hark

Í dag fékk ég þá furðulegu flugu í höfuðið að skella mér í Ikea að sækja hillu sem ég ásælist og tel að geti breytt lífi mínu til hins betra. Í búðinni voru líklega allir íbúar Ile de France og greinilega margir búnir að finna út að lífið er betra með þessari hillu, og engin hafði verið skilin eftir handa mér. Ég fipaðist svo við þetta að ég keypti hvorki kerti né servíettur, en það var ætlunin. Og líklega er ég að ljúga því að ég hafi fipast við þetta, því hillan átti að vera á sjálfsafgreiðslulagernum, en þá hlýt ég að hafa verið löngu komin framhjá servíettum og kertum. En ég á alla vega ljósaseríu og tvær rúllur af fallegum umbúðapappír. Á annarri rúllunni eru glitrandi englar. Og kökubox, ég keypti kökubox. Stóra spurningin er hvort eitthvað verði bakað ofan í þau. Það verður alla vega ekki fyrr en í desember. Nú verð ég að rífa mig upp úr doða gagnvart náminu, sem ég skrifa á tæknileg vandamál með nýju tölvuna. Ég verð að leysa það mál og taka upp eitt stykki fyrirlestur, skrifa svo ritgerð upp úr honum, ljúka við þýðingu á Nathalie Sarraute sem ég byrjaði á fyrir löngu en hefur legið á ís, og gera eitthvað afskaplega dularfullt og skrýtið verkefni með rosalega tæknilegum þýðingabúnaði sem ég skil hvorki upp né niður í. Það er gaman að þessu. Er furða að mann langi mest að grafa holu, skríða ofan í hana og fá einhvern til að moka yfir? En ég geri það ekki. Ég er svoddan þjarkur, þó ég þurfi alltaf að væla og tauta yfir harkinu.

Lifið í friði.

2 Responses to “hark”


 1. 1 GlG 7 Nóv, 2010 kl. 10:11 e.h.

  Daman er – svo ég segi það pent –
  snúin frá þeirri villu
  að hún hafi í listinni lent
  í lífinu´ á rangri hillu

 2. 2 GlG 7 Nóv, 2010 kl. 10:12 e.h.

  leiðr:
  og lífinu á rangri h.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: