Það er alveg magnað að fylgjast með samræðum um mál málanna á feisbúkk. Næstum allir virðast hafa myndað sér skoðun á málinu og já-hópurinn barmar sér hátt og snjallt yfir því vonlausa ástandi að þurfa að díla við hið ógurlega vopn nei-hópsins, þjóðerniskenndarinnar. Hún sé byggð á tilfinningahita og skynsemin gagnist ekki gegn henni. Um leið og maður vogar sér að birta tengil sem sýnir að slit Ekvador og Argentínu frá alþjóðlegum fjármálamarkaði hafi gengið vel og fólkið sé ánægt með ástandið í dag, rís þetta skynsemishyggjufólk upp með látum og tilfinningahitinn leynir sér ekki.

Ég hef ekki hugmynd um hvar ég stend í þessu máli. Það er ekki fallegt að neita að borga skuldir sínar, en ég lít samt einhvern veginn ekki svo á að íslenska þjóðin „eigi“ þessar skuldir. Ég bara get það ekki. Jú, ég veit að Alþingi samþykkti ríkisábyrgð og lýðurinn gerði ekki byltingu. Kannski má því segja að þjóðin eigi þessar skuldir vegna þess að hún segir aldrei neitt og kaus líka endalaust yfir sig sama FLokkinn alveg fram yfir hrun. Þó að fullt af fólki væri að hamast við að benda á sukkið og svínaríið sem sá FLokkur stóð fyrir.
Ég get ekki sagt múkk um það hvort betra sé að fara dómstólaleiðina og mér finnst dásamlegt krípí að sjá fólk staðfast í trú á að það sé „rétta leiðin“. En mér finnst allt í lagi að huga að því hvort sú leið gæti verið betri. Í rólegheitum.
Því myndi ég vilja sjá ríkisstjórnina ráða til sín hóp lögfræðinga sem gætu lagt kalt mat á möguleikana í stöðunni. Ég nenni ómögulega að eyða orku í að lesa trúarofsayfirlýsingar frá já eða nei fólki. Ég vil bara fá að sjá kalt mat á þessu öllu saman. Sett fram af gersamlega óháðum löglærðum einstaklingum. Það gefur auga leið að þeir þurfa að vera af erlendu bergi brotnir, annað væri aldrei ásættanlegt. Getum við unnið málið? Er smuga að dómari myndi álykta svo að íslenska þjóðin sé saklaus af þessu ráni? Hafi verið dregin á asnaeyrum en eigi ekki að gjalda þess? Getur það verið?
Skynsama já-fólkið segir að þetta snúist alls ekki um hvort við eigum að borga eða ekki. Bara um það hvernig við eigum að borga. Kannski er það svo. En kannski ekki. Eða hvað?

Vá, ég var næstum búin að missa mig í að skrifa um Icesave. Hjúkk að ég slapp!

Lifið í friði.

2 Responses to “vá”


  1. 1 Eyja 23 Feb, 2011 kl. 12:10 e.h.

    Eins gott. Held ég reyni líka að halda mig frá trúarofsanum í þessu máli.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: