Viðreynslusaga

Vinur minn bað mig um viðreynslusögu og þar sem ég er fádæma hlýðin verð ég við bón hans:
Einhvern tímann var ég að staulast heim með of þunga innkaupapoka og börnin tvö. Það var rökkur, rigningarsuddi og ég var hálfstressuð yfir því að láta krakkana ganga með mér án þess að geta leitt þau, sonurinn hefur líklega verið 4 eða 5 ára.
Á móti mér kemur feitlaginn, góðlegur maður um þrítugt. Hann horfir á mig og segir svo stundarhátt: „Af hverju eru allar fallegustu konurnar alltaf fráteknar?“ Af talandanum mátti skilja að hann var eitthvað örlítið þroskaheftur eða á eftir. Ég brosti mínu fegursta til hans og var kát lengi á eftir. Mér fannst þetta glæsileg frammistaða í daðri, maðurinn kom fram af fyllsta öryggi og sýndi að hann hefur þennan líka fína húmor fyrir sjálfum sér.

Lifið í friði.

13 Responses to “Viðreynslusaga”


 1. 1 Linda Björk Jóhannsdóttir 31 Jan, 2011 kl. 12:41 e.h.

  Yndisleg saga 🙂

 2. 2 Ari 31 Jan, 2011 kl. 12:51 e.h.

  nú er það já, myndi ekki helmingur kvenna tryllast úr hræðslu og hringja í lögregluna og láta handtaka þennan ógeðfellda perra?

 3. 3 HarpaJ 31 Jan, 2011 kl. 1:05 e.h.

  Kannski Ari – en ekki ég.

 4. 4 parisardaman 31 Jan, 2011 kl. 1:12 e.h.

  Nei, Ari, það held ég ekki. Það var nákvæmlega ekkert ógnvekjandi við þessa senu.

 5. 6 ella 31 Jan, 2011 kl. 2:06 e.h.

  Já og gott að sjá þig hér loksins, hef saknað þín.

 6. 7 Elísabet 31 Jan, 2011 kl. 4:21 e.h.

  Meinti hann fráteknar? Ég er pínu ráðvillt…(en það er ekkert nýtt).

 7. 8 parisardaman 31 Jan, 2011 kl. 4:37 e.h.

  Elísabet, já, ég vandaði mig greinilega ekki nóg við þýðinguna, enda bara gerð í huganum. Auðvitað erum við þessar giftu fráteknar og svo eru allar konur og allir karlar sí og æ upptekin:)

 8. 9 Elísabet 31 Jan, 2011 kl. 5:21 e.h.

  Oseiseijá, maður er ýmist gagntekinn, upptekinn, grómtekinn, frátekinn, útitekinn eða handtekinn.

 9. 10 parisardaman 31 Jan, 2011 kl. 6:07 e.h.

  Já og jamm og jæja. Ég ákvað að laga þessa leiðindavillu hjá mér, takk takk.

 10. 11 GH 31 Jan, 2011 kl. 6:43 e.h.

  Ji … dúllan!

 11. 12 Eyja 1 Feb, 2011 kl. 12:20 e.h.

  En hvernig er með viðreynslusögur í hina áttina, þ.e. af þér að reyna við einhvern?

 12. 13 parisardaman 1 Feb, 2011 kl. 7:25 e.h.

  Úff, þú segir nokkuð, Eyja. Í alvöru, þá dettur mér engin skemmtileg í hug, bara mjög svona dæmigerðar og óspennandi. En ég skal pæla aðeins í þessu.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: