læk

Ég þarf að pæla meira í að gera eins orðs færslur, það vekur greinilega svo mikla lukku.

Orð dagsins er sagnorðið að læka. Það kemur frá feisbúkk og ekki eru allir sammála um beygingu þess. Hvernig lækar þú?

Lifið í friði.

8 Responses to “læk”


 1. 1 Elísabet 3 Nóv, 2010 kl. 2:05 e.h.

  hóhó
  ég læka eins og mófó


  ég er til

  (þetta er djúpt ljóð um læk)

 2. 2 Eyja 3 Nóv, 2010 kl. 2:19 e.h.

  Beta, ég læka þig svona spræka.

 3. 3 Glúmur Gylfason 3 Nóv, 2010 kl. 2:36 e.h.

  „læka“ finnst ekki í orðabókinni.
  Þar má aðeins finna „lækja“ sem ílangt hey í hlöðu og staðbundið þó.
  Bloggari dvelst erlendis og veit líklega ekki að Íslendingar eru hættir að bera fram tvíhljóðið æ [ai:] en eftir stendur einhljóið a. Sbr. t.d. Granland eða öllu heldur Grannnland vegna þess að löngum sérhljóða hefur einnig verið útrýmt á síðustu 5 árum.
  Þannig lærir háskólagengið fólk nú af leikskólagengnum börnum sínum að segja ég vill [vidl]
  Af því að fjölmiðlaþulir tala nú um ánnna, brúnnna, skónnna, tánnna, slánnna og gera ekki greinarmun á en og enn o.s.frv., þá yrði umrætt orð nú borið fram [lahkka] eða [lahkkja] eftir því hvort notað er uppgóms eða framgóms k.

  PS
  Vegna þeirrar staðreyndar að 36% þeirra sem þó kalla sig Íslendinga er skítsama um allt og alla nema sjálfa sig, þ.m.t. einu sameignina, tunguna, þá mun hér átt við so að líka (vel, illa) við eitthvað.
  Það er þó orðiði sjaldgæft vegna þess að nú vilja Íslendingar ekki vera minni menn en enskumælandi, sem hafa eyðilagt orðið „love“, sem í því máli hefur glatað allri merkingu vegna ofnotkunar.
  Þannig líkar Íslendingum ekkert lengur heldur elska eða hata alla hluti – dauða jafnt sem lifandi.

  Reyndar er svo komið að stafurinn i er í munni margra nú þegar borinn fram upp á ensku: æ. Það er því engin þörf á að breyta stafsetningunni úr líka í læka.

  Þessu lík er sönn saga af konu sem kom akandi að nýju stórhýsi í Borgartúni sem nefnist Turn [turdn] og er merkt með því nafni.
  Hún tók BEYGJU ! og lenti ógöngum þess vegna.

 4. 4 parisardaman 3 Nóv, 2010 kl. 4:22 e.h.

  Elísabet frá Ofurlæk fær mitt atkvæði. Glúmur, hér eru utanorðabókaorð sérlega velkomin:)

 5. 5 Ásgerður 3 Nóv, 2010 kl. 5:28 e.h.

  Hæ.
  Ég heiti Gerða.
  Ég er læksjúk.
  Hef enga stjórn á þessu.
  Ég ætla alltaf að vera læksjúk.

 6. 6 Ari 3 Nóv, 2010 kl. 7:10 e.h.

  Ég læka ekki, mér dámar. Breyttu fésbókinni yfir í færeysku og þá dámar tær nógv.

 7. 7 hildigunnur 4 Nóv, 2010 kl. 1:04 e.h.

  best að smella á læk við færsluna. Hvernig smellir maður annars á læk? skellir hendi í rennandi vatnið?

 8. 8 Sigurbjörn 12 Nóv, 2010 kl. 9:40 f.h.

  dobbellæk á það, skvís. *knúz* ❤


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: