skór og þjáning

Ég kláraði vinnuna í vikunni með ágætum, held ég. Erfitt, en gaman. Allt öðruvísi en það sem ég er vön að vera að gera. Á þriðjudag þurfti ég að vera dálítið fín. Ég fór í nýju hælaskóna mína, sem ég keypti mér eldrauða á hálfvirði á dögunum (líklega úreldur litur) og hljóp um á þeim í nokkra klukkutíma. Bæði upp og niður stiga og fram og aftur miðaldagöngustíg með tilheyrandi misgengi. Þeir hafa því staðist prófið. Ég fékk að vísu smá blöðrur en náði samt að halda áfram að ganga skóna til í vikunni, fer á þeim út að sækja krakkana í skólann. M.a.s. búin að hjóla á þeim án nokkurra vandræða. Ég er sem sagt mjög ánægð með nýju skóna.
Ég er ekki alveg eins ánægð með verkefnaskil vikunnar í skólanum. Ég skilaði einu verkefni degi of seint, og flausturslega unnu. Hitt á að fara frá mér á morgun, sunnudag, og mér líður ekki vel með tilhugsunina. En ég hamast þó við og er búin að fá að vita að það verður í lagi að skila ekki öllu í einu.
Það verkefni er þýðing á fræðigrein. Ég valdi grein sem ég stúderaði hjá sjálfum höfundinum í fyrra svo ég þekki hana inn og út. Það er samt alveg magnað hvað það er erfitt að koma því sem maður skilur nokkuð vel, yfir á nýtt tungumál. Þýðingar eru endalaust valfrelsi. En því fylgir engin frelsistilfinning, heldur bara þrúgandi efasemdir. En samt finnst mér þetta gaman. Vinkona mín segir að ég sé masókisti. Ég álít mig frekar sérhlífna manneskju, en kannski brýst minn masókismi út í að finnast gaman að þýða.
Í matarpásunni í gær renndi ég yfir unnið verk og rak augun í orð sem ég var ekki alveg viss með. Ég gúgglaði því, og það kemur eingöngu fyrir á færeyskum síðum. Eins og er, er því eitt færeyskt orð í greininni, en mér finnst það smellpassa í íslenskuna. Orðið er sagnorðið „að sóttverja“. Ég fór ekki út í að kanna hvort það færeyska sé sagnorð, grunar samt að það sé nafnorð.

Lifið í friði.

11 Responses to “skór og þjáning”


 1. 1 beggi dot com 9 Okt, 2010 kl. 8:50 f.h.

  ,,Í Bandaríkjunum kveða lög á um að vatnsveitur þurfi að sóttverja neysluvatn, algengast er að það sé gert með því að blanda klór í vatnið.“

  Ritgerð eftir Lárus Rúnar Ástvaldsson
  http://skemman.is/stream/get/1946/5502/1/Er_bl%C3%BD_a%C3%B0_finna_%C3%AD_neysluvatni_%C3%A1_%C3%8Dsland_loka.pdf;jsessionid=E99D6EA9C393A109A9D486D7275B7DB6

 2. 2 parisardaman 9 Okt, 2010 kl. 8:53 f.h.

  Hah, ég er þá ekki ein? Ég skil ekki alveg alltaf hvernig gúgglast hjá mér… en ég var reyndar dálítið að flýta mér í gær. Og borða.

 3. 3 beggi dot com 9 Okt, 2010 kl. 9:09 f.h.

  Það geta komið mismunandi niðurstöður eftir upprunalandi gúgls.

 4. 4 beggi dot com 9 Okt, 2010 kl. 9:11 f.h.

  Mér skilst að að sóttverja á færeysku sé að setja í einangrun (e. quarantine) og að verja á færeysku sé vörn (varnir) á íslensku.

 5. 5 parisardaman 9 Okt, 2010 kl. 10:32 f.h.

  Ég man einmitt að markmaður er verja, á færeysku. Alla vega var einhver gamall fótboltabrandari um verju sem brast og allt lak inn eða eitthvað svoleiðis.

 6. 6 hildigunnur 9 Okt, 2010 kl. 11:20 f.h.

  Eldrauðir skór verða aldrei úreltir!

 7. 7 parisardaman 9 Okt, 2010 kl. 1:09 e.h.

  Algerlega bráðfyndið Hildigunnur. En ekki kvarta ég:)

 8. 8 Elísabet 9 Okt, 2010 kl. 10:20 e.h.

  Gjörsamlega grúví skótau!

 9. 9 Svanfríður 10 Okt, 2010 kl. 3:08 e.h.

  Rauðir skór eru og verða alltaf móðins!

 10. 10 Sigurbjörn 11 Okt, 2010 kl. 8:45 f.h.

  Sóttverja er nafnorð með tvær merkingar, (i) bóluefni (verja fyri sótt) og (ii) sóttkví (bráðfeingis avbyrging av (møguligum) smittubera).

  Til gamans má geta að smokkar kallast hít á færeysku. Og nú geta menn hlegið dátt …

 11. 11 Líba 11 Okt, 2010 kl. 11:20 f.h.

  “… endalaust valfrelsi … þrúgandi efasemdir.“ Er ekki vogin bara of mikið að vega … það er altént þekkt fyrirbæri hér á bæ


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: