þolinmæði

Fyrir mér eru framfarir ekki tengdar hagvexti. Fyrir mér er það beinlínis rangt að mæla hamingju og velgengni með hagfræðilíkönum.
Það virðist gera mig að fífli og ógeði í augum þeirra sem ekki eru sammála mér. Mér finnst þeir hins vegar hvorki vera fífl né ógeð. Ég væri alveg til í að geta rætt við þá af alvöru. En ég get ekki rætt við fólk sem sýnir dónaskap.
Einhver sagði mig þolinmóða. En ég hef enga þolinmæði gagnvart bolum sem ryðjast yfir aðra með óþverraskap. Ég vorkenni þeim. Og maður á alltaf mjög erfitt með að þola til lengdar fólk sem maður vorkennir.

[viðbót: Tilvalið er að benda á Framfaragoðsögnina. Hún fæst í Bóksölunni og kostar heilar 2691 krónur.]

Lifið í friði.

3 Responses to “þolinmæði”


 1. 1 Uni Gíslason 18 Sep, 2010 kl. 12:44 e.h.

  Vel mælt, ég hef svo sannarlega upplifað það sama (enda sýnist mér augljóst að hagvöxtur sé afskaplega takmörkuð mælieining á raunverulega þróun) – en jú þeir heittrúuðu bregðast ævinlega við eins og um persónulega móðgun hafi verið að ræða.

  Ég er þér fullkomlega sammála í viðhorfi þínu gagnvart hagvexti. Það er ekki mælieining á raunverulega þróun. Fjarri því.

 2. 2 Elísabet 18 Sep, 2010 kl. 5:03 e.h.

  Hagvöxtur er arfavont kepppikefli, enda byggður á græðgi og skeytingarleysi gagnvart fólki og gæðum jarðar.

 3. 3 ella 19 Sep, 2010 kl. 11:46 e.h.

  Það dregur úr hagvexti að lagfæra og endurnýta = ég er á móti steindauðum hagvexti.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: