INRi – kerfið: skilgreining á mismunandi karltýpum

Karl nokkur Berndsen hefur gefið út bók um vaxtarlag og klæðaburð kvenna, líklega af hugulseminni einni saman, og kann ég honum bestu þakkir fyrir. Það er svo mikill munur fyrir okkur konur þegar karlmaður kemur okkur kvenkjánum til aðstoðar við að meta fegurð okkar, kosti okkar og galla og hvernig á að draga fram það sem gleður og hylja það sem hryllir.
Hann kallar kerfið sitt VAXI og hefur skipt okkur konum upp í fjóra flokka, eftir vaxtarlagi. Þið getið lesið nánar um bókina og kerfið hans hér, en ég mæli samt frekar með pistli Þorgerðar E. Sigurðardóttur í Víðsjá 18. nóvember sl. Hér er tengill, en ég minni á að hægt er að sækja Víðsjá í hlaðvarpinu.

Ég hef nú ákveðið, sem kona sem hefur gaman af því að horfa á karlmenn og vera með karlmönnum, að koma fram í dagsljósið með kerfið sem ég hef stuðst við í áraraðir, til að vega og meta karlmennina í kringum mig. Kannski Karl og fleiri kynbræður hans geti haft gagn og gaman af. Ég kalla kerfið INRi, og það er líka fjórflokkakerfi. Sem er bara tilviljun. Eða hvað?

Konur skyldi ávallt dæma út af vaxtarlagi alls líkamans. Skoða skal andlitið, hálsinn, barminn, mittið, mjaðmirnar, leggina og skóstærð og vandlega reikna út hlutföllin milli þessara parta áður en mat er lagt á konuna. Karlinn er mun einfaldara að meta. Nóg er að skoða það sem ég ætla í þessum greinarstúf að kalla „þriðja fótinn“. Þið vitið væntanlega hvað ég á við, en ég þori bara ekki að skrifa tippið.

I-maðurinn er sannur foli. Hann er með stinnan, flottan og vel stóran „þriðja fót“ og getur verið sannkallaður gleðigjafi. Ekki þarf að hafa fleiri orð um þessa týpu.
N-maðurinn er flóknari. Hann byrjar vel, er gleðigjafi, oft líka rómantískur og blíður. En allt í einu fer að halla undan (þriðja) fæti(num) og allt er í volli, þar til einn daginn hann kemur heim og tilkynnir þér að hann er kominn með nýja. Hann fer, og sú nýja er blómstrandi og hamingjusöm og greinilega með mikinn gleðigjafa í lífi sínu.
R-týpan er undantekningin sem sannar regluna. Sumir karlar eru bara ekkert annað en risastóra bjór/hamborgara/brúnusósuvömbin sem er framan á þeim. Ekkert um „þriðja fótinn“ að segja, þeir hafa ekki sjálfir séð hann svo lengi.
i-týpan er algjört krútt. Lítill, sperrtur og getur oft verið ansi skemmtilegur, ef það sem umlykur „þriðja fótinn“ inniheldur skýran heila, rétt fálmandi hendur o.s.frv. i-týpan með réttum aukahlutum er sumsé mjög hentugt eiginmannseintak.

Hvaða týpa ert þú, kæri karllesandi?

Lifið í friði.

21 Responses to “INRi – kerfið: skilgreining á mismunandi karltýpum”


 1. 1 Anna 26 Nóv, 2010 kl. 11:16 f.h.

  Spot on……

 2. 2 HarpaJ 26 Nóv, 2010 kl. 12:41 e.h.

  Og þú bara skellir þessu fram hérna alveg ókeypis og allt! Ætlarðu ekki að fylla upp í svona 2-300 blaðsíður með allskonar bulli og gefa út bók????

 3. 3 GlG 26 Nóv, 2010 kl. 1:26 e.h.

  Þurftafrekar þykja mér
  þessar líka skvísur
  en fimmta týpan færir þér
  frekar sínar vísur

  PS
  Bætti enn einni athugasemd við færsluna hér á undan,
  GLG

 4. 4 Sigurbjörn 26 Nóv, 2010 kl. 1:30 e.h.

  I utaná og i innaní.

 5. 5 GlG 26 Nóv, 2010 kl. 1:32 e.h.

  Ekki verður þú sökuð um klámfengni á meðan þú skrifar tippi með einföldu.
  Einbeitingin fer hjá konum þegar svona orð eru skrifuð.

 6. 6 Thrainn Kristinsson 26 Nóv, 2010 kl. 1:46 e.h.

  Hljómar eins og týpískur vinahópur á íslandi….vantar kannski eina kategoríu í við bót til að Berndsen geti verið með?

  En er ekki typpi með ypsiloni?

 7. 7 parisardaman 26 Nóv, 2010 kl. 2:09 e.h.

  Tippi og typpi eru jafngild orð. Ég hef aldrei getað ákveðið mig hvort er betra, en mér finnst tippi vera örlítið hjárænulegra svo ég notaði það viljandi hér í dag. Þetta var mjög meðvitað, sumsé.
  Sigubjörn, það er uppáhaldstýpan mín!

 8. 8 Eyja 26 Nóv, 2010 kl. 2:11 e.h.

  Skv. Berndsen hefur notkun VAXI-kerfisins og viðeigandi aðhaldsfatnaðar undraverð áhrif á sjálfstraust kvenna. Er ekki nauðsynlegt að redda líka aðhaldsundirfötum (helst nógu andskoti þröngum og óþægilegum!) fyrir karlana til að peppa þá svolítið upp?

 9. 9 Eyja 26 Nóv, 2010 kl. 2:12 e.h.

  Og já, tippi og typpi eru definitely jafngild.

 10. 10 Elísabet 26 Nóv, 2010 kl. 2:22 e.h.

  Hahahaha, nú hló baunbendill!

 11. 11 GlG 26 Nóv, 2010 kl. 3:11 e.h.

  Eyja segir: „Öll tippi og typpi jafn gild“
  Eru það ekki nýjar fréttir!

 12. 12 Eyja 26 Nóv, 2010 kl. 3:18 e.h.

  Nú var rangt eftir mér haft. Orðið ‘öll’ kom hvergi fyrir í mínum texta.

 13. 13 parisardaman 26 Nóv, 2010 kl. 3:55 e.h.

  Já, það er ekki það sama, tippi og öll tippi/typpi og öll typpi!

 14. 14 GlG 26 Nóv, 2010 kl. 4:53 e.h.

  Rökleysan er jöfn og söm þótt orðið „öll“ sé ekki haft með.
  Eða er eitt og sama tippið alltaf jafn gilt?

 15. 15 parisardaman 26 Nóv, 2010 kl. 5:55 e.h.

  Rökleysan? Eyja var nú bara að tala um stafsetninguna, svo það sé á hreinu:)

 16. 16 parisardaman 26 Nóv, 2010 kl. 6:40 e.h.

  Hehe, ég er að átta mig núna. Vá, þetta var dálítið djúpt, hahaha!

 17. 18 parisardaman 29 Nóv, 2010 kl. 7:19 f.h.

  Tippi hefur þennan skemmtilega eiginleika að geta verið misgilt og mislangt eftir aðstæðum hverju sinni.

 18. 19 Sigurbjörn 30 Nóv, 2010 kl. 5:22 e.h.

  TYPPI! Typpi, typpi, typpi, typpi, typpi, typpi, typpi, typpi, typpi! Typpi!

 19. 20 parisardaman 2 Des, 2010 kl. 7:54 f.h.

  Jájá, rólegur Sigurbjörn. Þú ert sammála Hlín Einars, so what?

 20. 21 Árni 3 Des, 2010 kl. 7:07 e.h.

  Dr. Ragnheiður Briem kenndi mér að skrifa typpi með yppsiloni, það ku vera komið af „toppur“. Ég veit ekki um neinn sem ég ætti að taka meira mark á.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: