snjór og kuldi – tepoki

Hér í Copavogure helst snjórinn vel á grænu svæðunum þó að göturnar verði strax auðar. Við Íslendingarnir erum alsæl með veðrið og hlæjum ofan í góðu ullartreflana að skjálfandi illa klæddum útlendingunum. Stundum er næstum gert grín að okkur fyrir að eiga svona svakalega góð vetrarföt, en á dögum eins og í gær og í dag erum við dauðöfunduð. Nú er fólk hætt að spyrja okkur í hæðnistóni hvort við séum á leið á skíði.
Ég hef aldrei skilið almennilega hvernig fólk getur ímyndað sér að það að klæða sig of vel geti gert mann veikan. Vinafólk mitt heldur þessu stöðugt fram og láta börnin vera húfulaus og með einhverjar plattrefladruslur um hálsinn, örmjóa sem hleypa kuldanum auðveldlega ofan í hálsmálið. Krakkarnir eru með lekandi hor og hóstandi allan veturinn en mömmurnar standa fast á því að þetta sé hollara heldur en „öfgarnar“ í mér, með alls konar kraga og lúffur og húfur bundnar undir hökuna svo eyrun séu í góðu skjóli.
Ég er kannski komin með mynd í jólakortin, en þar sem ég þarf að skrifa næstum heila ritgerð fyrir annað kvöld ásamt því að lagfæra þýðingu sem ég fékk til baka frá ritstýru fulla af alls konar góðum athugasemdum, veit ég að það skiptir engu máli fyrr en í fyrsta lagi á laugardagsmorgun. Helgin er ansi þéttskipuð, málverkasýning uppi í sveit á laugardag og jólaball á sunnudag. Kannski eitthvað fikt eða a.m.k. lestur um Trados (sem er farið að heita helvítistrados) og helst þyrfti ég að skjótast upp í Ikea eftir piparkökum. Hverslags bjánagangur var það í mér að kaupa ekki piparkökur þegar ég fór um daginn? Æ, já, ég man. Það voru þrjátíu manns í biðröð á eina kassanum í matvörubúðinni. Kannsi ég prenti út eitthvað að lesa um trados og skelli mér í biðröðina?

Lifið í friði.

4 Responses to “snjór og kuldi – tepoki”


 1. 1 Kristin Thorsteins 2 Des, 2010 kl. 10:20 f.h.

  Svo sammàla thér med klaedaburdinn à krökkunum hérna, sérstaklega finnst mér ég sjà mikid af lidi med ungabörn sem eru hufulaus og allslaus i kuldanum.

 2. 2 parisardaman 2 Des, 2010 kl. 10:21 f.h.

  Fólkið trúir því í alvöru að það sé að gera rétt. Ég veit ekki hvaðan það hefur þessi „vísindi“, kannski frá stóru lyfjafyrirtækjunum?

 3. 3 Árný Guðmundsdóttir 2 Des, 2010 kl. 8:35 e.h.

  Hef einmitt velt þessu fyrir mér með vettlingalausu ungabörnin í kerrunum með eldrauðar hendur og hor í nös – merkilegt! Og svo auðvitað húfulausu leik- og grunnskólabörnin. Hér eru allir dúðaðir og hvergi horrönd!

 4. 4 Halli 6 Des, 2010 kl. 10:20 e.h.

  trados er ekkert mál.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s





%d bloggurum líkar þetta: