Í La Villette í febrúar

Við fórum í La Villette um daginn og hittum á þennan skemmtilega hóp fólks sem mætir á hverjum sunnudegi og dansar saman. Öllum er velkomið að taka þátt, ég er að hugsa um að prófa einhvern tímann, en ekki daginn eftir að hafa dansað með vinkonum á einum af heitustu stöðum Parísar, Kong. Ég var ekki alveg í elementinu mínu þarna inni, bjóst eiginlega ekki við að vera hleypt inn, en það dugði að vera hluti af stórglæsilegum pæjuhóp.

Á myndbandinu sést glöggt að dóttir mín hefur brjálaðan fatasmekk meðan bróðir hennar er klassískur. Þetta eru skemmtileg börn, mjög ólík en þeim semur alveg rosalega vel og leika sér mikið saman.

Lifið í friði.

6 Responses to “Í La Villette í febrúar”


 1. 1 ella 28 Feb, 2011 kl. 7:07 e.h.

  Þessi dansuppákoma gerir bæjarbraginn skemmtilegan. Ætti að vera í hverju þéttbýli.

 2. 2 baun 28 Feb, 2011 kl. 9:19 e.h.

  Frábært! Miklar öndvegisdúllur eru börnin þín, Parísardama.

 3. 3 parisardaman 1 Mar, 2011 kl. 8:14 f.h.

  Já, ég er á því að fólk eigi að dansa meira á almannafæri og já, blessuð börnin, þau eru dúllur.

 4. 4 vinur 1 Mar, 2011 kl. 7:40 e.h.

  Skemmtilegt myndband og bæði gaman að sjá börnin þín „læf“ og að heyra í þér röddina.Svanfríður.

 5. 5 Frú Sigurbjörg 1 Mar, 2011 kl. 11:42 e.h.

  Flott dansspor hjá flottum krökkum flottrar dömu.

 6. 6 Kristín í París 2 Mar, 2011 kl. 2:35 e.h.

  🙂


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: