endurfæðing í hunangi

Haustið kom til Parísar um síðustu helgi. Einhver rændi indíánasumrinu okkar og lét okkur hafa hráslaga og gráma í staðinn.
Ferð á framandi slóðir í gær læknaði mig örlítið af haustleiðanum. Ég var tekin og skrúbbuð með krydduðu hunangi, síðan smurð annars konar krydduðu hunangi og vafin inn í dúk og látin liggja á hitaplötu. Svo var andlitið á mér skrúbbað varlega með enn einu hunanginu og síðan var ég nudduð ljúflega upp úr ilmolíum. Þetta var fertugsafmælisgjöf nokkurra vina minna, gjafakortið hefði runnið út í næstu viku. Í raun finnst mér að ég ætti að geta fengið svona meðferð, tja, mánaðarlega, en ég veit að ég get það samt ekki. Ég er samt að spá í að lofa sjálfri mér því að gera þetta alla vega árlega. Og fara líka oftar bara í hammam. Þetta hammam er í hverfinu mínu, ég hef verið á leiðinni síðan ég flutti hingað, fyrir sex og hálfu ári síðan.
Í dag fór ég svo í leikfimistíma í annað skipti. Síðasta þriðjudag datt ég næstum niður dauð í miðjum tíma og ég get lofað ykkur því að ég er ekki að ýkja þegar ég segi að ég lék mér að því að sjá sjálfa mig fyrir mér taka kennarann og buffa hana. Í dag fann ég varla fyrir nokkru. Eiginlega frústreruð. Ætli maður endurfæðist í alvörunni við svona hungangsmaríneringu? Mér leið þannig í gær, og virðist í betra formi en fyrir viku síðan, þó ég hafi verið á fullu við allt annað en að þjálfa mig eða borða hollan mat.

Lifið í friði.

6 Responses to “endurfæðing í hunangi”


 1. 1 Sigurbjörn 28 Sep, 2010 kl. 5:00 e.h.

  Þú ert þá bara orðin eins og hunangsgljáð skinka!

 2. 2 parisardaman 28 Sep, 2010 kl. 5:35 e.h.

  Nákvæmlega. Ég sleppti samt öllu svona litun og plokkun og svoleiðis.

 3. 3 Elísabet 28 Sep, 2010 kl. 10:27 e.h.

  Hljómar doldið klístrað að láta rjóða sig hunangi, en býður ugglaust upp á ýmsa möguleika..

 4. 4 parisardaman 29 Sep, 2010 kl. 5:37 f.h.

  Það var nefnilega ekkert klístur í gangi, þetta var áreiðanlega erfðabreytt hunang með alls konar efnum í til að gera það mjúkt. En þetta var svoooooona gott.

 5. 5 HarpaJ 29 Sep, 2010 kl. 9:56 f.h.

  Ég hef einu sinni farið í hamamm. Það var í Ankara- nánast í fornöld – en það var æði.

 6. 6 parisardaman 30 Sep, 2010 kl. 10:00 f.h.

  Já, það er nú líka hægt að fá ansi mikið út úr sundferð á Íslandi, með tilheyrandi gufuböðum og pottum, en almennilegt hammam er náttúrulega exótískara, til dæmis voru einhvers konar stjörnur í loftinu inni í eimbaðinu, sem skiptu litum reglulega. Svaka flott allt saman.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: