Ögmundur

Sé á vef hins illa, að Ögmundur er eini ráðherrann sem hefur farið að hitta BÓT, aðgerðarhóp um bætt samfélag.

Ég hef alltaf haldið mikið upp á Ögmund, hann er einn af fáum alvöru vinstri stjórnmálamönnum sem eftir eru í þessu undarlega hvorki-né ástandi sem við búum við. Ég fékk það almennilega staðfest þegar hópur sem ég hef fylgst mjög náið með undanfarið, náði loksins áheyrn eftir að Ögmundur tók við dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu. Það eru ættleiðingarsamtökin, sem lengi reyndu að sýna fram á ágæti þess að taka upp samstarf við Tógó um ættleiðingar til Íslands. Þau töluðu lengi fyrir daufum eyrum fyrrum ráðherra, en Ögmundur tók þau á fund, hlustaði vel og var komið með málið í farveg á nokkrum dögum. Þetta er glæsileg frammistaða og það er engin spurning að málið er brýnt. Ég nenni ekki einu sinni að reyna að byrja að skrifa um þann fáránleika sem fylgir því að út um allan heim deyja börn úr hungri og vosbúð meðan fólk bíður árum saman á biðlista eftir börnumá velmegunarsvæðunum. Óþolandi tilhugsun.

Ögmundur er að gera góða hluti. Lítill fugl hvíslaði því að mér að hann byrji vinnudaginn svo snemma, að þegar hann hringdi í ættleiðingarfélagsfulltrúann klukkan átta að morgni, hafi hann líklega verið búinn að bíða í tvo, þrjá tíma eftir að geta hringt án þess að eiga á hættu að vekja hana.

Það vantar meira vinstri í vinstrið. Það er hið stóra vandamál vinstri flokkanna um alla Evrópu og ástæðan fyrir því að alls konar öfgahópar ná mun meira fylgi en eðlilegt er (svo má ræða það í hundrað ár, hvað sé eðlilegt og hvað ekki). Ögmundur er alvöru vinstri. Hann gæti tapað á því, fékk hvílíkt skítkast á sig fyrir að draga sig út þegar hann neitaði að taka þátt í miðjumoðinu. En svo gæti hann líka bara staðið uppi sem sterkur hluti af hópnum, og jafnvel ástæða þess að maður þó myndi nenna að hunskast á kjörstað í næstu kosningum. Það skyldi þó aldrei vera?

Viðbót vegna athugasemda á feisbúkk: Ég viðurkenni það að afstaða Ögmundar og fleiri vinstrimanna gagnvart ESB fer óhugnalega mikið í taugarnar á mér. Þar þurfa þau kannski að setjast niður og ígrunda hlutina betur.

Lifið í friði.

7 Responses to “Ögmundur”


 1. 1 Rósa 27 Okt, 2010 kl. 8:20 f.h.

  Ágætt er að Ögmundur sýni ættleiðingum áhuga.

  Traust í garð dómsmálaráðuneytisins hefur samkvæmt könnun hins vegar hríðfallið frá því að hann varð ráðherra.

  Það er verra.

 2. 2 Lux Perpetua 27 Okt, 2010 kl. 11:30 f.h.

  Heldur óskemmtilegt fyrir annars ágæt samtök að aðeins tveir mestu popúlistar og tækifærissinnar landsins, Ögmundur og forsetinn, mættu á fundinn.

 3. 3 Sverrir 27 Okt, 2010 kl. 11:37 f.h.

  Aldrei hefur Ögmundur tengst vinstrimennsku í mínum kolli. Þvermóðska og afturhaldssemi sýnast hafa verið ríkjandi þar sem hann hefur tekið afstöðu. Svo rammt hefur kveðið að þessu að hann rekst ekki einu sinni í eigin flokki þá loks að hann kemst inn í ríkisstjórn.

 4. 4 GlG 27 Okt, 2010 kl. 3:17 e.h.

  Já, fáránleiki finnst mér það
  að fólk sé látið bíða
  og núið sé um nasir að
  það nenni ekki að ….

 5. 5 Ari 27 Okt, 2010 kl. 3:20 e.h.

  nei, þú sérð ekki í gegnum lýðskrumið hjá honum. Hann lofar öllu fögru og að allt verði í lagi og allt sé hægt. Auðvitað vill fólkið heyra það.
  Maðurinn gugnaði á heilbrigðisráðherranum því að hann vissi að hann yrði óvinsæll af því að skera niður, sem er eitthvað sem þurfti að gera.

 6. 6 ella 28 Okt, 2010 kl. 4:52 f.h.

  Ég virði Ögmund og er viss um að hann fer eftir sinni sannfæringu og lætur ekki skikka sig að vinna öðruvísi. Það er aldeilis ekki óbrigðul leið til vinsælda. Þetta þýðir ekki endilega að ég sé alltaf sammála honum en oft er það þó.

 7. 7 Sigrún 31 Okt, 2010 kl. 1:32 f.h.

  Góð grein hjá þér Kristín. Ögmundur er að mínum dómi mjög í anda þess sem þú lýsir og þess vegna eru þín orð eins og töluð út frá mínu hjarta. Kommentin sem þú hefur fengið eru vægast sérkennileg og spurning hvernig þetta fólk vill að stjórnmálamenn og menn almennt séu. Er ekki rangt að kalla ærlega menn, jafnvel þó þeir séu stjórnmálamenn, lýðskrumara og popúlista. Er t.d. raunverulegur áhugi á kjörum fólks ekki eitthvað sem ber að virða meir en með ósönnum og ósmekklegum orðaleppum?


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: