femínisti deyr

Vegna þess hvað orðið femínisti er orðið útþvælt og gengisfellt hef ég ákveðið að hætta að kalla mig það og snúa aftur í að vera einfaldlega bara rauðsokka.
Einhvern veginn ímynda ég mér að konur sem skrifa um karlmenn eins og þeir séu skítaplebbar sem geti ekki átt vinkonur, bara hjásvæfur, og virðast í alvöru trúa því að allar alvöru konur séu svo uppteknar af útlitinu að þær séu til í að spandera tugum þúsunda króna á ári í snyrtivörur, spa og líkamsrækt, fari seint að kalla sig rauðsokkur. Því rauðsokkurnar voru náttúrulega ekki búnar að átta sig á því að biðja skuli til Dior og Guerlain, heldur voguðu sér að ganga um í mussum og slitnum fótlaga skóm, ómálaðar og jafnvel barasta feitar. Oj!

Þessar konur sem keppast nú við að halda því fram í ritdeilum á netinu að þær séu femínistar, trúa því að það sé smart og skemmtilegt að lepja upp nákvæmlega sömu velluna og hefur endalaust verið troðið upp á konur í sérstökum tímaritum ætluðum okkur. Þær velta sér upp úr frábærum kremum og meiriháttar augnskuggum og eru ógeðslega duglegar í ræktinni. Stundum sýna þær myndir úr einhverjum glanstímaritanna og þær hafa líka svipuð markmið í huga, þ.e. þær selja vöruna sem fjallað er um, bæði með auglýsingum á síðunum og stundum hnöppum inni í færslunum. Þær eru bara partur af iðnaðinum, en einhvern veginn geta þær samt ekki viðurkennt það, heldur nota óspart orðið blogg um þessar sölusíður sínar.
Þær svara allri gagnrýni á svo ruddalegum nótum að ég hef aldrei nennt að leggja orð í belg. Þetta er það eina sem ég mun skrifa um þetta „mál“ sem hefur m.a.s. náð í fjölmiðla undanfarna daga, eftir að ákveðin kona skrifaði frekar andstyggilega bloggfærslu um sinn harðasta gagnrýnanda, eftir að hún kom fram í viðtali í blaði og skaut niður þessi lífsstíls- og tísku“blogg“.
Að vísu var hin ákveðna kona fljót að taka út viðbjóðslegustu setninguna, en sú setning (sem fjallaði um að hin vonda konan væri illa riðin, svo ekki sé minnst á kynþáttafordómana sem skína þar í gegn) dugði mér þó til að sannfærast um að femínistastimpillinn sem ritarinn skreytir sig með, er feik. Og ég nenni ekki að láta rugla mér saman við svona konur.

Héðan í frá er ég sumsé rauðsokka og stolt af því.

Ég áskil mér þó þann rétt að fá að ganga áfram í mínum flegnu bolum og fallegu kjólum og jafnvel staulast um á hælum stundum, máluð og allt. Munurinn á mér og glanstímaritatýpunni er sá að mér dettur ekki í hug í sekúndubrot að reyna að upphefja mig fyrir að vera kvenleg. Ég er hins vegar ógeðslega montin af því hvað ég get verið góð, skemmtileg og klár!

Lifið í friði.

62 Responses to “femínisti deyr”


 1. 1 Líba 7 Des, 2010 kl. 5:10 e.h.

  Rauðsokka er samt líka of „loðið og teygjanlegt“ hugtak, finnst mér.
  Jafnréttissinni finnst mér segja það sem segja þarf þó það sé vissulega ekki tilfallið til fegurðarsamkeppni orða. Kannski er nýyrðis þörf hér.

 2. 2 Árný Guðmundsdóttir 7 Des, 2010 kl. 5:11 e.h.

  Vá hvað ég er glöð að lesa þetta – áfram rauðsokkur!

 3. 3 Elísabet 7 Des, 2010 kl. 5:12 e.h.

  Útlitsdýrkun, flokkun kvenfólks í bókstafi eftir líkamsvexti, staðalmyndir – allt er þetta mannskemmandi að mínu mati og dregur athyglina frá því sem máli skiptir. Ekkert að því að vekja athygli á yfirborðsmennskunni í háhæluðu kremabloggunum, gott hjá þér Kristín. Meira móteitur má t.d. finna hér: http://gagnrynt.blogspot.com/

 4. 5 parisardaman 7 Des, 2010 kl. 5:44 e.h.

  Mér finnst rauðsokka fullkomið orð og hefur alltaf þótt vænt um það. Svo er ég líka mjög oft í rauðum sokkum og það er meðvitað, þó það sé vissulega heppilegt hvað mér þykir rauður litur fallegur.

 5. 6 GH 7 Des, 2010 kl. 5:49 e.h.

  Æ … mér finnst nú óþarfi að gjaldfella orðið bara þótt ein „kona“ hafi misskilið það. Við hin vitum enn hvað það merkir og notum það í þeirri merkingu. Ég er femínisti og er stoltur af því.

 6. 7 hlín 7 Des, 2010 kl. 5:59 e.h.

  Sammála bloggara!

 7. 8 Ragnhildur H. 7 Des, 2010 kl. 6:11 e.h.

  Feministar eru þess eðlis ,að það ætti að vera nóg til að leggja þetta nafn og stett og það sem þeir telja sig standa fyrir niður með“ EINU PENNASTRIKI “ !!! rauðsokkur ! Svona i hófi !!!!!!!!!!!! En sameiginlegt eiga þessir hópar það að vera fólk sem ekki hefur fundið sinn stað i lifinu og á það að bitna á öllu i kringum það ????? öfgarnar út og suður og talað um það sem engin þekking er til ……………………….HUGSA ???

 8. 9 Elísabet 7 Des, 2010 kl. 6:18 e.h.

  Róa sig Ragnhildur.

 9. 10 parisardaman 7 Des, 2010 kl. 6:23 e.h.

  Ég er gersamlega ósammála þér Ragnhildur, ef ég skil þig rétt sem ég er þó ekki alveg viss um. Hvað áttu við með „fólk sem ekki hefur fundið sinn stað í lífinu“? Ég samþykki alls ekki að heyra undir hóp fólks sem ekki hefur fundið sinn stað í lífinu, eins og ég skil það, en þú getur kannski skýrt þetta betur?

 10. 11 Guðný 7 Des, 2010 kl. 6:27 e.h.

  Frábært hjá þér!
  Ég byrjaði sem rauðsokka og hætti því aldrei.
  Pabbi minn var rauðsokka og ól mig upp sem hvorugkyn.
  Þó þetta sé nokkuð svipað er áherslumunur.
  Rauðsokkur leyfðu sér alveg að líta vel út og vera smart.
  Þær bara þurftu þess ekki. Þær urðu mest áberandi í kringum hippatímabilið og á þeim tima voru áherslurnar á útlitið öðruvísi. Fólk sem vildi breytingar var gjarnan róttækt í útliti, og ruðsokkur aðhylltust oft annan en úthverfahúsmæður.

 11. 12 Guðný 7 Des, 2010 kl. 6:29 e.h.

  Úps,vantaði eitt orð. átti að vera: aðhylltust annan stíl en úthverfahúsmæður.

 12. 13 GH 7 Des, 2010 kl. 6:32 e.h.

  @Ragnhildur: Spegill!

 13. 14 Uni Gíslason 7 Des, 2010 kl. 6:33 e.h.

  …konur sem skrifa um karlmenn eins og þeir séu skítaplebbar sem geti ekki átt vinkonur, bara hjásvæfur…

  Níu af tíu karlmönnum eru skíthælar og enginn karlmaður getur átt vinkonur. Það er bara blekking. Sýni karlmaður konu athygli þá er er það ekki vegna þess að honum finnst hún „áhugaverð persóna“.

 14. 15 HT 7 Des, 2010 kl. 6:37 e.h.

  Mér finnast þessi pinnahæluðu kremblogg manskemmandi!

 15. 16 parisardaman 7 Des, 2010 kl. 7:07 e.h.

  @Guðný: Frábært hjá pabba þínum!
  Tja, Uni minn, við verðum þá bara að vera sammála um að vera ósammála. Ég veð kannski í villu og svíma og á mann sem rígheldur framhjá mér eða hugsar saurugar hugsanir um allar vinkonur sínar. Það verður þá bara svo að vera, en meðan ég hef ekki ástæðu til að telja það vera reyndina, er hann saklaus, mjúkur og vinur vina sinna, af hvaða kyni sem þeir eru.
  @HT, bravó fyrir „manskemmandi“:)

 16. 17 Sigríður Lára Sigurjónsdóttir 7 Des, 2010 kl. 7:20 e.h.

  Uni. Þetta viðhorf veldur mér allta jafnmiklum vangaveltum. Því ég heyri það svo undarlega oft.

  Ég er alla jafna í mjög blönduðum félagsskap og er búin að eiga marga af mínum karlkyns vinum hálfa ævina eða meira. Ég myndi segja að svona einn af hverjum 10 væru skíthælar, ef það, en þeir fara reyndar margir hratt yfir sögu og koma víða við. Gæti verið að þeir virkuðu fleiri þess vegna?

  Ég er farin að halda að þetta sé hreinlega rannsóknarverkefni.

 17. 18 parisardaman 7 Des, 2010 kl. 7:55 e.h.

  Like á Sigríði Láru!

 18. 19 Hallveig 7 Des, 2010 kl. 7:55 e.h.

  takkótakkótakk Kristín mín.. þú og Sigurbjörn vinur okkar og Hildur tízkubloggari rokkið mínum rauðu sokkum..

 19. 20 Balzac 7 Des, 2010 kl. 9:38 e.h.

  Varla hafði ég fyrr séð ljós þessa heims en mér var gefið nafnið Guðjón, ómálga hvítvoðungi (sem betur fer slapp ég við að vera klæddur í blátt).

  Þetta var ægilegur stimpill.

  Fáir eru eins lánsamir og hún Guðný,
  að vera alin upp sem hvorugkyn.

 20. 21 Jenný Anna Baldursdóttir 7 Des, 2010 kl. 9:40 e.h.

  Heyr, heyr.

 21. 22 Glúmur 7 Des, 2010 kl. 10:11 e.h.

  Uni;
  Karlmönnum finnst Parísardaman áhugaverður penni – og hafa þeir þó aldrei séð hana.

 22. 23 hildigunnur 7 Des, 2010 kl. 10:38 e.h.

  Jáháts! flott færsla, lýsi yfir sammáli mínu…

 23. 24 Uni Gíslason 8 Des, 2010 kl. 1:17 f.h.

  Hey ekki skjóta sendiboðan stelpur mínar! Fljótt á litið þá mundi ég segja að 9/10 karlmönnum séu í raun skíthælar gagnvart konum. Það þýðir ekki að þeir haldi framhjá þeim. Það þýðir bara að þeir séu skíthælar. Þetta er líka óvísindalegt hlutfall, bara það sem ég hef á tilfinningunni.

  Kannski hefur Sigríður Lára líka rétt fyrir sér að skíthælarnir séu skemur í samböndum (af augljósum ástæðum) og komi því víðar við og séu þannig meira áberandi. Segjum að aðeins 6/10 karlmönnum séu skíthælar gagnvart konum en þeir séu bara svona askoti effektívir að eftir þeim er tekið.

  Ath. að vera skíthæll getur verið t.d. að halda framjá, en líka að vera óheiðarlegur, aumingi, ofbeldisfullur,lætur hana bíða inní bílnum með tengdó meðan hann stoppar á bensínstöð til að skrúbba nýja Civicinn þegar hann ætlaði að skutla þeim í bæjinn (haha) etc. etc. Vítt hugtak.

  En karlmenn geta ekki átt vinkonur sem þeim langar ekki að sofa hjá. No way, no how. Það ber hins vegar að skilgreina nánar hugtakið „vinkona“ í þessu tilfelli:

  Falleg eða sjarmerandi kona sem maðurinn reynir og vill deila hluta af lífi sínu með, þrátt fyrir að eiga konu fyrir. Hjá henni vill hann sofa. T.d. fyrrverandi kærustur, vinkonur sem karl átti áður en hann kynntist núverandi skvísu, konur sem hann nennir að hitta fyrir utan vinnu/skóla o.þ.h.

  Hins vegar kona sem er strategísk „vinkona“ – t.d. kona sem hjálpar karlinum við að komast í kynni við aðra konu sem hann virkilega vill sofa hjá, – það er ekki vinkona, heldur tímabundin aðstoðarkona má segja.

  Karl sem telur vinnufélaga vera „vinkonu sína“ vill sofa hjá henni. Annars væri hún bara vinnufélagi.

 24. 25 Glanstímaritstýpan 8 Des, 2010 kl. 1:21 f.h.

  Ég sagði þetta aldrei Kristín.

  Ég VITNAÐI í kunningjakonu mína sem sagði um téðan tískubloggara að hún væri augljóslega með blæti fyrir mönnum sem heita Bob og beikoni og það eina sem myndi þagga niður í tómarúmstilfinningunni og biturleikanum væri (það sem ég skrifa hér er ekki með hennar orðum heldur mínum): Hressandi samverustund með blökkumanni að nafni Bob sem myndi svo vefja henni í beikon eftir á.

  Færslan var heldur ekkert sérlega andstyggileg. Mér var bara nóg boðið. Þetta er greinilega á báða bóga 😉

  Þá er skemmst að minnast allra tölvupóstanna sem tískubloggarinn hafði sent úr vinnu sinni til að minna á beiðni um umfjöllun á -kremi.

  Friður,
  M

 25. 26 Uni Gíslason 8 Des, 2010 kl. 1:22 f.h.

  Ah afsakið stafsetningar/málfræðivillur, t.d. átti þetta að vera „..sem þá langar ekki..“ og „bæinn“ o.fl. eflaust. Bið að heilsa annars og gangi ykkur vel með kærastana!! Þið veljið þá þrátt fyrir allt 🙂

 26. 27 Reynir Sigurðsson 8 Des, 2010 kl. 4:43 f.h.

  Getur mannvera sem gengur sjálfviljug um á háum hælum ætlast til að vera marktæk í umræðu um jafnrétti kynjana?
  Ég er að hugsa um að mæta um borð næst á pinnahælum.

 27. 28 Sigurbjörn 8 Des, 2010 kl. 6:23 f.h.

  Hér eru þær margar mannvitsbrekkurnar. Uni og Glanstímaritstýpan eru greinilega með doktorspróf í lífsreynslu.

 28. 29 parisardaman 8 Des, 2010 kl. 8:25 f.h.

  Uni, ég nenni ekki að svara þér, við skulum bara vera sammála um að vera ósammála.
  Glanstímaritstýpa: Ég tók ekki afrit af þessum frasa sem olli mér hjartsláttartruflunum þegar ég las hann, en ég þori að hengja mig upp á að þú ferð ekki rétt með hann hér. Hann var öllu ofbeldisfyllri. Ég veit að þú varst að vitna í aðra, en þetta var nú samt sett í færslu gegn manneskjunni og, þó undir tilvísunarrós væri, hlýtur þú að hafa verið á einhvern hátt að taka undir það með því að bergmála það. En þú hafðir vit á að taka þetta út mjög fljótt, sem er hið besta mál. Hið versta mál er hins vegar að ég hef misst aðgang að athugasemdum og öllu hjá þér, þó ég sé með wordpress-reikning og skrái mig inn.
  Reynir, hafðu engar áhyggjur, ég geng aldrei á pinnahælum. Ég er fullkomlega marktæk í umræðunni þó ég setji stundum á mig varalit og fari í hælaskó. Ef þú fyrirlítur fólk vegna klæðaburðar og hættir að heyra það sem það segir, er það þitt vandamál ekki mitt.

 29. 30 Glanstímaritstýpan 8 Des, 2010 kl. 9:28 f.h.

  Þú hefðir kannski átt að taka afrit? Þær á Barnalandi gerðu það. Til að sanna hvað? Að undirrituð sé ‘vond’ manneskja? Og hver er ávinningurinn af því? Þetta er stórfurðuleg allt saman.

  Ég fór rétt með þetta. Kunningjakona mín sagði ekki annað nema hvað að að hún notaði orðin „þveng“ og „bitch“.

  Og talandi um ljót orð. Það er nú þannig Kristín að athugasemdir verða oft svo ofbeldisfullar og andstyggilegar að ég ákvað að loka endanlega á þetta gagg. Þú getur alveg lesið bloggið mitt áfram, bara ekki eins mikið aftur í tímann og áður.

  Gaman samt að þú skulir sýna pælingum mínum svo mikinn áhuga. Við hittumst kannski í kaffi í staðinn. Jafnvel á pinnahælum – og með varalit.

 30. 31 parisardaman 8 Des, 2010 kl. 10:38 f.h.

  Já, ég hefði líklega átt að taka afrit, og reyndar tók ég afrit og setti inn í gæsalappir og ætlaði að setja inn athugasemd þar sem þessum frasa var mótmælt. Sú athugasemd komst ekki í gegn, ég held að það hafi ekki verið ritskoðun heldur kom alltaf villumelding. Ég var mjög ánægð með að sjá að þú tókst hana út, það er fínt að sjá að sér, maður fer stundum offari, allir sem vilja standa fast á skoðun gera það. Ég á það til líka.
  Já, við gætum alveg hist og rætt málin, en ég játa að ég var búin að missa áhuga á pælingum ykkar Pjattrófa fyrir löngu síðan, ég kíki reglulega inn á bloggið þitt en hef svo oft verið svo hrikalega ósammála þér að mig hefur hreinlega verkjað. Ég sé að sumt af því er nú horfið, sem er hið besta mál enn og aftur.
  Mér finnst athugasemdir stór hluti af blogginu, nauðsynlegur, og spennandi, en ég er líka hálfgerð tepra og tipla (kannski allt of mikið) á tánum og lendi því sjaldan í svona hrinu eins og þú lentir í þegar þú lést allt flakka.
  Ég er alla vega alveg róleg, þó ég standi áfram fast á rétti mínum, og annarra, að standa upp á móti markaðshyggju, eðlishyggju og tískukúgun:) Hvað þá fordómum gegn feitu fólki, sem hefur í raun mest farið í taugarnar á mér hjá ykkur, meira en karlahatrið.
  Endilega hittumst við tækifæri! Kær kveðja, Kristín.

 31. 32 parisardaman 8 Des, 2010 kl. 10:40 f.h.

  Hmmm, ég var að fá þennan umrædda frasa sendan í tölvupósti rétt í þessu. Það kemur mér lítið á óvart að hann skyldi fara svona illilega fyrir brjóstið á mér, reyndar er það ekki nauðgun (ég skal laga það í pistlinum mínum) heldur bæði rasismi og svo þetta helvítis argans kjaftæði um að rauðsokkur séu bara illa riðnar. Vá, hvað ég er komin með nóg af því rugli. Og mörgu fleira rugli. En nú er ég að fara í bæinn og verð að hafa tíma til að setja á mig varalit!

 32. 33 Glanstímaritstýpan 8 Des, 2010 kl. 11:11 f.h.

  Færslurnar mínar eru ekki farnar og ég hef engu kippt út nema samskiptum við blessað tískubloggsdýrið. Þetta er bara ekki eins aðgengilegt og það var.

  Pjattrófurnar eru sjö konur, ég er ein þeirra, og bloggið mitt er allt annað fyrirbæri.

  En að blessuðum rófunum…

  Mér hefur fundist óhemju sérstakt að upplifa það undanfarna daga hvað margar kynsystur mínar telja sig lifa í heilögum sannleika um hvað er rétt og rangt og allt annað má bara úti frjósa eða heita nöfnum á borð við „hatur“ og „kúgun“.

  Þetta er skrítið Kristín.

  Sérstaklega þegar það eina sem fyrir okkur vakir er að fjalla um saklausa hluti, fallega hluti og já – stundum, eðlismun kynjanna eftir okkar nefi.

  Pistlarnir eru byggðir á reynslu kvennana sem skrifa þarna. Það lifa ekki allir í sama heiminum. Þannig er það nú bara. Og mér hefur liðið sífellt meira eins og „Gunnar í Krossinum“ sé að reyna að siða mig til.

  Það kann ég ofboðslega illa við. Þessvegna varð ég svona reið við „tískubloggarann“.

  Friður,
  M

 33. 34 Sigurbjörn 8 Des, 2010 kl. 11:38 f.h.

  @M: Málflutningur þinn minnir mig á brúður Krists.

 34. 36 Guðmundur 8 Des, 2010 kl. 2:34 e.h.

  Voðalega er ég orðinn þreyttur á þessari umræðu og staðhæfingum á „eðlismun kynjanna“. Er ekki fyrir löngu búið að sýna fram á að kyn og kyngervi okkar hafa ekkert að segja með hver innri maður okkar er eða hvernig við högum okkur? Það er eiginlega hálf sorglegt að horfa upp á fólk, eins og þessa „Glanstímaritspíu“, predika eðlishyggju.

 35. 37 parisardaman 8 Des, 2010 kl. 3:56 e.h.

  Kæra M, ég veit alveg hver munurinn á blogginu þínu (sem ég les reglulega burtséð frá því hvort ég sé sammála þér í öllu eða ekki) og Pjattrófunum sem ég les aldrei nema þegar ég er desperatlí að leita mér að einhverju að glugga í á netinu og finnst ég búin að lesa „allt hitt“. Ég hélt að nú væri ekki lengur neitt athugasemdakerfi hjá þér, en mér gæti skjátlast og bið þá forláts.

  Mér finnst í raun ekkert að því að skrifa um snyrtivörur, mér finnst m.a.s. allt í lagi að lesa um snyrtivörur þó ég setji skrif um bókmenntir og listir t.d. mun ofar á forgangslistann. Ykkar skrif um snyrtivörur eru hvorki skemmtilegri né meira spennandi en önnur skrif annars staðar um snyrtivörur, það er engin partístemning í gangi í skrifum ykkar, sorrí, þó þið haldið því fram að tiskubloggs-H sé eðlilega brottræk þar sem hún sé svo „leiðinleg“ (í því felst þá væntanlega að þið séuð svo skemmtilegar, held ég hljóti að vera).
  Í heiminum í dag eru risagrúppur sem stjórna iðnaði og framleiðslu og sem gera ýmislegt miður fallegt til að reyna að stjórna lýðnum og gera fólk almennt að „betri“ neytendum, þ.e. kaupa-meira-meira-gaman-fólki. Þetta er staðreynd sem þú getur varla afneitað M, ætlarðu nokkuð að gera það? Þarf ég að koma með sannanir? Hefurðu lesið Naomi Klein? Monu Chollet?
  Hluti af áróðursmaskínu þessara risagrúppa (mér er skítsama þó ég hljómi eins og Gunnar í Krossinum að tala um Satan sjálfan, so be it) er að rífa og tæta í sig sjálfsmynd kvenna, því kona sem telur að hún þurfi að gera eitthvað fyrir sig, bæta sig á hinn og þennan mátann, sú kona eyðir meiri pening. Punktur og basta.
  Og plís, M, ekki segja mér að þið skrifið bara um fallega og saklausa hluti. ÞAÐ ER NÁKVÆMLEGA EKKERT SAKLAUST VIÐ AÐ HALDA ÞVÍ FRAM AÐ KARLMENN GETI EKKI ÁTT KVENKYNS VINI NEMA ÞÆR SÉU FEITAR. Afsakið, ég missti mig aðeins í hástöfunum, ég lofa að gera það sjaldan. Þessir semí-sálfræðipistlar fullir af röngum alhæfingum eru bara eitthvað allt annað en fallegir og saklausir.
  Ég skil eiginlega ekki alveg af hverju þið eruð svona svakalega reiðar út í tískubloggarann, en ég ætla ekkert að skipta mér af því. Mér finnst hún ferlega fyndin og skemmtileg, hún er með frumlegt blogg sem virkilega kitlar hláturtaugarnar. Í mér. Og fleirum.
  Ég held að þið Pjattrófur séuð alveg klárar og skemmtilegar konur, eða ég hélt það alla vega og kannski var það þess vegna sem ég lét ykkur ekkert fara þannig í taugarnar á mér, heldur bara sniðgekk ykkur. En þá hafði ég heldur ekki lesið pistla eins og þennan um vini/vinkonur, eða flensukjaftæðið. Það var það sem mér ofbauð. Þið eruð vinsælar og mikið lesnar og mér finnst það skipta máli að lesendur fái að heyra gagnrýni og pæla í því að kannski sé þetta ekki alls kostar rétt sem þið eruð að halda fram. En ég er fjarri því að langa að standa í löngu stríði. Ég er alveg steinhissa á viðbrögðunum við þessum pistli mínum, ég er eiginlega meira bara svona pínulítill tepokabloggari og mér líður langbest að vera þannig bloggari. Ég nenni ekki vinsældum, ég nenni ekki að rífast, mér finnst það leiðinlegt. Og þar að auki er ég vissulega að selja ákveðinn hlut, þess vegna ákvað ég nú að koma inn á Eyjuna, í von um að hala kannski inn einhverja túrista á leið til Parísar, sem gæti langað í gönguferð með mér. Því ég er bæði skemmtileg og víðlesin, með óþrjótandi áhuga á sögu Parísar og Frakklands.
  Friður! Það er aðventan for crying out loud. Ég mun héðan í frá syngja og vera glöð (og einbeita mér að próflestri, sem er dálítið erfitt þegar maður er óforvarendis lentur í einhvers konar ritdeilu).
  Gangi ykkur vel! Jólakveðja,

 36. 38 parisardaman 8 Des, 2010 kl. 3:56 e.h.

  Dísess, sorrí hvað þetta er langt.

 37. 39 Rún Knútsdóttir 8 Des, 2010 kl. 4:11 e.h.

  @M

  Þín vegna held ég að þú ættir að hætta að reyna að vinna þessa rökræðu alla saman. Þú hefur tapað henni. Án djóks. Þú gerir sjálfri þér engan greiða með að halda henni áfram.

  Þú ert ekki feministi og já, það vissu allir hvað feminismi var hér á landi áður en það var nokkuð til sem hét vefverslun. Rauðsokkurnar og Kvennalistinn voru komnar fram áður en þú hafðir vit á að pæla í hvað feminismi væri.

  Sættu þig bara við að vera það sem þú ert, pistlahöfundur sem skrifar um snyrtivörur og tísku. Það er ekkert að því. En ekki vera að spyrða því saman við feminisma eða að það sé einhver vinkill á jafnréttisbaráttunni að kona megi vera máluð og á hælum.

  Ef þér er í raun og veru annt um jafnrétti kynjanna eru önnur brýnni málefni innan þess málaflokks sem má berjast gegn, s.s. kynbundið ofbeldi, launamunur kynjanna, mansal, og kynferðisofbeldi á stríðshrjáðum svæðum, svo fátt eitt sé nefnt.

 38. 40 Glanstímaritstýpan 8 Des, 2010 kl. 4:13 e.h.

  Mér finnst þú skemmtileg Kristín 🙂

  Þetta er ekki ritdeila í mínum huga og ég veit alveg um hvað þú ert að tala. Ég skal kanna kapítalísku markaðsábendingarnar. Bendi þér jafnframt á þessa heimildarmynd um sama mál.

  Við erum einfaldar skepnur. Þannig er það víst. Þetta er fátt annað en afþreying.

  Hvað vinagreinina varðar þá held ég að níu af hverjum tíu konum yrðu hvumsa ef makinn kæmi heim með „Ásdísi Rán“ og kynnti hana sem nýja vinkonu sína. Ég segi það satt.

  Höldum því raunverulegu, heimadrengur 😉

  Jólaknús og friður,
  M

 39. 41 parisardaman 8 Des, 2010 kl. 4:31 e.h.

  Æh, Ásdísar Rán hræðsla? Heldurðu það í alvöru talað? Ef maðurinn minn kæmi heim með ÁR-týpu dytti ég líklega niður dauð úr hissu, en að mér standi ógn af slíkum konum eða bara nokkurri manneskju, er eiginlega bara fyndið.
  Ef við förum samt í svona leik, þá yrði ég mun meira á varðbergi ef maðurinn minn kæmi heim með brilljant og fyndna konu, sama hvernig hún liti út. Sorrí.

 40. 42 parisardaman 8 Des, 2010 kl. 4:33 e.h.

  Ég ætla að tékka á Adam Curtis-myndinni, hef samt ekki tíma núna!

 41. 43 Uni Gíslason 8 Des, 2010 kl. 6:09 e.h.

  Allt í góðu Kristín, ég ætlast hvorki til að þú svarir mér né sért mér sammála… ég er ekki að reyna að sannfæra þig eða nokkurn – aðeins að segja þér hvernig ég upplifi kynbræður mína. Þökk sé þeim hallar nebbla ansi mikið á þá karlmenn sem eru ekki skíthælar.

  Þú skrifar:
  Ef við förum samt í svona leik, þá yrði ég mun meira á varðbergi ef maðurinn minn kæmi heim með brilljant og fyndna konu, sama hvernig hún liti út.

  Ég skrifaði:
  Falleg eða sjarmerandi kona sem maðurinn reynir og vill deila hluta af lífi sínu með, þrátt fyrir að eiga konu fyrir. Hjá henni vill hann sofa.

  Ég fæ ekki séð að við séum svo ósammála þrátt fyrir allt.

  Bestu þakkir fyrir skemmtilegt blogg 🙂

 42. 44 Balzac 8 Des, 2010 kl. 6:26 e.h.

  Brúður Krists?

  Átti hann brúður?

  Lék hann sér kannski að þeim?

  Þó ekki þessum uppblásnu.

  Þær eru svo nýmóðins.

  Meinti Sigurbjörn kannski brúði Krists?

 43. 45 parisardaman 8 Des, 2010 kl. 6:31 e.h.

  Ég sagðist vera bara „í leik“, mér finnst ég ekki þurfa að vera á varðbergi gagnvart konum, en ég vildi bara að það væri á hreinu að EF ég þyrfti að vera á varðbergi hefði ég meiri áhyggjur af því að maðurinn minn félli fyrir gáfum en fyrir brjóstum. Eða eitthvað svoleiðis. Fokk, hvað mér leiðist að þurfa að vera að ræða þetta áfram. Sérstaklega þar sem ég var að velta inn úr snjónum, rauð og sæl og hlakka til að fara að borða góða matinn sem ég bjó til handa fjölskyldunni fyrr í dag. Bonne soirée!

 44. 46 parisardaman 8 Des, 2010 kl. 6:31 e.h.

  Vá, Sigurbjörn beygði vitlaust! Tölum aðeins um það:)

 45. 47 Balzac 8 Des, 2010 kl. 6:32 e.h.

  Sannarlega er eðlismunur á kynjunum.

  Þú ert nú alveg blaðbloggandi dæmi um það,

  Guðmundur kerlingartuskan gæsalöpp.

 46. 48 Balzac 8 Des, 2010 kl. 6:38 e.h.

  Þokukennt málfar ber vott um þokukennda hugsun.

  En við þurfum ekki að tala um það.

  Það er augljóst.

 47. 49 Sigurbjörn 8 Des, 2010 kl. 7:30 e.h.

  Balzac er kannski einn þeirra sem eru ósnertanlegir vegna eigin visku og mikilfengleika?

  Hann megnar kannski bara ekki að halda sig við efnið.

 48. 50 parisardaman 8 Des, 2010 kl. 7:38 e.h.

  Alla vega votta ég það hér með að Sigurbjörn er ekki með þoku né graut í höfði sínu.

 49. 51 Balzac 8 Des, 2010 kl. 8:29 e.h.

  Það er allavega léttir að ennþá er hægt að ná einhverjum upp.

  Ég hélt þið væruð zombies.

 50. 52 Balzac 8 Des, 2010 kl. 8:39 e.h.

  @ parisardaman: ,, . . er ekki með þoku né graut . . “

  Parísardaman ætlaði víst að segja að Sigurbjörn væri

  hvorki

  með þoku

  graut í höfði sínu.

  Ekki / eða

  Hvorki / né

  Og nú ætti hún að koma einum góðum á mig.

 51. 53 parisardaman 8 Des, 2010 kl. 9:35 e.h.

  Veistu, ég sá þetta um leið. Gerðist þar sem ég breytti setningunni (bætti grautnum við eftirá) og ég bara nennt’ekk’að laga þetta. Og mér finnst ekkert gaman að koma einhverju á fólk, mér finnst gaman að vera í samskiptum við fólk og það má jafnvel vera ósammála mér og það má gera málvillur og stafsetningarvillur og hvaðeina án þess að ég verði öll upp með mér og spennt og sperrt yfir því að geta klínt einhverju á það. Farðu bara og talaðu við annan bloggara hér á eyjunni, sem sérhæfir sig í svona kvabbi;)

 52. 54 Unnur María 9 Des, 2010 kl. 12:35 f.h.

  Takk Kristín mín fyrir góðan pistil. Ég hata Pjattrófubloggin. Þau eru í fullri alvöru mannskemmandi og það fer í taugarnar á mér að þær kalli sig feminista. Þó hef ég sem betur fer (fyrir eigin sálarró) nægan þroska til þess að átta mig á því að það rýrir ekki minn feminisma þótt þær kjósi að snúa út úr hugtakinu og hef því náð að stilla mig í því að spúa eldi og brennisteini yfir þær á netinu. Það að þær kalli sig feminista um leið og þær skrifa hvern pistilinn á fætur öðrum sem gerir ekki nema styrkja kynjaklisjur og fegurðarmýtuna finnst mér hinsvegar skýrt merki um að að backlashið hefur ekki gert nema styrkjast frá um miðjan níunda áratuginn. Ég spái því enda að fjórða bylgjan verði óldskúl og heiftúðugri en sá einstaklingsfeminismi sem hefur verið ríkjandi síðasta áratug.

  Rauðsokka er fallegt hugtak og mér þykir vænt um það. Enda kraftmiklar konur og klárar sem stóðu að þeirri hreyfingu þótt hún hafi á köflum einkennst af krytum. Mér er það hinsvegar minnisstætt að einu sinni sagði kona við mig að ef ég væri feministi þá væri hún það sko *ekki*. Ég mun því standa vaktina ótrauð í von um það að nærvera mín muni valda súdófemínistum hiksta.

  P.s. Þið sem haldið að karlar og konur geti ekki verið vinir eruð bara ekki nógu þroskuð! 😛

  P.p.s. Fighting on the internet is like running in the special Olympics… Even if you win, you are still retarded. Ég nefni engin nöfn en fólk sem hefur verið jafn lengi á netinu og sumir hefði átt að hafa vit á því að láta ekki espa sig upp í það að missa sig svona á internetinu. Barnaland mun aukinheldur aldrei gleyma þessum slag.

 53. 55 Balzac 9 Des, 2010 kl. 8:07 f.h.

  Og hefur ekki gaman af skylmingum.

  Hún um það.

 54. 56 Uni Gíslason 9 Des, 2010 kl. 1:36 e.h.

  P.s. Þið sem haldið að karlar og konur geti ekki verið vinir eruð bara ekki nógu þroskuð! 😛

  Níl er ekki bara fljót í Egyptalandi. Æ þetta missir kannski marks á íslensku, en þú skilur. 😛

 55. 57 Líba 9 Des, 2010 kl. 3:39 e.h.

  http://www.pressan.is/ferdapressan/Lesa_ferdapressan/a-haum-haelum-i-natturinni—myndir?img=21d5d4a9-0a87-4770-abe6-988fb2c8b39e#img

  Fyrir kvenlegar rauðsokkur … það er jafnvel hægt að vera í rauðum ullarsokkum í þessum ; )

 56. 58 Unnur María 9 Des, 2010 kl. 4:16 e.h.

  Nei Uni minn, þú hefur rangt fyrir þér. En ég vona innilega að þú upplifir það að eignast vin af hinu kyninu því það að eiga góðan og fjölbreyttan vinahóp er ekki bara gott og gaman heldur kemur það líka í veg fyrir að maður rambi í gegnum tilveruna með hausinn fullan af klisjum.

  Svo er ég ekki viss um að það sé ég sem er í afneitun hér en samlíkingin er spot on. Ef þú nærð einhverntíman að dífa tánni í Níl gæti þér nefnilega brugðið við það að sjá að þessi orðaleikur sem kvótið þitt byggir á er eins og kynjaklisjurnar nefnilega bara í kjaftinum á fólki! 🙂

  Reyndar er Níl ekki bara drullugt fljót heldur líka helvíti gott metalband.

 57. 59 Heiða 9 Des, 2010 kl. 4:18 e.h.

  Guðný hér framarlega sagði þetta: „Pabbi minn var rauðsokka og ól mig upp sem hvorugkyn.“ Þetta er einmitt það sem ég aðhyllist, þ.e.a.s. að upplifa sig bara sem hvorugkyn. Hvaða rugl er þetta um að konur séu svona eða karlar séu svona? Ég er kona, er það ekki? Það sannar að konur eru alls konar. Ég upplifi mig einmitt stundum alls ekki sem konu (eða mann ef út í það er farið) og hef aldrei getað samsamað mig femínisma því ég fíla ekki þegar verið er að drulla yfir karlmenn. Ég er kona og mála mig stundum en geng líka stundum í „strákafötum“. Fíla stráka betur en stelpur sem vini og er samt ekki að reyna við þá. Á líka mínar vinkonur og við tölum jafnt um „eitthvað gáfulegt“ og það sem er í tísku þá stundina. Ég þekki karla sem eru drullusokkar rétt eins og karla sem eru það ekki, en ég þekki líka böns af konum sem eru virkilegir drullusokkar og svo aðrar sem eru það ekki. Getum við ekki bara sæst á það að það eru allir í heiminum mismunandi og það er ekki til neitt eitt ákveðið sem er skilgreining á konu eða karli? Má manni finnast þetta? Og hvað á þá að kalla það? Þarf nú ekki endilega að búa til nafn á þetta viðhorf mitt, svo hægt sé að flokka og setja inn í kerfi? Þessi umræða er alveg að gera mig geðveika, sorrí….

 58. 60 Ég sjálf 9 Des, 2010 kl. 6:27 e.h.

  Heyr heyr, Heiða. Ég hef stundum reynt að biðja fólk um að íhuga þá hugmynd (sem er ekki frá mér) að kyn verði hreinlega tekið út sem skilgreining yfirvalda á einstaklingnum. Þá verður t.d. úr sögunni að fólk sem fæðist í röngum líkama þurfi að fá sérstakt leyfi til að fá leiðréttingu. Ég er einmitt líka svona stráka-stelpu kona og afskaplega sátt við það!

 59. 61 Balzac 12 Des, 2010 kl. 4:19 e.h.

  Heyr heyr Ég sjálf

  og þegar búið verður að taka kyn hreinlega út

  og hætt að skilgreina okkur eftir kyni

  þá þarf ekkert að fara í leiðréttingu framar

  því kyn skiptir ekki neinu máli lengur.

 60. 62 Ég sjálf 12 Des, 2010 kl. 10:20 e.h.

  Þetta er útúrsnúningur Balzac. Kyn getur skipt máli, en á bara ekki að koma yfirvöldum við. Alveg eins og ég lita mig ýmist rauðhærða eða dökkhærða án þess að þurfa að fá leyfi til þess.
  Brjóst geta skipt konur gríðarlega miklu máli, bæði stærð og lögun. Það gerir þær ekki að verri eða betri konum. Sama með tippin og kallana. Nú eða bara nefin á hvoru kyninu sem er.
  Það er hluti af minni sjálfsmynd að ég sé kona, en ég vil samt ekki að það setji mig sjálfkrafa á einhverja ákveðna hillu. Með einhverjum konum sem ég bara tel mig ekki eiga neina samleið með.
  Fólk er misblessunarlega laust við að vera upptekið af sjálfu sér, útliti sínu, hreyfingum… blablabla. Það gerir það ekki að verra eða betra fólki. Við erum misjöfn og eigum bara að mega vera það.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: