Aftur heim

Ég er komin aftur heim, eftir tæpt eitt og hálft ár á Eyjunni. Þar hefur verið skipt um eigendur og áherslurnar stemma engan veginn við kósíbloggið mitt.
Ég frábið mér „I told you so“ frá vinum mínum sem voru á móti því að ég færi þangað yfir. Ég lít á þessa reynslu sem ákveðinn kafla sem ég þurfti að fara í gegnum í lífinu, og sé ekki eftir neinu. Ekki frekar en að ég sé eftir að hafa búið með hasshaus í mörg ár. Smá drami í þessu, en þið skiljið hvað ég á við. Eða ekki. Skiptir engu.

Mér tókst að flytja allt ruglið af Eyjunni hingað inn. Sumar færslurnar eru tvöfaldar, ég þarf að hreinsa það allt saman út, sem og að taka til í tenglasafninu. Eilíf vinna að vera bloggari. En ég get ekki hætt. Alla vega ekki alveg strax.
Ég hitti konu um daginn sem játaði að vera leynilesandi til margra ára. Mér finnst alltaf mjög gaman þegar fólk gefur sig svona fram, en um leið fyllist ég pínu skelfingu og finn fyrir því hvað það er mikill exhibisjónismi í þessu bloggstússi. Líklega er ég perri. En ég lofa því að þið sem lesið mig, þið þekkið mig ekki alveg út og inn. Ég leyni ykkur ýmsu, og bloggsjálfið er alltaf hliðarsjálf frá raunheimamanneskjunni.

Ég neyðist til að viðurkenna að það kom sér mjög vel að eiga PC-tölvu. Mér tókst ekki að framkvæma flutningana með Makkanum, en það gekk algerlega smurt í PC. Eftir að mér tókst loksins að opna hana, en ég hamaðist á hjörunum í áreiðanlega 3 langar mínútur og skildi ekkert í því hvaða takka ætti að ýta á eða hvað ætti að gera til að opna hana, bölvaði PC og Windows og var bálill þar til ég loksins áttaði mig.

En nú er ég farin að gera alls konar hluti í raunheimum, orðin allt of sein eins og venjulega. Skjáumst!

Lifið í friði.

15 Responses to “Aftur heim”


 1. 1 krummi 15 Feb, 2011 kl. 10:52 f.h.

  þú ert örugglega komin með gg gott karma eftir öll eyjuárin. það er allavega dásamlegt að þurfa ekki að skrifa komment undir dulnefni lengur. *ást* (jafnvel í hassvímu)

 2. 2 Frú Sigurbjörg 15 Feb, 2011 kl. 10:53 f.h.

  Það góða við að hafa skoðanir, og taka ákvarðanir, er að það má skipta um skoðun og breyta aftur. Og aftur og aftur, að vild. Ef þú setur exhibisjónismann, blogg- og eða raunheimasjálfið til hliðar, þá eru það einmitt þessi samskipti við bláókunnugt fólk sem gerir þetta langskemmtilegast.

 3. 3 baun 15 Feb, 2011 kl. 11:59 f.h.

  Til hamingju, frábært að sjá þig á gamla staðnum!

 4. 4 Erna E. 15 Feb, 2011 kl. 12:51 e.h.

  Velkomin heim!

 5. 5 ingibjorgjonsdottir@gmail.com 15 Feb, 2011 kl. 1:02 e.h.

  Les af enn meiri áhuga en áður. Takk fyrir síðast … í París.
  Ingibjörg

 6. 6 GlG 15 Feb, 2011 kl. 3:21 e.h.

  Eyjunni líkir hass við haus
  við HANA er gott að vera laus
  Daman kvaddi Binga: „Bless,
  betra´er að vera Word- á Press

 7. 7 GlG 15 Feb, 2011 kl. 3:41 e.h.

  Vís er orðin að villu berri
  veður í svíma með röngu err-i
  ruglar saman penni og perri,
  Parísardaman, eitthvað verri

 8. 8 Svala 15 Feb, 2011 kl. 3:53 e.h.

  Velkomin aftur úr klóm Eyjunnar. Líst miklu betur á þig hér en í þeim vonda félagsskap!

 9. 10 Gísli Ásgeirsson 15 Feb, 2011 kl. 5:49 e.h.

  Þar sem titillinn á færslunni vísar í vondulagakeppnina má bæta öðrum við: Ég trúi á betra líf, eftir Eyjuvistina.

 10. 11 parisardaman 15 Feb, 2011 kl. 7:20 e.h.

  Merci, merci. Þessi júróvisjóntenging var alveg óvart, þó ég hafi reyndar ekki komist hjá því að sjá þennan lagatitil. Ég hef samt ekki hugmynd um það hvort þetta er verðandi sigurlagið í keppninni úti, eða hvort þetta er lagið sem jóhanna söng og klappaði svo ekki einu sinni fyrir því að tapa.

 11. 12 hildigunnur 15 Feb, 2011 kl. 11:07 e.h.

  jamm velkomin heim! og ekki eitt einasta ætóldjúsó héðan af bæ!

 12. 13 ella 16 Feb, 2011 kl. 9:51 f.h.

  Elti þig á hvaða bloggsvæði sem þér sýnist, gleymdu bara ekki ekki dótabloggunum þegar þú tekur upp úr kössunum 🙂 (Athugaðu þá í leiðinni að rúfstúftengillinn er í einhverju rugli, var það hjá mér líka, en reddaðist.)

 13. 14 parisardaman 16 Feb, 2011 kl. 12:02 e.h.

  Já, hvað er með rúf og stúf, ég finn það ekki!

 14. 15 ella 16 Feb, 2011 kl. 2:37 e.h.

  Farðu inn hjá mér, ég leiðrétti tengilinn. Veit ekki hvað olli, húsbóndinn hlýtur að hafa breytt skránni á útihurðinni.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: