bissness

Þetta er „bara bissness“ og þess vegna er þetta bara allt í stakasta lagi. Eða hvað?

Svo vil ég þakka fyrir viðbrögðin við síðustu færslu, þau komu mér mjög á óvart, en sýna líka að við erum ansi mörg að hugsa á svipuðum línum og að baráttan er í fullum gangi. Ég mun vitanlega aldrei hætta alveg að nota orðið femínisti, það er einfaldlega of djúpt gróið inn í sjálfsvitund mína. Þessi dramatík var í raun áhersluauki, eins og ég held að flestir hafi skilið.

En ég verð þó stoltari og ánægðari ef einhver mun kalla mig dólgafemínista, eins og Erla Hlynsdóttir, blaðakona með meiru, er kölluð á feisbúkk í dag.
Dólgafemínisti og rauðsokka. Það er ég!

Lifið í friði.

10 Responses to “bissness”


 1. 3 beggi dot com 10 Des, 2010 kl. 11:23 f.h.

  Arg, þessi bjánalega kæfuvörn sló mig alveg út af laginu. Nafnið mitt á ekki að vera skrifað svona. En þú ert nú samt dólgafemínisti!

 2. 6 GlG 10 Des, 2010 kl. 12:36 e.h.

  Tæfuna les þótt gremjist grein
  og grútfúll verði henni.
  Rökin? Þau eru aðeins ein,
  AÐ hún er góður penni.

 3. 7 Ég sjálf 10 Des, 2010 kl. 3:43 e.h.

  Gremjist grein? Ég trúi því nú ekki!

 4. 9 Balzac 12 Des, 2010 kl. 4:03 e.h.

  Tæfuna þótt gremjist grein . . . ? ?

  Henni gremst,

  ef henni gremst.

  Tæfunni þótt gremjist grein . . .

 5. 10 Ég sjálf 12 Des, 2010 kl. 5:01 e.h.

  Þú slepptir einu orði, Balzac. GIG fellir niður frumlagið, sem er algerlega leyfilegt:)


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: