Álfar og tröll

Mig langar svo að vita hvort þeir sem telja ekkert mál að „bara prófa“ að setja niður risaálverksmiðjur, að punga út fyrir öllu því sem þarf til þess, án þess að vera viss um það að hreina orkan okkar sé nægileg, án þess að vera viss um að landið okkar þoli þetta, mig langar svo að vita hvort þeir sem eru í liðinu „á móti“ mér, Andra, Framtíðarlandsfólkinu, Saving Iceland fólkinu og öllum hinum, hafi setið og jánkað og kinkað kolli og kannski líka hlegið aðeins, þegar Tryggvi Þór ásakar Andra Snæ um að „vera á móti framförum“, um að hafa „búið til gull úr skít“ (það sama og Tryggvi Þór notar sem rök fyrir því að taka áhættu á því að skemma, er umbreytt í einhvers konar Akkilesarhæl á Andra) og þegar hann kallar hann „prest í Culti“ (ofstækistrúarpredikara).
Finnst því fólki þetta nægjanleg rök til að taka sénsinn á því að eyðileggja landið og koma okkur enn dýpra niður í skuldafenið, um leið og við höfum okkur að þvílíkum fíflum á alþjóðavettvangi, að jafnvel ferðamenn munu fara að sniðganga landið? Því munið það, að nú er mikill áhugi á Íslandi og það er fylgst mjög vel með okkur. Við erum í tísku. Núna. Hver veit hvað verður á morgun?

Eins og Andri bendir á í gær, er það gersamlega óþolandi hvernig búið er að skipa þjóðinni í tvær fylkingar sem eiga ekki að geta talað saman án þess að níða hvor aðra niður. Öðru megin eru krúttlegu álfarnir sem eru á móti öllu og gegn þeim standa flottu tröllin sem vilja bara grafa, grafa, grafa. Eins og það sé ekkert til sem heitir samræður, samvinna, millivegur… Meira um frasa og bólur, alhæfingar og almenningsálit síðar.

Lifið í friði.

17 Responses to “Álfar og tröll”


 1. 1 Kristín 21 Sep, 2010 kl. 7:47 f.h.

  Virkjunarsinninn heitir Tryggvi Þór Herbertsson 🙂
  Ég er sammála því að það þurfi að staldra við og skoða hvert við stefnum. Ef við högum okkur líkt og baugsfeðgar þá förum við einungis í samkeppni við okkur sjálf um álframleiðslu og því þarf að passa að setja ekki öll eggin í sömu körfuna.
  Alþingismenn! Gætið að almannahag, hættið þessari tækifærismennsku og vinsældaeltingarleik. Takið skynsamlegar ákvarðanir! Varðveitum landið okkur og framleiðum á breiðari markaði en einungis álmarkaðinum.

 2. 2 parisardaman 21 Sep, 2010 kl. 8:05 f.h.

  Ah, mea culpa. Svona er að blogga í rúminu eldsnemma:) Laga þetta, takk nafna. Og já, það þarf að staldra við. Hætta að öskra…

 3. 3 Siggi 21 Sep, 2010 kl. 9:30 f.h.

  Við sjáum með hverjum þú stendur ef velja þarf á milli náttúrunnar og afdrifa þúsunda fjölskyldna. Það er svo vitaskuld ekkert þarna á milli? Svona frá Parsís séð!

 4. 4 parisardaman 21 Sep, 2010 kl. 9:38 f.h.

  Siggi, lestu mig aftur. Hvar í ósköpunum stend ég? Hvað er ég að reyna að benda á? Þú skipar þér í eina fylkingu og treður mér í aðra án þess að hika. Lestu aftur.

 5. 5 HarpaJ 21 Sep, 2010 kl. 10:36 f.h.

  Einmitt Kristín. Einmitt.

 6. 6 HarpaJ 21 Sep, 2010 kl. 10:38 f.h.

  Heyrðu – þegar ég sé þetta svona á skjánum virkar kommentið hér fyrir ofan eins og kaldhæðni. En ég er sem sagt alveg og fullkomlega sammála þér frú Kristín – bara svo það sé á hreinu.

 7. 7 Siggi 21 Sep, 2010 kl. 10:50 f.h.

  Hvernig getum við talað saman þegar önnur röddin heyrist ekki? Það birtist t.d. verulega tímabær pistill á Pressunni í fyrradag undir fyrirsögninni „Hernaðurinn gegn fólkinu í landinu“ eftir Róbert Trausta Árnason. Það hefur, að ég best veit, enginn minnst einu orði á þennan pistil nokkurs staðar í samfélaginu.

  Ef þessi pistill hefði heitið „Hernaðurinn gegn náttúrunni“ og verið eftir Andra Snæ Magnason, þá væri fjallað um greinina í öllum fjölmiðlum landsins og náunginn hefði ekki undan að mæta í viðtöl. Þannig er þetta bara.

 8. 8 parisardaman 21 Sep, 2010 kl. 11:51 f.h.

  Siggi. Ég fór og las þennan pistil. Hann er árás á Ómar Ragnarsson, án nokkurra raka, án nokkurs málefnalegs innleggs í umræðuna. Hann er nákvæmlega svona öskur í svarthvítu eins og ég er að frábiðja mér. Í alvöru talað, ég veit ekki hverju ég á að svara þér öðru en: Lestu mig aftur.

 9. 9 Kristín 21 Sep, 2010 kl. 12:03 e.h.

  Takk Siggi fyrir að benda á þennan pistil, en verð að segja að ég sé algjörlega ósammála viðkomandi pistlahöfundi.
  Ég tel að Andri Snær t.d. sé ekki afturhaldsseggur eins og margir vilja stimpla hann. Hann vill fara varlega í sakirnar og nýta þær virkjanir betur sem við höfum nú þegar byggt. Hann fjallar um reglukerfið og kaup á túrbínum án þess að hafa leyfi fyrir frekari nýtingu á ákveðnum svæðum og jafnvel spurning hvort að orkan sé til.
  Ómar benti okkur á hversu mikið svæði færi undir vatn við byggingu Kárahnjúkavirkjunar og tel ég það ekkert aukaatriði. Ég ferðast mikið um landið og ef einhverjar af þessum fyrirhuguðu virkjunum verða framkvæmdar fara nokkrar mjög merkilegar náttúruperlur undir vatn, erum við tilbúin að fórna landinu fyrir einhvern lifistandard?
  Það þyrfti frekar að breyta um peningastefnu Íslendinga.

 10. 10 parisardaman 21 Sep, 2010 kl. 12:46 e.h.

  Frasinn: „Frekar fólkið en náttúruna“ er náttúrulega einn sá fyndnasti. Hvernig í déskotanum eigum við að lifa „án náttúrunnar“? Eigum við að borða ál? Málið er að finna leið til að lifa í sátt og samlyndi. Við aðra menn og við náttúruna. Ef okkur tekst það, erum við komin með þetta. Ekki fyrr. Þetta er kannski væmið, kannski nostalgískt, kannski ofsalega barnalegt og mikil afturhaldsemi í þessu. En samt. Þetta er málið.

 11. 11 Siggi 21 Sep, 2010 kl. 1:37 e.h.

  Ég hef verið atvinnulaus í bráðum tvö ár og bý á Suðurnesjum. Þið ættuð bara að vita hverju aðili í slíkri stöðu er tilbúinn að fórna. Ómar Ragnarsson veit örugglega ekki hvað það er að horfa í gaupnir sér eins og mjög margir neyðast til að gera. Honum virðist fyrirmunað að setja sig í spor annarra manna.

  Ég get þó látið finna fyrir mér á blogginu innan um „velunnara“ mína sem þykjast vita hvað mér er fyrir bestu.

 12. 12 Kristín 21 Sep, 2010 kl. 3:01 e.h.

  Ég finn til með þér Siggi og þykir leitt að heyra um stöðu þína. Ég vildi einnig óska þess að bilið á milli fátækra og ríkra á Íslandi væri ekki svona breitt og að meiri jöfnuður ríkti meðal okkar. Þetta veldur aðeins reiði og ólgu í samfélaginu okkar og er ólíðandi.
  Þó að peningastaða okkar sé slæm þá tel ég samt að við eigum ekki að fjárfesta þeim fáu krónum sem við teljum okkur eiga í sama iðnaðinn og frekar ættum við að skoða þá möguleika að fullnýta orkuna sem við erum nú þegar búin að bora fyrir líkt og Kristín Vala fjallar um í Future of Hope og fara að rækta okkar eigið lífræna grænmeti og ávexti.
  Við megum ekki gefast upp heldur verðum við að berjast fyrir betra Íslandi, þó það verður kannski ekki fyrir okkur þá fyrir afkomendur okkar.

 13. 13 Siggi 21 Sep, 2010 kl. 4:03 e.h.

  Mér liggur við að segja Kristín: Ef þú hefur samúð með Suðurnesjamanni þá átt þú ekki heima hérna á „Eyjunni“.

  Ef ég ætti að setjast niður til að ræða atvinnumálin á Íslandi væri mitt fyrsta vers: Atvinnuleysi skal skilgreina sem mannréttindabrot.

  Það færi síðan eftir undirtektum við ofangreinda staðhæfingu hvort það þýddi yfir höfuð að ræða málin frekar.

  Það er hins vegar óvenjulegt og ánægjuleg tilbreyting að heyra tóninn í málflutningi þínum. Takk fyrir það.

 14. 14 Kristín 21 Sep, 2010 kl. 4:20 e.h.

  Siggi ef þú telur að ég sé parísardaman þá er það rangt.
  Ég er nýbyrjuð að kommenta á blogg hérna á eyjunni, vegna þess að mér misbýður verulega andleysi og máttleysi í peningastefnu alþingis og rvkborgar (miðað við síðustu fréttir frá þeim bæ). Ég er engu betur stödd en þú, við búum í sama samfélaginu. Ég hef samfélagslega ábyrgð gagnvart náunga mínum og skorast ekkert undan því.
  Ég er bara ósammála þér í þeirri stefnu sem við eigum að taka í okkar erfiðu stöðu.

 15. 15 Siggi 21 Sep, 2010 kl. 5:39 e.h.

  Það hlaut að vera Kristín, að þú værir ný á þessum vettvangi. Hingað kemur nefnilega eingöngu fólk sem hefur fastmótaðar, óhagganlegar skoðanir.

  Það kemur enginn hingað á Eyjuna til að „ræða málin“, aðeins til níðingsskapar og skítkasts. Láttu þér því ekki bregða þegar þú verður vör við færibandaskoðanir á sjálfstýringu!

 16. 16 parisardaman 22 Sep, 2010 kl. 6:58 f.h.

  Hehemm, ég tel mig nú einmitt ekki hafa fastmótaðar óhagganlegar skoðanir:) Og samþykkti með semingi að koma hingað á Eyjuna, þó mig ói við sumu sem hér flæðir um.
  Ég finn til með atvinnulausum og skil að þeir séu tilbúnir til að taka áhættu. Þeir verða hins vegar að muna að áhættan getur dregið okkur lengra niður, og jafnvel tekið fleiri með sér í fallinu. Það er betra að staldra við og hugsa. Mundu það Siggi, að Andri er búinn að þaullesa skýrslur vísindamanna, hann er ekki bara að gala út í loftið til að bjarga blómi, burtséð frá fólkinu.

  Ég er innilega sammála nöfnu minni, mér finnst við ættum að einbeita okkur að lífrænni ræktun og fleiru í matvælaframleiðslu, eins og geitum og hænum. Alltaf á rólegu nótunum, þ.e.a.s. ég held við eigum að forðast massaframleiðslu á erfðabreyttu, miðað við reynslu mína hér í Frakklandi, fólk sniðgengur þær vörur mjög auðveldlega.

  Atvinnuleysi er hryllingur, sem íslenska þjóðin hefur ekki þurft að glíma við mjög lengi. Nú er það staðreynd, við erum komin á sama „stall“ og aðrar Evrópuþjóðir hafa verið á í langan tíma. Og ég tel ekkert ólíklegt að erfitt verði að má út atvinnuleysið, þó ég voni vitanlega að það hafist.
  Ég get ekki ímyndað mér hvað yrði um mig ef ég sæti og horfði í gaupnir mér, hef nú oft sagt frá því hvað ég var heppin að vera skráð í nám þegar hrunið varð, líklega hefði ég annars orðið gaga veturinn 2008-2009, þegar íslenskir ferðamenn hættu að koma til Parísar.
  En ég held að við ættum líka að huga að því að fólk geti verið atvinnulaust með sæmd. Að breyta viðhorfinu til atvinnulausra, því ég held, því miður, að þetta geti orðið ansi langur tími.

 17. 17 Sigurbjörn 23 Sep, 2010 kl. 1:26 e.h.

  SÖKKVUM EYJUNNI! LIFI BILTINGIN!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: