horft fram veginn

Í gær skilaði ég síðasta kaflanum í stóra verkefninu sem ég ætlaði að vinna í rólegheitum í sumar, en vann á endanum á rúmum tveimur vikum nú í ágúst. Ég hef hugsað töluvert um þetta með að „hafa nógan tíma í að gera hlutina“ og hvernig það virkar aldrei fyrir mig. Hvernig mér tekst alltaf að ýta hlutunum fram að þeim tímapunkti að vera komin í tímaþröng. Ég veit að ég er ekki ein um að vinna svona, en ég veit líka að það er til fólk sem kemur sér ekki í svona aðstæður. Stundum er það engan veginn mér sjálfri að kenna, langflest þýðingaverkefni eru þannig að það bráðliggur á, manni er úthlutaður knappur tími af vinnuveitandanum. En þetta tilfelli var algerlega á mína ábyrgð, ég get engum kennt um nema sjálfri mér.
Mín eina afsökun er að ég þurfti líklega allillilega (töff orð!) á alvöru fríi að halda og í raun sé ég alls ekki eftir því að hafa tekið mér góða pásu. Það þurfti meira að segja bara kannski að vera heilar sjö vikur. Sjö vikur í tillhlaup inn í einn þann þyngsta vetur sem ég hef horft fram á lengi. Því í vetur ætla ég mér að ljúka náminu. Verða meistari. Úje.

Ég þarf að taka nokkra skyldukúrsa. Að auki skráði ég mig í mjög spennandi íslenskukúrs, en ég er ekki viss um að ég haldi honum. Það þyrfti að vera boðið upp á að fylgjast með námskeiðum alveg til enda sem „auditeur libre“, geta hlustað án þess að ætla í próf og fá einingarnar. Ég er nú þegar komin með of margar einingar því það er svo gaman að læra og margt skemmtilegt og spennandi í boði.
Meðfram skyldukúrsunum hefst ég handa við meistaraverkefnið sem felst í að þýða ansi veglega bók eftir Monu Chollet sem gæti kallast á íslensku Ofríki raunveruleikans. Ég ætla kannski vinsað úr henni nokkra kafla sem eru „of franskir“ og eiga kannski ekki endilega erindi við íslenskan lesanda. En ég sé til með það, það er líka heilmikið mál að klippa út úr texta, kannski bara ekki þess virði að fara út í slíkar aðgerðir. Og nú má fara aftur upp í fyrstu greinarskil þessa bloggs og átta sig á að líklega er ég ekki að fara að hefjast handa neitt alveg strax. Hvenær ætli ég finni að tíminn sé að renna út? Í mars? Viljið þið stofna til veðmála?
Auk námsmeyjarhlutverksins verð ég vitanlega áfram eiginkona og móðir tveggja barna og neyðist til að standa mig í því um leið og ég stend mig í náminu. Er það ekki annars? Ég íhugaði um tíma að vera á Íslandi í vetur, en það var slegið út af borðinu. Ég viðurkenni að mér finnst það dálítið súrt, ég hef ekki enn komist í að hlusta á tímana sem hófust í vikunni og mig verkjar af löngun til að vera staðnemi, það var svo gaman í fyrra.
Börnin eru í tónlistarskóla og mæta þangað þrisvar í viku. Ég hef það á minni könnu þegar tímarnir lenda á skóladögum. Eitthvað af tímunum lendir á miðvikudögum, en það eru líka einu dagarnir sem við fjölskyldan eigum saman í vetur. Maðurinn minn ætlar að vinna allar helgar og er þá oft horfinn út fyrir sjö á morgnana, en hann kaupir söluvöru sína á flóamörkuðum og vill vera mættur fyrstur.

Það stefnir sumsé í hörku vetur og eins gott að vera í formi. Þess vegna er einboðið að byrja aftur á froskastökkum og fara að hunskast í að byrja aftur að hlaupa. Svo ætla ég að skrá mig í leikfimina hjá bænum, vona að þeir tímar sem ég stefni á að mæta í, séu almennilegt púl og sviti.

Á eftir á ég svo tíma hjá lækni, til að ræða um bólusetningar vegna ferðar til Afríku. Hvort sú ferð verður farin í vetur eða ekki, verður tíminn að leiða í ljós, það veltur á utanaðkomandi þáttum sem ég hef lítið um að segja. Það gæti sett strik í námslokin, en so be it. Ég held einhvern veginn að þessi ákvörðun um að fara til Afríku sé ein sú besta sem ég hef tekið á síðustu árum, og allt í sambandi við þessa mögulegu ferð er mér hvatning og innblástur.

Lifið í friði.

9 Responses to “horft fram veginn”


 1. 2 HarpaJ 3 Sep, 2010 kl. 1:48 e.h.

  Fara til Afríku? Spennó!
  Hitt er líka spennó – en Afríka er mest spennandi verð ég að segja…

 2. 3 einar 3 Sep, 2010 kl. 3:19 e.h.

  Maður kemur sér aldrei að verki nema skilafrestur sé í nánd. Svo telur maður sér trú um að maður vinni betur undir pressu. Kannast við þetta.

 3. 4 parisardaman 3 Sep, 2010 kl. 8:08 e.h.

  Það vantar alveg like-fídusinn á athugasemdir hér:) Harpa, jahá, það er sko aðalspennan í lífi mínu þessa dagana. Nú verða allir að krossa fingur, búið að skipta um dómsmálaráðherra og sá sem kom í staðinn er einmitt einn af mínum eftirlætisstjórnmálamönnum. Það finnst mér t.d. boða gott, því ferð mín er m.a. undir geðþótta/prófessíónalisma/eitthvað sem ég skil ekki og ráðherrar þurfa að fara eftir… komin.
  Einar, nákvæmlega það sem ég segi mér en hélt í mér að setja í færsluna því innst inni veit ég að þetta er haugalygi.

 4. 5 Hlédís 4 Sep, 2010 kl. 7:12 f.h.

  Gangi ér vel, kærust!

 5. 6 Hlédís 4 Sep, 2010 kl. 7:13 f.h.

  ÞÉR átti að standa 🙂

 6. 7 baun 4 Sep, 2010 kl. 5:30 e.h.

  Haha, „þér átti að standa“. Afsakið, aulahúmor.

  Flott hjá þér annars Kristín, megi dugnaðurinn duga þér og draumarnir rætast:)

 7. 8 parisardaman 4 Sep, 2010 kl. 5:44 e.h.

  Thíhí, takk báðar góðu konur:)

 8. 9 ella 4 Sep, 2010 kl. 10:09 e.h.

  🙂 Afríka.
  Á síðustu stundu? Hvað er nú það?


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: