garðyrkjumaðurinn minn er vöðvastæltur

Í dag plantaði ég túlípanalaukum í blönduðum litum, vitanlega. Þeir áttu að fara á 20 cm dýpi, en fóru ekki nema 15 cm ofan í leirugan jarðveginn. Ég gat ekki gert betur en það. Fjárfesti í sérstakri græju til að gera holur, og þetta var sú stærsta í búðinni. Þetta var erfiðisvinna og ég get varla vélritað núna, alveg búin í fingrunum. En mér líður alltaf jafnvel í garðinum og gleymi gersamlega stað og stund. Með Víðsjá í eyrunum og mold á hnjánum. C’est la vie!

Á morgun fer ég svo í langferð með lest. Það finnst mér alltaf jafnævintýralega gaman, þó ég hafi búið í Frakklandi í 20 ár. Kannski er það rétt hjá vini mínum, að okkur finnist alltaf exótískt það sem er ekki til í okkar heimalandi. Þó við séum búin að vera innflytjendur í 20 ár. Kannski aðlagast maður aldrei að útlandinu sínu. Alla vega þvertek ég alltaf fyrir að vera orðin frönsk. Samt tel ég mig „góðan“ innflytjanda. Ég reyni að vera kurteis, ég hef áhuga á tungumálinu, menningunni, lífinu og m.a.s. pólitíkinni. Ég kann að elda franskan ömmumat og drekk töluvert (les: mjög mikið, áreiðanlega allt of mikið) af frönskum vínum.

Ég hlakka til að sjá hvernig vinir okkar hafa það í sveitinni. Hvort þau séu sátt við að hafa flutt frá París. Hvort þau mæli með þessu. Ég sé mig alveg þannig lagað séð fyrir mér í sveitahúsi með góðan garð. Og nettengingu og næga þýðingavinnu. Og ketti. Marga ketti. Og garðyrkjumann sem setur túlípanalaukan niður á 20 cm dýpi meðan ég horfi aðdáunaraugum á hann.

Lifið í friði.

3 Responses to “garðyrkjumaðurinn minn er vöðvastæltur”


 1. 1 anna 26 Okt, 2010 kl. 9:16 e.h.

  Sveitin hljómar alveg rosalega vel 🙂

 2. 2 parisardaman 26 Okt, 2010 kl. 10:28 e.h.

  Ég held ég sé orðin skotin í garðyrkjumanninum. Úpps!

 3. 3 Ásgerður 3 Nóv, 2010 kl. 5:32 e.h.

  Guð minn góður,
  ég væri til í að sjá garðyrkjumanninn.
  Ég held að ég sé líka orðin skotin í honum…
  garðyrkja-karlmennska-garðyrkja-karlmennska 100%
  Ertu til í að skella inn mynd af honum í góðu veðri..


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s





%d bloggurum líkar þetta: