þreytt

Mikið óskaplega er ég þreytt á umræðunni um jafnrétti kynjanna. Veit ekki einu sinni hvort hægt er að tala um umræðu. Manni líður eins og helvítis hamstri í hjóli, að reyna að tala við þetta skítapakk, fólk sem neitar að skilja um hvað málið snýst. Það sem gerði útslagið fyrir mig var spjallþráður sem myndaðist á feisbúkk undir auglýsingu um hestamót kvenna til styrktar LÍF. Hvers vegna í ósköpunum þarf alltaf að stimpla heiðarlega og réttmæta gagnrýni, setta kurteislega en ákveðið fram, sem einelti og vonsku? Af hverju? Af hverju? WHY GOD, WHY?

Ein besta útvarps- og sjónvarpskona landsins, Þorgerður E. Sigurðardóttir, var með pistil um þetta hestamótsmál í Víðsjá í gær. Þar sem ég er Makkanotandi, get ég ekki sett tengil beint á pistilinn hennar, en þátturinn er aðgengilegur á netinu í 4 vikur og í podcast lengi, lengi: Víðsjá 9. mars 2011.

Ýmsar ágætar greinar birtast hér og þar á netinu, sérstaklega í tengslum við sérstaka kvennadaga, líkt og þann sem haldinn er hátíðlegur 8. mars, ár hvert. Þessi grein Drífu Snædal er til dæmis góð, og í lið 10 ræðst hún gegn því sem ég hef í vanmætti verið að reyna að benda á undanfarið:

„10. Lífsstílsvefir sérstaklega ætlaðir konum eru mikilvægt tæki, við kynnum þá sem eitthvað jákvætt, eins og „vefur fyrir drottningar“ og föngum konur með þeim hætti í vef sjálfsgagnrýni og efasemda um að þær séu nógu vel málaðar, nógu grannar, nógu góðar við manninn sinn og svo framvegis.“ [Við skulum ekki gleyma yfirskriftinni „Aðlaðandi er konan ánægð“ á vefnum sem ég, og allir þeir sem hafa í hann rýnt, hafa „lagt í einelti“.]

Í alvöru talað. Ég er örmagna. Ég hef tékkað á drottningum og pjattrófum reglulega. Ég taldi mér nefnilega trú um að það sé eðlilegt að fylgjast með því sem maður vill gagnrýna. Ég gæti ekkert tjáð mig um það sem ég ekki þekki. En í raun var nóg að fylgjast með í nokkrar vikur. Ég verð svo pirruð þegar ég fer inn á þessa vefi, að það hlýtur að vera óhollt.

Vernduð gegn þvaðri er Kristín ánægð.
Hér með er ég hætt að fara inn á þessa vefi.

Verst að vilji maður lesa þá sem standa sig best í rýninni þarf maður að lesa það sem rýnt er í hverju sinni. Til dæmis hann Sigurbjörn, sem pjattdúllurnar trúa einfaldlega ekki að sé karlmaður, hversu fyndið er það? En kannski er í lagi að renna yfir þvaðrið, þegar maður fær afbygginguna samtímis beint í æð? Ég vona það. Ég vona að Sigurbjörn haldi áfram. Og Hildur. Og Drífa. Og alls konar annað fólk sem er svo miklu klárara en ég.
Ég get svo bara haldið áfram að skrifa um garðinn minn og þýðingar, krakkana og lífið í París. Helst bara fyrir vini mína og pabba. Ókei?

Lifið í friði.

6 Responses to “þreytt”


 1. 1 ella 10 Mar, 2011 kl. 11:34 f.h.

  Hlustaði á Þorgerði og var gersamlega ofandottin. Mikið hrikalega er ég sammála þér, nema ég hef afar sjaldan getað pínt mig til að lesa umrædd skrif. Reyni þó stöku sinnum á sömu forsendum og þú nefnir.

 2. 2 ella 10 Mar, 2011 kl. 11:35 f.h.

  Talandi um Þorgerði, hlustaðir þú á fléttuþáttinn hennar á sunnudaginn? Hann var magnaður.

 3. 3 parisardaman 10 Mar, 2011 kl. 1:50 e.h.

  Já, ég hlustaði loksins í gær. Hann er meiriháttar. Þorgerður er alveg topp-útvarpsmanneskja og svo er hún þrælflott í Kiljunni líka! Varstu búinn að heyra hinn fléttuþáttinn, Brim? Finnur á vefnum, var í fyrsta þættinum í seríu útvarpsleikhússins.

 4. 4 krummi 11 Mar, 2011 kl. 10:57 f.h.

  Mér finnst þú nú ekkert óklár. Svona heilt yfir.

 5. 5 parisardaman 12 Mar, 2011 kl. 9:38 f.h.

  Mikið var að ég fékk jákórsathugasemd! Var farin að örvænta. DJÓK!

 6. 6 vinur 12 Mar, 2011 kl. 11:38 e.h.

  Tek mér orð Guðrúnar frá Lundi: hef uppgefist á þessum skrifum. Ef þessar pjattskvísur halda að kvenfólk almennt falli fyrir svona speki eru þær grænni en ég hélt. Gangi þér vel í þýðingunum, góðar þýðinar eru svo mikilvægar. Var að klára þriðju bókina eftir Patricia Cornwell í ömurlegri ísl. þýðingu, og örugglega búið að kála öllum prófarkalesurum. En efnið var gott með kærri kveðju til vina þinna og pabba! Guðlaug Hestnes


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: