rugl

Ég er að reyna að fylgjast með því sem gengur á heima núna, en það er ekki auðvelt þegar maður er á kafi í skólaverkefnum, vinnu og að taka á móti vinum í heimsókn.
Ég hef alls konar skoðanir á málinu, en þær eru ruglingslegar og ég get ekki skrifað þær. Þess vegna ætla ég bara að segja ykkur frá því að tómatarnir roðna hratt og vel í eldhúsglugganum, vafðir inn í dagblaðapappír. Kartöflurnar eru orðnar risastórar og verða vonandi teknar upp á sunnudag. Það veldur mér þó heilabrotum að það virðast aldrei fleiri en tvær á hverju grasi. Hvaða lásí uppskera er það nú? Kryddjurtirnar eru smáar, en bragðgóðar, þó basílíkan þoli illa kuldann og sé blettótt. Spínatið er byrjað að stinga sér upp úr jörðu, og loksins kom vinkona að skoða garðinn og gaf mér smá hugmyndir um hvernig ég gæti útfært hann næsta vor. Mig sárvantaði fullorðinsálit á því og nú er þetta komið, held ég. Ég er farin að sjá fyrir mér hvernig þetta verður og fínt verður það.
Nú er að skella á risaverkefni sem ég hef verið að undirbúa síðan í sumar. Ég hlakka til að hitta fólkið og standa í þessu öllu saman. Hlakka samt mest til að þetta sé búið, því einhvern veginn er heilinn á mér á suðupunkti, allt of mikið af hugsunum, möguleikum, vandamálum… Ég sé fyrir mér að þau fari, að ég klári þýðinguna fyrir skólann og eftir það verði þetta bara svona ljúft og rennandi fram í desember. Je ræt. Ég er orðin eins og tengdamamma. Segi alltaf að það sé að fara að hægjast um í næstu viku. En segi það í hverri viku.
Ég vildi óska þess að ég gæti bara eytt restinni af lífinu smurð hunangi, liggjandi á heitum steini.

Lifið í friði.

6 Responses to “rugl”


 1. 1 Frú Sigurbjörg 2 Okt, 2010 kl. 8:11 f.h.

  Tómatarnir fara þá ekki fyrir landsdóm, ég samgleðst.
  Þú hefur enga eirð í þér til að liggja klístruð á steini, haltu bara áfram að njóta þess alls með rauðan varalit á vörum.

 2. 2 Lissy 2 Okt, 2010 kl. 8:50 f.h.

  Well, both the garden and the politics are more or less about hope, and resolution. I hope the potatoes are good.

 3. 3 Elísabet 2 Okt, 2010 kl. 11:55 f.h.

  Fyrirsögn pistilsins er merkilega vel við hæfi. Skil vel að þú púllir Chance á þetta..

 4. 4 hildigunnur 2 Okt, 2010 kl. 10:53 e.h.

  Spennandi að heyra meira um verkefnið og yndislegt að lesa um garð og pælingar og þannig, ég er gersamlega viljandi ekkert að fjalla um pólitík á nýviðreistri síðunni minni. Það er nóg af þrasinu úti um allt!

 5. 5 ella 3 Okt, 2010 kl. 10:43 f.h.

  Hunangssmurning virkar mjög sennilega afar aðlaðandi fyrir flugur – og ef til vill fleiri. Ég hvet þig eindregið til að endurskoða málið.

 6. 6 Svanfríður 6 Okt, 2010 kl. 1:24 f.h.

  Hlakka til að lesa meira um verkefnið og líka að sjá myndir af garðinum næsta sumar.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: