viðreynsla í hina áttina

Vinkona bað mig um viðreynslusögu í hina áttina. Það vakti mig til umhugsunar og ég er í raun algerlega kjaftstopp. Ég get ómögulega munað eftir því að hafa sýnt einhverja sérlega glæsilega frammistöðu í daðri.
Ég hef mjög sjaldan verið einhleyp í almennilega langan tíma. Það eru þarna eitt, tvö ár einhvers staðar, sem ég eyddi á Íslandi og naut þess að vera einhleypur ríkisstarfsmaður á skítalaunum, sífellt að nurla til að ná endum saman. Það batnaði ekki þegar ég sagði upp og fór í Háskólann og vann í sjoppu á kvöldin og um helgar í staðinn fyrir að fara á námslán.
Ég hef nú samt alltaf verið einhleyp á milli þess sem ég hef átt kærasta og einhvern veginn gerist það að daðrið hefst og endar stundum í einhvers konar ævintýri, misvel lukkuðu.
En í alvöru talað þá finnst mér daðrið bara hafa verið mjög náttúrulegt og algerlega „óvart“ einhvern veginn. Ég man alla vega ekki eftir neinu svona stönti eins og maðurinn í síðustu færslu framkvæmdi (ég býst alls ekki við að vera sú eina sem hann hefur notað þetta á).

Ef mér dettur eitthvað sniðugt í hug, læt ég ykkur vita. Þangað til, verð ég bara að lýsa því yfir hér með að ég er annað hvort náttúrutalent og þarf ekki á einhverjum frösum að halda, eða ég er mjög leim daðrari. Og þá er ég að tala um daður við einhvern sem maður hefur áhuga á, því ég er þess fullviss að ég er náttúrutalent þegar kemur að þessu daglega daðri við fólkið sem maður þarf að hafa samskipti við, ég er þrælflink í að snúa uppásnúnum Frökkum á mitt band og fá þá til að gera alls konar hluti fyrir mig þvert á einhverjar reglur sem þeir hafa sett sér. Nú síðast á föstudag sannfærði ég t.d. veitingahúsaeiganda að taka á móti stórum hóp í kvöldverð á miðjum háannatíma, þvert á reglur staðarins. Ég beitti alls konar bellibrögðum, aðallega skjalli, og það snarvirkaði.

Lifið í friði.

14 Responses to “viðreynsla í hina áttina”


 1. 1 Líba 2 Feb, 2011 kl. 10:14 f.h.

  Augljóslega náttúrutalent Kristín mín … allt ómeðvitað og því enn betra ; )

 2. 2 HarpaJ 2 Feb, 2011 kl. 10:32 f.h.

  Þú ert augljóslega ofurdaðrari. Veist bara ekki af því 😉

 3. 3 Hulda H. 2 Feb, 2011 kl. 11:16 f.h.

  Skjall klikkar ekki 🙂

 4. 4 Alli 2 Feb, 2011 kl. 1:11 e.h.

  konur bíða alltaf eftir körlum að reyna við sig, þess vegna ertu ekki með neina sögu.

 5. 5 Elísabet 2 Feb, 2011 kl. 2:22 e.h.

  Ég reyndi einu sinni við efnafræðikennarann minn (vinkonu minnar til sárrar hneykslunar af því hann var 6-7 árum eldri og þ.a.l. algjört gamalmenni). Mig minnir að ég hafi reynt að heilla hann með stjörnumerkjaþvaðri, sem var nokkurn veginn versta aðferð sem hægt er að beita á raunvísindamann. Hefði frekar átt að sýna á mér brjóstin.

 6. 6 Ég sjálf 2 Feb, 2011 kl. 3:01 e.h.

  Elísabet þó! Maður játar ekki svona mistök. Mér datt ekki í hug að fara að segja hrakfallasögur af mér, ónei.
  Alli, tjah. Neh. Held eiginlega ekki. En ég er kannski bara of minnislaus, búin að vera á sama deitinu í 12 ár.

 7. 7 Eyja 2 Feb, 2011 kl. 9:40 e.h.

  Kristín, æ lov jú. Takk. Mikið svakalega mundi ég reyna við þig ef þú værir ekki af röngu kyni og svona. Og praktíkallí ég sjálf.

  Beta: Hefurðu góða reynslu af síðastnefndu aðferðinni, þ.e. að sýna brjóstin? Er þetta eitthvað sem maður ætti að reyna? Ekki það að ég sé með raunvísindamann í sigtinu en maður veit jú aldrei.

 8. 8 Ég sjálf 2 Feb, 2011 kl. 10:01 e.h.

  Eyja, við gætum kannski nýtt tvíburaelementið í tvöfalda viðreynslu? En sýna brjóstin, jú, ég er nokkuð viss um að það gæti dugað á einhvern góðan hluta karlmanna, raunvísindamenn eða hvað sem er annað.

 9. 9 Eyja 2 Feb, 2011 kl. 10:05 e.h.

  Tvíburaviðreynsla…einhvern veginn sé ég fyrir mér einhverja vibbalega Hugh Hefner-týpu í því sambandi. Held ég bíði svo með brjóstasýningaraðferðina, reyni hana kannski ef allt annað þrýtur. Ég þarf náttúrlega að æfa mig í þessu upp á nýtt, nýkomin af 14 ára löngu deiti.

 10. 10 Ég sjálf 3 Feb, 2011 kl. 8:08 f.h.

  Já, ég ætlaði nú varla að þora að birta þessa uppástungu og vona innilega að allir lesendur athugasemdanna geri sér fulla grein fyrir því að ég var verið að gantast, plís, ekki oftúlka bullið í mér!
  Ég hugsa að það sé nokkuð til í því að maður missi niður tækni og leikni þegar maður lendir á þessum löngu deitum, og óska þér alls hins besta.

 11. 11 Eyja 3 Feb, 2011 kl. 12:18 e.h.

  Lesendur athugasemdanna eru sjálfsagt allaveganna og sumir þeirra kannski seinir að skilja grín. Þeir verða bara að fá að halda að okkur dreymi um að verða plebbakanínur. En kannski ég haldi mig bara við að halda að ég sé líka náttúrutalent eins og þú. Ekki fer ég að trúa því að ég sé lime daðrari, bara af því að ég lenti á deiti með þaulsætnum verkfræðingi hér um árið. En ég kann heldur ekki að nota stönt eða frasa, hef verið meira í því að láta hluti flakka.

 12. 12 GH 3 Feb, 2011 kl. 7:25 e.h.

  Ég féll fyrir brjóstunum.

 13. 13 Eyja 4 Feb, 2011 kl. 12:01 f.h.

  Gott að vita, GH, ef það dettur einhvern tímann í mig að fara að reyna við þig.

 14. 14 Svanfríður 5 Feb, 2011 kl. 4:10 f.h.

  Ég tek ofan fyrir þér og öðrum döðrurum. Ég kann enga frasa en var snillingur að verða stressuð og blaðra hitt kynið í burtu.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: