bólur og marblettur

Það er svo margt spennandi að gerast á Íslandi, að það mætti halda að landið væri ein allsherjar bíómynd. Ég stend mig að því að fara oft á dag inn á fréttamiðla til að athuga hvað sé að frétta í hinu og þessu málinu. Ég hef sterkar skoðanir um sum málanna mál, en ég er löngu hætt að nenna að blogga um þær. Eða ég nenni því alla vega ekki núna. Læt duga að segja að mér finnst löngu tímabært að aðskilja ríki og kirkju, og hefur fundist það í þó nokkurn tíma án þess að það komi þeirra óhreinataui nokkurn skapaðan (guðs skapaðan?) hlut við. Svo finnst mér það hrein firra að einkavæða orkusölu landsins. Mér fannst það sama um bankana, símann o.fl. og sé ekki ástæðu til að endurskoða þessa afstöðu mína í ljósi þess sem gerst hefur síðan sú einkavæðing fór fram.

Garðurinn minn hefur legið svo til ósnertur, ég rétt næ að kíkja þangað við og við til að hlúa að tómötunum sem enn eru grænir, en virðast sprækir og fínir. Nú er ég búin að læra hvernig á að koma tómatplöntum fyrir þannig að auðvelt sé að binda þungar greinarnar upp eina af annarri. Setja niður staura og festa snúrur á milli þeirra. Svo er ég líka búin að læra að klippa plönturnar til. Internetið er sko besta bólan sem ég þekki. Betri en fína bólan sem hreiðrar nú um sig rétt ofan við efrivör mína og kemur líklega til af stressi. Verkefnið sem ég er að vinna í er mér hið versta torf. Ýmislegt sem ég þarf að hafa ansi mikið fyrir, stunda rannsóknir og fá aðstoð mér fróðari manna. Þar kemur önnur bóla sterk inn, sem er feisbúkk. Feisbúkk rúlar.
Ég sit þó við og kvarta ekki. Tók m.a.s. að mér annað verkefni um helgina, slík er nú græðgin. Mig bara langaði allt í einu svo að blogga smá. Einhver þörf til að láta vita af mér, en ég er hérna alltaf. Föst við tölvuna og m.a.s. komin með marblett rétt ofan við úlnlið hægri handar af þessari törn. Dálítið fyndið, finnst mér.

Lifið í friði.

7 Responses to “bólur og marblettur”


 1. 1 Líba 27 Ágú, 2010 kl. 12:06 e.h.

  Það hljómar kannski undarlega en mér finnst samt dáldið gott að vita hvar ég hef þig.

 2. 2 Björg 27 Ágú, 2010 kl. 12:52 e.h.

  Ég gleðst í hjarta mínu yfir því að þú sért svona ánægð með snjáldurskinnuna… 😉

 3. 3 ella 27 Ágú, 2010 kl. 12:53 e.h.

  Marblettir eru kannski stundum fyndnir en það eru tennis(músar)olnbogar ekki, gættu handheilsunnar vel og gangi þér vel.

 4. 4 parisardaman 27 Ágú, 2010 kl. 1:37 e.h.

  Mér finnst gott að fá viðbrögð frá ykkur og vita þannig hvar ég hef ykkur:) Björg, já þú mátt gleðjast, opinber feisbúkkmóðir mín. Ella, ég skal passa mig!

 5. 5 baun 27 Ágú, 2010 kl. 5:24 e.h.

  Við feisbúkarnir já..

 6. 7 Sigurbjörn 2 Sep, 2010 kl. 8:53 f.h.

  Ég er með þann stærsta og dekksta marblett sem ég hef nokkurn tíma haft. Ég segi ekki hvar en mér líður eins og lest hafi keyrt yfir klofið á mér.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: