Au revoir, Claude

Ég horfði á síðustu mynd Claude Chabrol í gærkvöldi, í tilefni af andláti hans. Við áttum hana á harða disknum frá því í sumar, tókum hana upp úr sjónvarpinu.

Gérard Depardieu segir í lokin: „Ég hef á tilfinningunni að ég hafi verið gabbaður.“

Áhorfandinn veit nákvæmlega hvað hann á við, veit ekki hvað snýr upp eða niður í myndinni. Það er ekki einu sinni algerlega ljóst hver er hvað, er lögfræðingurinn sami leikari og sá sem leikur rónann? Samt leiðist manni aldrei og er alveg sáttur í lokin. Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég vaknaði í morgun var nýr möguleiki á því hvað „raunverulega“ gerðist. Alger snilld.

Alveg eins og lífið. Hvað er „rétt“? Hvað er „raunverulegt“? Það er alveg fáránlegt að telja sig færan um að höndla það.

Lifið í friði.

8 Responses to “Au revoir, Claude”


 1. 1 Guðrún Anna Finnbogadóttir 14 Sep, 2010 kl. 7:22 f.h.

  Virkilega góð pæling, passar við allt eins og það er í dag.

 2. 5 Hulda 14 Sep, 2010 kl. 12:08 e.h.

  Þar fór mikill meistari.

 3. 6 Stefán Snævarr 14 Sep, 2010 kl. 6:37 e.h.

  Chabrol var upptekinn af hinum illa dulda sjarma borgarastéttarinnar enda af henni komin. Við þyrftum einn slíkan á Fróni sem gæti kortlagt hina nýríku plebbaborgarastétt okkar í kvikmyndum, hennar algerlega ódulda sjarmaleysi.

 4. 8 Elísabet 14 Sep, 2010 kl. 9:37 e.h.

  „Ódulið sjarmaleysi“ er skondið orðasamband og segir meira en margt.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: