finna leiðir framhjá vörnunum, og til þess að komast framhjá þessari tilteknu vörn þyrfti einhver að taka sig til og skrifa dreifara sem skilur íslenskar tölur og kann að leggja þær saman.

 15. 15 parisardaman 23 Jún, 2010 kl. 5:39 e.h.

  Kærar þakkir Birgir, þetta var ekkert illa meint, ég get verið hvöss, en það er ekki djúpt á því:)

 16. 16 einar 23 Jún, 2010 kl. 9:22 e.h.

  He, he. Ég hef svo sem sagt það áður en ég veit hver er ábyrgur fyrir orðinu kæfa í þessari merkingu.

 17. 17 hildigunnur 23 Jún, 2010 kl. 9:28 e.h.

  Var að prófa þetta og ef maður fer til baka í stað þess að hlaða síðuna upp á nýtt (ör efst til vinstri á skjánum) er textinn þarna ennþá. (ég er í Google Chrome vafranum á Makka). Nema Birgir sé búinn að breyta þessu?

 18. 18 hildigunnur 23 Jún, 2010 kl. 9:31 e.h.

  Ah, textinn hverfur í Firefox.

 19. 19 hildigunnur 23 Jún, 2010 kl. 9:33 e.h.

  en ekki Safari, þar geymist hann.

 20. 20 ella 24 Jún, 2010 kl. 7:47 f.h.

  Ég er svo hallærisleg að ég nota mest Windows og hann hverfur þar en það gerir hann ekki á sumum öðrum bloggsvæðum. Þetta myndi sennilega skána en vörninni væri stillt upp ofan við staðfestingarhnappinn. Maður hefur tilhneigingu til að taka hlutina eftir röð.

 21. 22 baun 24 Jún, 2010 kl. 8:33 f.h.

  Sammála Ellu, held að það væri miklu betra að hafa vörnina fyrir ofan textareitinn. Og svo finnst mér „kæfuvörn“ prýðilegt orð, en ekki endilega sanngjarnt gagnvart tilfinningum kæfu svona heilt yfir.

 22. 23 hildigunnur 24 Jún, 2010 kl. 2:02 e.h.

  Ella, meinarðu þá Internet Explorer? hefurðu prófað Google Chrome, svona þúsund sinnum betri vafri og mjög auðveldur og þægilegur. Jámm, í windows, kom þangað löngu á undan makkaútgáfunni. Ég nota engan annan vafra í windowstölvunum sem ég þarf að notast við í einni vinnunni.

  Sammála svo um að kæfuviðvörunin þyrfti að vera fyrir ofan Senda takkann, nánast útilokað að það gleymist þá að fylla reitinn út.

 23. 24 Heiða 24 Jún, 2010 kl. 3:39 e.h.

  djö…ég var einmitt að lemda í þessu núna rétt í þessu, var að kommenta á nöfn á hlutum….athugasemd horfin út í bláin, ég nenni ekki að skrifa aftur….en ægilega var ég nú hnyttin núna, (fannst mér allavega)….


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: